Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 12. JÚNf 2008
Fréttir DV
Rjúpur í sókn
Fækkunarskeið rjúpunnar
hér á landi er nú afstaðið en það
hefur varað í tvö ár. Þetta kem-
ur nokkuð á óvart og er ekki í
samræmi við hegðun stofnsins á
undanförnum áratugum. Stofn-
inn sveiflast þó mjög af náttúru-
legum orsökum. Rjúpnatalning
Náttúrufræðistofnunar Islands
í vor sýnir að rjúpum á austan-
verðu landinu hefur fjölgað um
þrjátíu til sjötíu prósent. Stofninn
stóð hins vegar r' stað á Vestur-
landi. Rjúpnaveiðimenn þurfa þó
að bíða þar til í ágúst þegar mat á
veiðiþoli stofnsins liggur fyrir.
Bretar kaupa
í Kaupþingi
Bresk vellauðug fjölskylda
hefur nú keypt rúmlega tveggja
prósenta hlut í Kaupþingi fyrir
um 14,5 milljarða króna. Gertn-
er-fjölskyldan svokallaða er um-
svifamikil í olíugeiranum og far-
síma- og námuviðskiptum. Hún
hefur aðallega stundað viðskipti í
Suður-Ameríku, Bandaríkjunum
og Evrópu. f Viðskiptablaðinu
er haft eftir Sigurði Einarssyni,
stjórnarformanni Kaupþings, að
þessi kaup sýni að menn hafi trú
á bankanum.
Beðið eftir
fíkniefnum
Hollendingurinn sem tek-
inn var í Leifsstöð í lok maí með
kókaín innvortis er enn með
eitthvað af efnum inn í sér. Eyj-
ólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá
lögreglunni á Suðurnesjum, segir
að maðurinn hafi farið í röntgen
í gær og þá hafi komið í ljós að
eitthvað af efnum væri enn í iðr-
um mannsins.
Nú þegar hefur maðurinn
skilað frá sér um 300 grömmum
af kókaíni en hann er undir stöð-
ugu eftirliti lækna. Hann hefur
skilað frá sér um 40 smokkum
sem innihalda um sjö grömm af
efnum hver. Gæsluvarðhaldsúr-
skurður yfir manninum rennur
út á föstudaginn og segir Eyjólfur
að líklega verði farið frarn á fram-
lengingu á úrskurðinum fari svo
að efnin verði enn í manninum.
Fjórtán þúsund
í Reykjanesbæ
Reykjanesbær fagnaði fjór-
tán ára afmæli í gær. Á sama
tíma er íbúafjöldi orðinn fjór-
tán þúsund manns. Dagný
Gísladóttir, kynningarstjóri
Reykjanesbæjar, segir að íbú-
um í Reykjanesbæ hafi fjölgað
um hartnær þrjátíu prósent á
síðastliðnum fjórum árum.
Reykjanesbær varð til við
sameiningu sveitarfélag-
anna Keflavíkur, Njarðvíkur
og Hafna vorið 1994. Byggð á
Reykjanesi hefur verið í nokk-
urri sókn þrátt fýrir minnk-
andi áherslu á sjávarútveg og
brotthvarf bandaríska hersins.
Eggert Haukdal, bændahöfðingi og fyrrverandi þingmaður, stendur í striði við bróður-
dóttur sína, Benediktu Haukdal, um Bergþórshvol í Rangárþingi eystra. Eggert seldi
frænkunni jörð sína en vill svo draga samninginn til baka. Margir dómar hafa verið
kveðnir upp á siðastliðnum tveimur árum og segir Eggert að þetta mál sé ekki búið. Egg-
ert var dæmdur til að rýma hluta hússins. Sýslumaður kvað upp úrskurð en Eggert
kærði enn.
H0FÐINGJA
BERGLIND BJARNADÓTTIR
bladamadur skrifar berglindbiyidv.is
„Mannúð er ekki til í þjóðfélaginu
hjá valdamönnum," segir Eggert
Haukdal, bændahöfðingi og fyrr-
verandi þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins. Eggert, sem er 75 ára, hef-
ur staðið í stríði við bróðurdóttur
sína, Benediktu Haukdal, og eigin-
mann hennar, Runólf K. Maack, um
jörðina og íbúðarhúsið á Bergþórs-
hvoli í Rangárþingi eystra þar sem
Eggert býr ásamt bróðurdótturinni.
Stríð þeirra hófst árið 2006 þeg-
ar Eggert seldi þeim jörð
sína og húsakost en vildi
síðan draga samninginn
til baka. „Ég vildi draga
samninginn til baka,
því þau vantar mann-
kærleika." Miklar
erjur hefur ver-
ið á milli þeirra
eftir að hjónin
keyptu jörð-
ina af hon-
um. Eggert
hefur ver-
ið þekktur
fyrir það í
gegnum
árin að
láta vel
í ljós
ef
hann hefur verið ósáttur og ekki
lætur hann undan í þessu máli.
Jörðin of ódýr
Samkvæmt kaupsamningi árið
2006 keyptu Benedikta og eigin-
maður hennar jörðina af Eggerti
Haukdal ásamt öllum mannvirkj-
um, girðingum, vélum og bústofni.
Kaupverð jarðarinnar var 54 millj-
ónir króna. Samkvæmt samningn-
um segir að seljandinn megi búa
í íbúðarhúsinu, endurgjaldslaust,
eins lengi og hann vill. Eggert Hauk-
dal reyndi að rifta kaupunum og
vildi að jörðin yrði verðlögð á rúm-
lega 101 milljón króna. Benedikta
og eiginmaður hennar fluttu inn í
nóvember 2006 í þann
hluta hússins sem
þá var íbúð-
„Það hefur allt ver-
ið svikið og þetta
mál er ekki búið"
hæfur. f kaupsamningi kom fram
að Eggert ætti að sjá um að íbúðin
yrði íbúðarhæf en lítið hefur gerst í
þeim málum. Eggert Haukdal vildi
að kaupsamningurinn yrði gerður
ógildur. Eggert krafðist þess að hjón-
unum yrði gert að flytja úr íbúðar-
húsinu. Hann tapaði því máli.
Eggert skyldi borinn út
Sýslumaðurinn í Rangárþingi
eystra kvað upp úrskurð um að Egg-
ert yrði borinn út. Mikið ósætti hef-
ur verið á milli Eggerts og hjónanna
og því var talið að þetta væri eina
lausnin til að reyna að koma á sátt-
um á milli þeirra. Eggert kærði þann
úrskurð héraðsdóms að Runólfi
og Benediktu var heimilað
að láta bera hann út
úr húsnæðinu.
Málinu
ar-
Hæstiréttur Islands Mál
bændahöfðingjans og bróður-
dóttur hans rataði inn í Hæstarétt
Útburðarstríð Eggert Haukdal telur að
menn með völd í landinu hafi ekki
mannúð. Hann sættir sig ekki við að
verða borinn út.
var vísað frá. Þá kærði Eggert sýslu-
manninn vegna úrskurðar hans.
Sagan ekki búin
Nú eru liðin rúm tvö ár frá því að
erjur frændsystkinanna á Bergþórs-
hvoli hófust. Benedikta Haukdal
vildi ekki tjá sig um málið en frændi
hennar er ómyrkur í máli. „Það hef-
ur allt verið svikið og þetta mál er
ekki búið," segir Eggert sem bíð-
ur eftir nýjum dómi og ákveður þá
hvað verði gert í framhaldinu.
Eggert var á meðal þekktustu
þingmanna þjóðarinnar og þótti
harður í horn að taka. Hann átti í
áralöngum deilum við nágranna
sinn, sóknarprestinn á Berg-
þórshvoli, og rötuðu
þau mál fyrir
dómstóla.
Nýsprautaðri bíldruslu var stolið á Blönduósi við kátínu eiganda hennar:
Verðlausum bíl stolið í kreppunni
„Bíllinn er einskis virði. Við hlóg-
um bara þegar við sáum að hon-
um hafði verið stolið," segir Kristján
Blöndal, annar eigandi tölvufyrir-
tækisins Kjalfells á Blönduósi, sem
varð fyrir bílþjófnaði á þriðjudags-
morguninn.
Bíllinn er fyrirtækisbfll af gerðinni
Opel Combo. Lögreglunni á Blöndu-
ósi var tilkynnt um hvarf bflsins um
níuleytið á þriðjudagsmorguninn.
Stuldurinn átti sér stað um nóttina
eða morguninn áður en starfsmenn-
irnir mættu til vinnu, þar sem starfs-
menn Kjalfells segjast hafa vitað af
bflnum þegar þeir fóru heim úr vinn-
unni og hafði bfllinn verið á plani
fyrir utan búðina kvöldið áður.
Kristján segir að sér hafi kom-
ið á óvart að þessum bfl hafi verið
stolið. Engin verðmæti voru í bflnum
og segir Kristján bflinn vera í mesta
lagi hundrað króna virði, eða jafnvel
minna. „Bfllinn leit mjög vel út, þar
sem það var nýbúið að sprauta hann
en það var annars hrein martröð að
keyra hann," segir Kristján. Kristján
hafði lesið í Morgunblaðinu um öku-
mann sem hefði verið stoppaður á
Vesturlandsvegi þar sem ökumaður
mældist á 144 kflómetra hraða á bfl
sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi
og vonaði Kristján að þetta væri sami
bfllinn. Komið hefur í ljós að um
aðra bifreið var að ræða í ofsaakstr-
inum. Samkvæmt lögreglu hefur bfll-
inn ekki komið í leitirnar ennþá.
Þrátt fyrir tilfinnanlega galla bif-
reiðarinnar vonast Kristján til að
endurheimta hana sem fyrst. Því eru
allar ábendingar vel þegnar.
olivalur&dv.is
Flagð undir fögru skinni Ekkierallt
sem sýnist því bíllinn er„martröð“ þtátt
fyrir að vera nýsprautaður.