Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. MAl 2008
Helgarblað DV
Ár er liöiö síðan Madeleine McCann hvarf
í Portúgal. Þess eru vart dæmi fyrr eða síð-
ar að mannshvarf hafi vakið eins mikla at-
hygli almennings og um^öllun fjölmiðla.
Að ári liðnu er lögreglan litlu nær um
afdrif Madeleine eða hver beri ábyrgð á
hvarfi hennar. Það hefur ekki komið í veg
fyrir að almenningur myndi sér skoðun á
því, oftar en ekki með aðstoð fjölmiðla.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blodamadur skrifar: kolbeinm»dv.is
3. maí verður liðið ár síðan Mad-
eleine McCann var rænt af ferða-
mannastaðnum Praia da Luz í
Portúgal. Þar hafði hún verið skilin
eftir, án umsjónar, ásamt tveimur
systkinum sínum. Fjórði afmælis-
dagurinn var handan við hornið og
telpan var þar í sumarfríi með for-
eldrum sínum og þetta afdrifaríka
fimmtudagskvöld höfðu þeir farið
út að borða á nálægum veitingastað
ásamt vinafólki sínu.
Enn hefur ekki tekist að varpa
ljósi á atburðarás þessa kvölds, en
þeir vörðuðu upphaf eins frægasta
og mest umfjallaða mannhvarfs
sögunnar.
Grunur beinist að
McCann-hjónunum
Á sama tíma og foreldrar Madel-
eine, Kate og Gerry, stóðu í ströngu
vegna leitar að dóttur sinni voru
þau undir smásjá almennings með
ómældri aðstoð frá fjölmiðlum. Öll
þeirra orð og athafnir urðu tilefni
vangaveltna, en það var ekki fyrr en
7. september sem hjónin fengu rétt-
arstöðu grunaðra í málinu.
Strangt til tekið má segja að þá
hafi málið hætt að snúast um að
finna Madeleine McCann og að-
gerðir portúgölsku lögreglunnar
miðuðust frekar við að finna söku-
dólga. Um þessa þróun mála sagði
Kate McCann að portúgölska lög-
reglan bendlaði þau við málið til að
draga athyglina frá portúgölskum
lögum sem lúta að barnaníði.
Krossferð foreldra
Mánuðina í kjölfar hvarfs Mad-
eleine ýttu foreldrar hennar úr vör
herferð sem fangaði athygli al-
mennings í fjölda landa. Daglega
birtust fréttir af framgangi mála í
breskum og portúgölskum íjölmiðl-
um og með reglulegu millibili birt-
ist samantekt í fjölmiðlum annarra
landa.
Stofnaður var sjóður fyrir mál-
efnið og tekin var ákvörðun um að
lögfræðikostnaður McCann-hjón-
anna myndi ekki greiddur úr þeim
sjóði. Þau fengu áheyrn hjá páfan-
um og lögðu upp í för til helstu ríkja
Evrópu og Norður-Afríku til að vekja
fólk til meðvitundar um mannrán og
mannshvörf. Bandaríkin voru ekki
skilin út undan og hjónin nutu víða
mikils stuðnings. Umfang krossfarar
McCann-hjónanna var slíkt að áður
en langt um leið sættu þau gagnrýni
almennings vegna þess fjölmiðla-
fárs sem kviknaði og aukinheldur
var almenningur ekki á einu máli
um tilgang aðgerða hjónanna.
Eins og við var að búast var
óvandað fólk reiðubúið til að mis-
nota aðstæður. Falsaðar vefsíður
spruttu upp á netinu, fólk stóð fyr-
ir fjársöfnun undir því yfirskyni að
það tengdist máli Madeleine og þar
fram eftir götunum.
McCann-hjónin fóru í mál við
bresku slúðurblöðin Daily Express
og Daily Star, en í þeim hafði ver-
ið gefið í skyn að foreldrarnir hefðu
verið valdir að dauða Madeleine.
Blöðin greiddu hjónunum sem
nemur tæpri áttatíu og einni milijón
íslenskri laóna í skaðabætur.
Blendnar tilfinningar
Hvað sekt eða sakleysi for-
eldra Madeleine áhrærir, eða
afdrif Madeleine, er óvíst að
nokkurn tímann verði upplýst
hvað gerðist í raun og veru. Nú
er ár liðið frá hvarfi telpunnar og
lögregla virðist vera litlu nær um
afdrif hennar.
Þeir eru til sem eru þess full-
vissir að foreldrarnir hafi leikið
hlutverk í hvarfi hennar. Þá full-
vissu byggir fólk á orðrómi um
að blóð hafi fundist í íbúð þeirra
í Portúgal, að blóð úr Madeleine
hafi fundist í bílaleigubíl sem þau
tóku á leigu tæpum mánuði eft-
ir að Madeleine hvarf, eða ein-
göngu á því að Kate McCann sé
ekki nægilega móðurleg í útliti.
Aðrir gagnrýna ábyrgðarleysi
foreldranna, sem hafi, þrátt fyrir
* UtM> UMi
DESAPARECIDA
MISSING
MadeleineMcCann
/ \\L.
Auglýsingaspjald Foreldrar Madeleine
lögðu í mikla krossferð vegna hvarfsins.
Mjög köldu andaði á milli portúgalskrar lögreglu og breskrar:
• •
LOGREGLAIPORTUGAL SÆTTIGAGNRYNI
Fyrstu viðbrögð portúgölsku lög-
reglunnar þegar Madeleine hvarf
miðuðust við að um mannrán hefði
verið að ræða, en síðar komu í ljós
viðamiklirbrestíríframgöngulögregl-
unnar. Lögreglan var gagnrýnd fýrir
slæleg vinnubrögð við að afla sönn-
unargagna og vísbendinga af vett-
vangi og að hafa ekki girt vettvanginn
af. Um tíma andaði verulega köldu á
milli portúgölsku rannsóknarlögregl-
unnar og breskra starfsbræðra henn-
ar sem lýstu mikilli undrun á hæga-
gangi við rannsókn hvarfsins. Af
mörgu var að taka í gagnrýni bresku
lögreglunnar; ekki var gengið hús úr
húsi og höfðað tíl almennings vegna
rannsóknarinnar, mikill dráttur varð
á að lögregla við landamæri og hafnir
landsins fengi mynd af Madeleine og
síðar kom í ljós að lögreglan lét und-
ir höfuð leggjast að tryggja sér gögn
úr eftírlitsmyndavélum sem hefðu
sýnt umferð umrætt kvöld. Rétt er
að taka ffam að þó gagnrýni á vinnu-
brögð portúgölsku lögreglunnar sé
að margra matí réttmæt eru hendur
hennar bundnar af reglugerðum og
lögum landsins sem meina henni að
gefa almenningi upplýsingar á með-
an rannsókn stendur yfir. Nokkrir
portúgalskir fjölmiðlar voru á með-
al þeirra sem gagnrýndu lögregluna
vegna hins mikla umfangs sem ein-
kenndi leitina að Madeleine. Báru
þeir saman viðbúnað vegna Madel-
eine og vegna svipaðra mála þar sem
innfæddir áttu í hlut. Töldu fjölmiðlar
að Portúgalir bæru verulega skarðan
hlut frá borði með tillití til þess fjölda
sem tók þátt í leit og rannsókn vegna
hvarfs Madeleine. Um eitt hundrað
og áttatíu lögreglumenn, leitarþyrlur
og hundruð óbreyttra borgara tóku
þar þátt. Slíkt umfang var nýtt í sögu
landsins.
Þessi gagnrýni gaf að sumu leytí
tóninn í þeirri umfjöllun sem myndi
fýlla síður breskra og portúgalskra
dagblaða í marga mánuði eftír hvarf
Madeleine.