Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 1. MAl 2008
Helgarblað DV
*
Fjöldi íslenskra tónlistarmanna hefur lagt leið sína til Brussel síðan í febrúar að spila á hátíð-
inni Iceland on The Edge sem stendur yfir til 15. júní. í gær var sérstakt Smekkleysukvöld þar
„Hátíðin Iceland on the Edge er
hugsuð sem þáttur í því að kynna
Island og byggja upp ímynd lands-
ins með jákvæðum hætti á erlendri
grund þar sem menning og listir eru
notuð sem þungamiðja," segir Stefán
Haukur Jóhannesson, sendiherra ís-
lands í Brussell. Fjöldi íslenskra tón-
listarmanna hefur komið fram á Ice-
land on the Edge-hátíðinni í Brussel
sem hófst 15. febrúar síðastíiðinn en
meðal þeirra sem komu fram á opn-
un hátíðarinnar var hljómsveitín
Hjaltalín.
Sérstök Iceland Airwaves-kvöld
hafa verið haldin á hátíðinni í febrú-
ar og mars en í gærkvöldi stóð
Smekkleysa fyrir skemmtilegu kvöldi
þar sem ffam komu meðal annars
Sjón, örvar Þóreyjarson Smárason,
Stilluppsteypa, Ghostigital, Lay Low,
Steintryggur og Kimono.
„Ástæðan fyrir því að þetta er
haldið í Brussel er að alþjóðasamfé-
lagið er svo stórt hérna. Brussell er
náttúrulega ein stærsta borg í heimi
hvað varðar alþjóðasamstarf, það eru
til að mynda hvergi fleiri sendiráð en
hér auk þess sem höfuðstöðvar allra
þessa Evrópustofnana eru í Brussel.
Samstarfsaðili okkar hérlendis er
menningarmiðstöðin Bozar sem er
ein stærsta og öflugasta sinnar teg-
undar í borginni og viðburðimir fara
flestir fram meira og minna undir
einu þaki hjá þeim. f samstarfi við
þá höfum við náð að kynna hátíðina
mjög vel og fengið mikla umfjöliun
í fjölmiðlum hérlendis," segir Stefán
en gríðarlega vel hefur verið mætt á
alla viðburði hátíðarinnar.
„Verkefnið er fremur umfangs-
mikið og stórt og við hjá Útflutn-
ingsráði höfum fengið tií samstarfs
við okkur menntamálaráðuneytið,
iðnaðarráðuneytið, Ferðamálastofu,
Icelandair og Iceland Cargo aukþess
sem Landsbankinn styður þetta á
mjög myndarlegan hátt," segir Stefán
og bætir við: „Þeir ferðaþjónustuaðil-
ar sem eru í samstarfi við okkur eins
og Icelandair segjast nú þegar finna
fyrir auknum pöntunum á ferðum til
íslands svo þetta er nú þegar farið að
skila árangri."
Diljá Ámundadóttir, verkefna-
stjóri hjá hr.Örlygi hefur farið með
íslensku hljómsveitunum á bæði
Iceland Airwaves-kvöldin í Belgíu en
hún segir stemninguna fyrir hátíð-
inni hafa verið einstaklega góða.
„Ég og Egill hjá Hr. Örlygi fórum
með hljómsveitunum í febrúar og
mars. Það var rosalega góð stemn-
ing sama hvert við fórum. Niðri í
bæ var Iceland Airwaves-lógóið útí
um allt og ljósaskiltí úti á götu með
dagskránni fyrir utan annað tónlist-
arhúsið. Það var greinilega búið að
kynna þetta alveg rosalega vel," seg-
ir Diljá en uppselt var á alla Iceland
Airwaves-viðburðina. „f mars vorum
við með tvö kvöld, á fyrra kvöldinu
var Tilraunaeldhúsið með perform-
ans og seinni kvöldið endaði dag-
skráin á múm. Það var búið að selja
ellefu hundruð miða í forsölu og það
komu svo margir til að kaupa miða
við dyrnar að það var bara farið í það
að stækka salinn til að koma öllum
gestunum að. Ég vildi bara að við
gætum flutt þessa tónleikastaði sem
við unnum með úti hingað heim því
skipulagið og stemningin var til fyr-
irmyndar á þessum stöðum. Ég vona
bara að tónlistarhúsið hérna verði
eitthvað í líkingu við þetta."
Iceland on the Edge hátíðin stend-
ur yfir til 15. júní og er til að mynda
stórsveit Samúels M. Samúelsson-
ar ein þeirra sveita sem eiga eftir að
stíga á svið í Brussel auk klassíska
píanóleikarans Víkings Heiðars Öl-
afssonar.
„Ég mæli alveg með því að fólk
heimsæki Brussel svona yfir eina
helgi því þetta er æðisleg borg með
unaðslegum vöfflum og frábæru
fólki," segir Diljá að lokum.
krista@dv.is
Mýrdalshreppur
Óviðjafnanlegt umhverfi - Góð þjónusta - Fallegur golfvöllur - Gönguleiðir - Aðeins 2 klst. akstur frá Reykjavík - http://www.vik.is
Vík í Mýrdal
Fjölskylduvænt samfélag ífögru umhverfi
■