Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Qupperneq 4
Fréttir DV
4 FIMMTUDAGUR 12.JÚNI2008
fc-r
Skötur vilja
neyðarsíma
Hjólabrettaskötur á Akur-
eyri hafa óskað eftir því að fá
neyðarsíma við hjólabrettasvæði
sunnan Sólborgar á Akureyri.
Erindi þess eðlis var lagt fyrir
framkvæmdaráð Akureyrarbæjar
í vikunni en hafði áður legið inni
á borði hjá bæjarráði. Erindinu
var þaðan vísað til framkvæmda-
ráðs sem ákvað að ffesta málinu
til næsta fundar. Það var Oddur
Helgi Halldórsson sem bar ffam
erindið en um er að ræða neyð-
arúrræði slasist einhver hjóla-
brettaskatan á svæðinu.
ASÍ óttast
atvinnuleysi
Miðstjórn Alþýðusambands
tslands hefur lýst yfir þungum
áhyggjum yfir stöðu efnahags-
mála á fslandi. í tilkynningu
segir að verðbólga sé mikil,
vextir háir og fram undan sé
samdráttur í hagkerfinu, rýrn-
andi kaupmáttur og aukið at-
vinnuleysi. Þar segir einnig að
þetta sé alvarlegasta staða sem
þeir hafi séð ifam á í langan
tíma. Miðstjórnin telur mikil-
vægt að opinberir aðilar auki
mannaflsfrekar framvæmdir og
reyni að afstýra þeirri innlendu
lausafjárkreppu sem við búum
við. Þá telur hún einnig mikil-
vægt að Ibúðalánasjóður verði
nýttur til að aðstoða skuldsett
heimili, sem stefni í þrot, með
því að veita greiðsluerfiðleika-
lán.
Fyrsta Gíslaskiltið
áVestfjörðum
Fyrsta söguskiltið sem byggt
er á Gísla sögu Súrssonar verð-
ur afhjúpað klukkan þrjú í dag í
Dýrafirði. Á skiltinu er fjallað um
þann fræga atburð er Vésteinn
mælti: „Nú falla öll vötn til Dýra-
fjarðar." Alls stendur til að setja
upp ellefu skilti víða á Vestfjörð-
um byggð á hinni ástsælu íslend-
ingasögu. Verkefnið hefur verið í
undirbúningi í nokkur ár og er að
sögn ædað að styrkja stöðu Vest-
fjarða á sviði menningartengdr-
ar ferðaþjónustu. Vefritið bb.is
greinir frá þessu.
Talstöðin léleg
Léleg talstöð kajakræðarans
Marcus Demuths var ástæða
þess að hann hafði ekki látið
vita af ferðum sínum líkt og
hann hafði boðað. Því leituðu
Landhelgisgæslan og Slysa-
varnafélagið Landsbjörg að
honum í gær. Marcus lagði af
stað frá Geldinganesi á laugar-
dag og ædaði að sigla hringinn
í kringum ísland. Undir kvöld
í gær fann lögreglan á Ólafsvík
manninn heilan á húfi.
Fjorir menn voru dæmdir 1 fangelsi fyrir aö
smygla rétt rúmum fimm kílóum af amfet-
amíni og kókaíni til landsins með hraðpósti
á síðasta ári. Um er að ræða handrukkarann
Annþór Karlsson en ásamt honum voru
tveir bræður og æskuvinur þeirra dæmdir.
DOPSMYGL VIÐ
MÖMMU SÍNA
VALUR GRETTISSON
blaðamaður skrifar: valurdpdv.is
Handrukkarinnn Annþór Karlsson
var dæmdur í fjögurra ára fangelsi
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
fyrir að hafa smyglað rétt rúmum
fimm kílóum af amfetamíni og
kókaíni með hraðsendingu í nóv-
ember á síðasta ári. Þá var Tómas
Kristjánsson dæmdur í tveggja og
hálfs árs fangelsi en hann starfaði
þá hjá UPS-hraðsendingaþjónust-
unni. Bræðurnir Jóhannes Páll,
sem starfaði hjá fjármálaráðuneyt-
inu, og Ari Gunnarssynirvoru báð-
ir dæmdir í eins og hálfs árs fang-
elsi. Móðir bræðranna sagði við
vitnaleiðslur í héraðs-
dómi að Jóhannes
Páll hafi sagt henni
að æskuvinur þeirra
Tómas hafi nefnt við
hann góða leið til að
flytja fíkniefnin til
landsins.
Þrjár milljónir
Það var í nóv-
ember á síðasta
ári sem tollgæslan
á Keflavíkurflugvelli
lagði hald á fíkniefnin
en reynt var að smygla
þeim til landsins með
hraðsendingaþjónustunni
UPS. Aftur á móti voru
bræðurnirjóhann-
es Páll og Ari
ásamt Tómasi
ekki hand-
telcnir
fyrr en í
janúar
næsta
ár. Þeir
voru
hnepptír í gæsluvarðhald í kjöl-
farið. Að lokum játuðu bræðurn-
ir og sögðu að Annþór hefði
fjármagnað innflutning
efnanna. Bræðurnir og
Tómas áttu að fá þrjár
milljónir samanlagt fýr-
ir innflutninginn.
„Hann drekkur ekki
einu sinni og mig
grunaði ekkert."
Húsleit í fjármálaráðuneytinu
Jóhannes Páll starfaði hjá fjár-
málaráðuneytinu en hann er sak-
felldur fyrir að hafa lagt á ráðin um
innflutninginn ásamt Tómasi og
Ara. Þá kemur ffam í dómn-
um að hann hafi miðl-
að upplýsingum um
hvernig skyldi haga
sendingu fflcni-
efnanna þannig
að þau kæmust
á leiðarenda án
afskipta yfir-
valda. Sjálfur
starfaði Jó-
hannes ekki
á því sviði
sem fór
með toll-
gæslu.
„Hann
drekkur
ekki einu
sinni og mig
grunaði ekk-
ert,“ sagði
kærastan
hans í
Jóhannes Páll Gunnarsson
Vann í fjármálaráðuneytinu og
nefndi við móður sína að
félagi hans kynni góða leið til
fíkniefnainnflutnings.
Ari Gunnarsson
Vardæmdurásamt
bróður sínum í eins
og hálfs árs fangelsi.
samtali við DV fýrr í vetur. Aftur á
móti viðraði hann við móður sína
að Tómas, sem er æskuvinur þeirra
bræðra, kynni ráð til þess að flytja
inn fíkniefhi.
Einlægur við mömmu
Þegar móðir þeirra bræðra var
spurð í héraðsdómi hvers vegna Jó-
hannes hafi upplýst hana um þetta
kunni hún engar aðrar skýringar á
því nema ef vera kynni einlægni.
Þeir bræður voru aftur á móti
samvinnufúsir við lögregluna á
Suðurnesjum sem fór með rann-
sókn málsins. Þeir játuðu brot sín
og sögðu rannsóknarlögreglu-
menn að aðstoð þeirra hafi skipt
sköpum fýrir rannsókn málsins.
Úr varð að þeir fengu báðir eitt og
hálft ár í fangelsi en frá því dregst
gæsluvarðhald.
Annþórá Hraunið
Hins vegar var Annþór dæmdur í
fjögurra ára fangelsi fýrir brot sín en
hann hefur frá árinu 1993 hlotið tíu
refsidóma. Þar á meðal fyrir hrotta-
lega handrukkun þegar hann mis-
þyrmdi rúmliggjandi manni með
vopni. Þegar hann var handtekinn
vegna brotanna var Annþór á skil-
orði vegna líkamsárásarinnar auk
fíkniefiiabrota. Þess vegna er brotið
núna refsiþyngjandi sem þýðir að
hann fær þyngri dóm en ella.
Þá var Tómas Kristjánsson
dæmdur í tveggja og hálfs
árs fangelsi en í dómi seg-
ir að Tómas og Annþór
eigi engar málsbæmr
vegna málsins.