Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 1. MAl 2008
HelgarblaS PV
Rakavarnar- og
byggingaplast
HÖFUM VIÐ EFNIÁ SJÁLFSTÆÐI?
„Rúmlega hálfri öld eftirað við stofnuðum lýðveldi og þremur
áratugum eftir að við náðum endantegum yfirráðum yfir
auðlindinni (hafinu í kringum landið koma fram raddir á nýjan
leik sem segja að við getum ekki lifað sjálfstæðu lífi vegna þess
að hagsmunir íslenzkra fjármálafýrirtækja kalli á aðild að stærri
einingu.
Ætli íslenska þjóðin sé höll undir slík sjónarmið? Er hugsanlegt
að tilfinning fyrir sögu okkar og menningarlegri arfieifð sé
orðin svo dofin að sjái fólk von í örlítið betri fjárhagslegri
afkomu sé meirihluti þjóðarinnartilbúinn til að fórna því sem
áunnizt hefur eftir glæsilega sjálfstæðisbaráttu 20. aldarinnar?"
Leiðari Morgunblaðsins 23. apríl sl.
ÞEIR RÁÐA SEM SKEMMST VILJA GANGA
„Lýðræði ertæki til þess að skera friðsamlega úrágreiningi. Ef
meirihluti fólks í félagi vill eitt og og minnihlutinn annað fær
meirihlutinn jafnan að ráða. Þessi sjálfsagða lýðræðisregla
hefur verið virt að vettugi hér heima í Evrópumálinu. (staðinn
hefurannarri miklu sjaldgæfari reglu verið beitt, án þess að
hún væri rædd opinskátt: Að leyfa þeim að ráða för sem
skemmst vilja ganga. Þessari reglu hefur ekki áður verið beitt
við úrlausn mikilvægra mála á (slandi, sannarlega ekki þegar
aðild (slands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) vará dagskrá
1949 eða aðildin að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) 1970
eða EES 1994."
Þorvaldur Gylfason prófessor: Ný staða Islands í utanríkismálum - Alþjóðamálastofnun Hf 2007
að heimsmálin krefjast þess í aukn-
um mæli að vald þjóðríkja verði
takmarkað með einum eða öðrum
hætti. Nú eru það ekki aðeins ör-
yggismál sem krefjast slíkrar tak-
mörkunar, heldur einnig umhverf-
ismál, mál tengd mannréttindum
og flutningi fólks milli landa. Þróun
ESB mun því halda áfram hvort sem
okkur líkar betur eða verr, og með
henni munu viðteknar hugmynd-
ir um fullveldi og sjálfsmynd þjóða
taka gagngerum breytingum," segir
Guðmundur í erindi sínu.
Klettháls: Opið
virka daga kl.8-18,
laugardaga 9-16
Suðurnes: Opið
virka daga kl.8-18,
laugardaga 9-14
Kletthálsi 7 Rvk - Fuglavík 18 Reykjanesbæ
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Rakaþolplast, verð aðeins
7.995 kr. pr. 100m2 rúlla.
Vottuð vara!
MÚRBUÐIN
- Afslátt eða gott verð?
Allir stjórnmálaflokkar eru sammála um aö aöild íslands aö Evrópusambandinu kalli á
breytingar á stjórnarskránni. Setja verði ákvæöi í stjórnarskrána sem heimili framsal
ríkisvalds til yfirþjóðlegra stofnana áður en aðild aö Evrópusambandinu geti tekið gildi.
JÓHANN HAUKSSON
blcidomadur skrifar: Johonnh@dv.is
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra kveðst halla sér fremur að
framkvæmdamönnum í stjórnmál-
um en þeim sem aðeins tala. „Að
mínu mati hafa hinir síðarnefndu
sett allt of mikinn svip á Evrópuum-
ræðurnar síðustu vikur og látið eins
og með talinu einu sé unnt að breyta
einhverju. Það gerist auðvitað alls
ekki. Ef menn vilja ná árangri, verða
þeir að taka til hendi í stað þess að
tala út í eitt," sagði Björn á vefsíðu
sinni 21. mars síðastíiðinn.
Björn segir að í skýrslu Evrópu-
nefndarinnar, sem hann stýrði, séu
vegvísar sem segi hvað gera þurfi til
þess að komast á leiðarenda. „Þar
er allt tíundað sem nauðsynlegt er
til þess að búa ísland undir aðild að
Evrópusambandinu, þótt nefndin
hafi, trú umboði sínu, ekki gengið
lengra í tillögum sínum en þar seg-
ir."
Stjórnarskrárbreyting
í skýrslu Evrópunefndarinn-
ar segir að allir stjórnmálaflokkar
séu sammála um að aðild fslands
að ESB sé þess eðlis að hún kalli á
breytingar á stjórnarskránni. Setja
verði ákvæði í stjórnarskrána sem
heimili ffamsal ríkisvalds til yfir-
þjóðlegra stofnana áður en aðild að
Evrópusambandinu geti tekið gildi.
Stjórnarskrárbreyting verður að-
eins fullgild með samþykki tveggja
þinga. Því þarf Alþingi að sam-
þykkja stjórnarskrárbreytingu sem
öðlast ekki gildi fyrr en nýtt þing
hefur komið saman að afstöðnum
kosningum og samþykkt breyting-
arnar fyrir sitt leytí.
Davíð Þór Björgvinsson, dóm-
ari við Mannréttindadómstól Evr-
ópu, hefur sett fram reglu eða
kvarða sem notast má við til að
meta hversu langt sé unnt að ganga
við framsal valds án þess að brjóta
ákvæði stjórnarskrárinnar. Hann
segir að framsal valds til alþjóðlegra
stofnana sé að vissu marki heimilt
að uppfylltum skilyrðum. Framsal-
ið megi tíl dæmis ekki leiða tíl þess
að skert séu réttindi þegnanna sem
vernduð eru í stjórnarskrá. Þá verð-
ur framsalið að vera afturkallanlegt.
Einnig nefnir Davíð Þór skilyrði um
að framsalið verði að leiða af þjóð-
réttarsamningi sem stefni að lög-
mætum markmiðum í þágu írið-
ar, menningarlegra, félagslegra eða
efnahagslegra framfara.
Vald framselt fyrir sjálfstæði
Guðmundur Hálfdánarson
sagnfræðiprófessor segir í erindi,
sem birst hefur á bók á vegum Al-
þjóðastofnunar Háskóla fslands, að
óttinn við að glata fullveldinu hafi
verið áberandi í íslenskri stjórn-
málaumræðu frá því þjóðin öðlaðist
fullveldi sitt 1918. Þannig hafiverið
deilt um hvort EES-samningurinn
1994 hafi falið í sér framsal fullveld-
is til stofnana Evrópusambandsins.
Guðmundur snýr þessu hálfpart-
inn við og segir að jafnvel megi færa
fyrir því gild rök að í EES-samningn-
um felist enn frekara framsal full-
veldis í þeim málum sem hann nær
til en með fullri aðild að samband-
inu. Enda gefi EES-samningurinn
fslendingum engan rétt til þess að
hafa áhrif á setningu þeirra reglna
sem þeir takast á hendur að inn-
leiða í íslensk lög „á meðan flestar
ákvarðanir sambandsins eru teknar
af lýðræðislega kjörnum fulltrúum
aðildarríkjanna sem veitir þegnum
þeirra a.m.k. óbein áhrif a setningu
þeirra laga sem þeir þurfa að lúta".
Guðmundur segir berum orð-
um að EES-samningurinn og aðild-
in að Atíantshafsbandaiaginu hafi
leitt til takmarkana á fullveldi þjóð-
arinnar. Fórn fúllveldisins hafi tal-
ist nauðsynleg forsenda sjálfstæð-
is íslenska þjóðríkisins. Án greiðs
aðgangs að evrópskum mörkuðum
gætí íslenskt efnahagslíf ekki staðist
og ef efnahagslífið hryndi væri full-
veldið lítils virði. „Ég held að íslensk
stjórnvöld komi til með að standa æ
oftar frammi fyrir slíkum fórnum í
framtíðinni, einfaldlega vegna þess
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra „Þar er allt
tíundað sem nauðsynlegt er
til þess að búa ísland undir
aðild að Evrópusambandinu,
þótt nefndin liafi, trú umboði
sinu, ekki gengið lengra í
tillögum sínum en þar segir."
★ * ★
* ife *
\-ví —í I—LA ^
★ * ★
& ESB
IÞAGU SJALFSTÆÐIS