Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 1. MA( 2008
Helgarblað PV
Umjón: Kolbrún P. Helgadóttir. Netfang kotbrun@dv.is
Smyrðu laukinn
Það kannast líklega allir við það að hafa geymt afgangshráefni illa
og þurft að henda því á endanum. Næst þegar laukbútur gengur af,
eftir kjötbollugerð eða tómatasalat, skaltu hvorki teygja þig í
álpappír né plastfilmu heldur smjör. Hálfur laukur helst ferskur
lengur þegar búið er að smyrja hann og smjör skaðar ekki
umhverfið. Ekki er þó mælt með sömu meðferð fyrir önnur matvæli.
DISCOVER THE ORIGINAL EASTERN TASTE IN THE WEST
MEÐHONDLUM
KJÖTMETIMEÐ
ÓRUGGUM HÆTTI
■ Kaupið aldrei pakkningar sem
eru rifnar og/eða leka.
■ Kaupið ekki matvörur sem eru
komnar fram yfir síðasta sölu-
dag.
■ Setjið hrátt kjöt og fuglakjöt í
plastpoka til að hindra að vökvi
úr kjötinu eigi greiða leið að
öðrum matvælum og geti valdið
krossmengun.
■ Mikilvægt er að koma mat-
vörum sem fyrst í kælingu eftir
innkaup.
■ Geymið hrátt kjöt, fuglakjöt
eða fisk á kaldasta stað í ísskáp.
■ Geymið kjöt og fuglakjöt í upp-
haflegum umbúðum fram að
eldun.
■ Ef kjöt eða fuglakjöt er fryst
lengur en 2 mánuði er mMvægt
að veQa þessar pakkningar inn
í loftþéttar umbúðir, plastfilmu
eða frostpoka.
■ Óhætt er að endurfrysta kjöt
og fuglakjöt sem hefur verið látið
þiðna í ísskáp, en ef það er látið
þiðna með öðrum hætti þarf að
elda það áður en það er fryst á
ný.
■ Þíðið af nærgætni
■ Þíðing í ísskáp gerist hægt og
rólega. Tryggið að vökvi úr kjöt-
inu leki ekki á önnur matvæli.
■ Ef þíðing á sér stað í örbylgju-
ofni þarf að elda kjöt eða firgla-
kjöt eftir þíðingu.
UNDIRBÚNINGUR
■ Þvoið hendur áður og eftir að
hafa meðhöndlað fuglakjöt eða
annað hrátt kjöt.
■ Þrífið vel skurðarbretti eftir
notkun. Þvoið viskastykki og
tuskur reglulega í heitu vatni í
þvottavél.
■ Varist krossmengun. Haldið
hráu kjöti, fuglakjöti og fiski
ásamt vökva þeirra frá öðrum
mat. Eftir skurð á hráu kjöti er
mikilvægt að þvo hendur, hnífa
og önnur eldhúsáhöld í heitu
sápuvatni.
■ Marinerið kjöt og fuglakjöt í
kæli með disld eða fati ofan á.
TAÍLENSKAR FISKIBOLLUR
f nýjasta tölublaði Gestgjafans má
finna nokkrar skemmtilegar upp-
skriftir undir yfirskriftinni Korter í mat.
Þessi gómsæta fiskibolluuppskrift er
ein þeirra.
Látið það ekki hræða ykkur frá
uppskriftinni hvað innihaldslistinn
er langur. Mest af honum er krydd og
allt er sett í matvinnsluvél - 1, 2 og 3
og allt tilbúið. Þessar bollur eru mjög
skemmtileg tilbreyting frá þessum
gömlu góðu. Þær sóma sér einnig vel á
veisluborði sem hluti af fingrafæði og
þá má hafa þær litlar eða á stærð við
valhnetur.
■ 1 stilkur sítrónugras, sneiddureða
börkur af 1 límónu
■ 4cm búturafengiferrót, sneiddur
■ 2 hvítlauksgeirar
■ 1 msk. kaffir-límónulauf, fást í Asían,
eða 2 lárviðarlauf
■ 5 msk. ferskt kóríander, saxað
■ 1 ferskt rautt chili-aldin
■ 800 g roð- og beinlaus fiskur í stórum
bitum eða fiskihakk
■ 1 tsk. salt.
■ 80 g kókosmjöl
■ 3-4 msk. olía
Setjið sítrónugras, engifer, hvít-
lauk, límónulauf, ferskt kóríander
og chili í matvinnsluvél og blandið
vel saman. Bætið fiski og salti út í og
maukið vel saman. Bætið kókosmjöli
út í og blandið vel saman, passið samt
að ofhræra ekki. Formið bollur og haf-
ið þær aðeins flatar. Steikið í heitri
oh'u.
SÓSA
■ 1 msk. sesamfræ ristuð á þurri pönnu
■ 2 msk. sesamolía
■ 2 msk. límónusafi
■ 2 msk. tamari-sojasósa
■ 1 msk. hunang
■ 'h rautt chili-aldin smátt saxað
Blandið öllu saman og berið fram
með bollunum. Gott er að bera núðlur
fram með.
Bökuð paprika frá Rússlandi
„Amma mín bjó þetta oft til þegar ég var krakki í Rússlandi," seg-
ir Svetlana Kabalina, matgæðingur vikunnar, sem býður lesendum
upp á bakaða papriku. „Þetta er vinsæll réttur í Suður-Rússlandi, þar
á meðal í heimabæ ömmu minnar, Rostov. Ég byrjaði svo að gera
þetta á fúllorðinsárum þegar mér datt allt í einu hug að gera eitthvað
nýtt. Þetta er létt og hollt og tekur ekki mikinn tíma í undirbúningi."
Skerið papriku í tvennt og takið allt úr henni.
Eggi, hakki, hrísgrjónum, lauk, salti og pipar blandað saman og
paprika fyllt með því.
Baka í u.þ.b. 40 mín. við 180°C.
Gott að setja rifinn ost eða remúlaði á áður en byrjað er að borða.
Bökuð paprika
■ 4 stk. rauð paprika
■ Blandað hakk 300-400 gr.
■ 1 bolli afsoðnum hrísgrjónum
■ 1 stk. fínn skorinn laukur
■ 1 egg
■ Salt og pipar (eftir smekk)
SHALIfflAB^
IMDIAN LUNCH
Iroiii 11:30 15:00
INDIAN - PAKISTANI CUISINE
AUSTURSTRÆTl 4, Tel: 551 0292 , www.shalimar.is
ÍNDIAN DINNER
From 15:00-22:00