Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 12. JÚN( 2008 Fréttir DV ^ | Astand stúlkunnar Ásgeir Þór Davíðsson vann 9 milljónir út á afmælisdaga fjölskyldunnar: Opnar sportbar fyrir lottóvinning Ásgeir Þór Davíðsson, sem rekur strippstaðinn Goldfinger, vann tæp- ar 9 milljónir í Víkingalottó á dögun- um. „Ég frétti af vinningnum í bréfi," segir Ásgeir. „Ég hefði fengið tauga- áfall ef ég hefði horft á þetta sjálfur í sjónvarpinu." Ekki fannst honum mikið áfall að fá bréfið í pósti þar sem hann var í raun að bíða eftir því. Hann hafði verið búinn að at- huga hvaða tölur komu upp og því var hann búinn að undirbúa sig þegar bréfið kom í hús. . Ásgeir hefur not- að sömu tölurnar í fimmtán ár, þó með breytingum vegna fjölgunar í fjölskyldunni. „Með íjölgun barnabarnanna fæ ég mér fleiri miða. Tölurnar eru afmælisdagar fjölskyld- unnar. Þetta verða vonandi fleiri mið- ar eftir nokkur ár," segir Ásgeir. Ekki er þetta fyrsti vinning- urinn sem hann vinnur með þessum tölum þó þetta sé hæsta upphæðin. Ásgeir telur sjálfan sig ekki beint fíkil í lottó, heldur hefur hann sínar tölur á kerfismiðum en hefur gaman af því að taka þátt í hinum ýmsu leikjum, hvortsemer lottó eða happ- drætti. Vinningsfénu verður varið í nýjan sportbar sem hann er að opna á Grensásvegi, þar sem strippstað- urinn Bóhem var áður. Á sportbarn- um verður hægt að spila tölvuleiki, horfa á sjónvarp og hafa það huggu- legt. „Hægt verður að spila golf með bjór í hendinni án þess að skokka átj- án holur," segir Ásgeir og hlær. V Fyrir 9 milljónir Er hægt að •- kaupa 150 playstation 3 tölvur. w* * DV greindi frá heimasíðunni Anon- IB.com í fyrradag, en íslenskir net- níðingar hafa útbúið sér svæði inni á vefnum til að skiptast á myndum. Stór hluti myndanna flokkast und- ir klámefni, þar á meðal myndir af ólögráða stúlkum án klæða. Á einni þeirra má sjá 14 ára stúlku und- ir áhrifum áfengis bera að ofan. í samtali við DV sagði stúlkan að sér þætti þetta alveg ömurlegt. Eðli málsins samkvæmt kýs stúlkan að koma ekki fram undir nafni. Nýttu sér ástand stúlkunnar Stúlkan, sem nú er á mennta- skólaaldri, segist hafa verið stödd í gleðskap þegar myndin var tekin. Hún hafi verið mjög undir áhrif- um áfengis. „Það voru einhverjir strákar sem ætluðu að taka mynd af mér. Ég neitaði og vildi ekki leyfa „Myndin fer á flakk og það er svo erfitt að taka hana úr umferð" segir móðirin. þeim það," segir stúlkan. Hún seg- ir drengina síðan hafa lokað hana inni í herbergi og neitað að hleypa henni út. Þeir hafi þannig nýtt sér ástand hennar til að fá hana til að bera sig að ofan. Myndavélin sem strákarnir not- uðu var í eigu eldri stúlkna sem settu síðan myndina á heimasíðu sína til að niðurlægja stúlkuna. Áður en hún vissi af var myndin komin út um allt og hún fékk ekki rönd við reist. Aðspurð segist stúlkan vera afar reið yfir þessu. „Það hafa allir séð þetta. Þetta erþvíiíkt vandræðalegt. Svo var verið að tala um einhverja síðu í fréttunum og myndin mín kom upp. Allir sáu það. Þetta er al- veg ömurlegt." Vonlaust að taka myndirnar úr umferð Móðir stúlkunnar segir hegðun netníðinganna sorglega. Hún bæt- ir við að erfiðast sé hversu úrræðin eru fá. „Myndin fer á flakk og það er svo erfitt að taka hana úr umferð,“ segir móðirin. „Það er næstum því vonlaust. Ef maður fer að gera eitt- hvað mál úr því myndast meiri at- hygli á myndinni heldur en ella." Móðirin segir fjölskylduna hafa íhugað að grípa til aðgerða þeg- ar myndin birtist fyrst en ákveðið að gera það ekki til að vekja ekki óþarfa athygli á myndinni. Þau hafi vonað að myndin gleymdist og hyrfi. Það hafi ekki gerst. „Þetta virðist lifa algjörlega sjálfstæðu lífi. Þessar myndir flakka greini- lega á milli og lifa jafnvel í mörg ár." Myndin hefur nú birst á mynd- rásinni AnonIB.com á vefsvæði ís- lenskra netníðinga. Aðspurð hvort hvarflað hafi að móðurinni að leita réttar dóttur sinnar gagnvart þeim einstakling- um sem halda úti síðum sem þess- ari útilokar hún það ekki. „Maður þarf að skoða það betur. Þetta má ekki fylgja henni alla ævi." Móðirin segir stúlkuna sterkan einstakling og hún beri sig vel, þrátt fyrir að líða illa yfir myndinni. Miklar þjáningar á bak við myndirnar Barnaheill rekur ábendingarlínu vegna óviðurkvæmilegra mynda af börnum á netinu. Petrína Ásgeirs- dóttir, framkvæmdastjóri Barna- heilla, segir samtökin fá mikinn fjölda ábendinga af slíku tagi, um 53 á mánuði að meðaltali. Þar af reynist um þriðjungur ábending- anna varða við lög. Hún segir sam- tökin berjast gegn dreifingu mynda sem sýna börn á óviðurkvæmileg- an hátt. „Á bak við hverja mynd eru ómælanlegar þjáningar," segir Petrína. Spurð út í mál þar sem stúlk- ur undir lögaldri eru tældar til að svipta sig klæðum fyrir fram- an myndavélar segir Petrína það klárt dæmi um ákveðið ofbeldi. „Þetta er náttúrlega bara ofbeldi á þessum stúlkum. Þær eru fengnar til að gera hluti sem þær vilja ekki gera og svo er myndunum af þeim dreift. Þetta er mjög erfitt fyrir þau börn og þær stúlkur sem lenda í þessu. Þetta er einn liður í ofbeld- inu og þýðir alltaf miklar þjáningar fyrir viðkomandi." Lítill hluti mála fær meðferð Ólöf Ásta Farestveit, forstöðu- maður Barnahúss, segist ekki hafa tekið á móti mörgum stúlk- um vegna svona mála. „Ég held að málin séu mörg, en þau rata ekki til okkar vegna þess að þessar stelp- ur taka ábyrgð á gjörðum sínum og telja að þetta sé þeim að kenna. Þar af leiðandi vilja þær ekki tjá sig um þetta," segir Ólöf. Lögregla segir enga rannsókn á vefsvæði íslensku netníðinganna á heimasíðunni AnonIB.com hafa farið fram. Slg slenskir netníðingar, sem inn AnonIB.com til að skiptast á myndum af stúlkum n 14 ára aldur án klæða. Ein stúlkan var lokkuð til að bera þegar hún var mjög undir áhrifum áfengis í gleðskap. Móðirin segir hegðun netníðinganna sorglega. Klárt dæmi um ofbeldi segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. psgí, rœsSjiS Annarlegt ástand Framkvæmdastjóri Barna- heilla segir það ofbeldi að dreifa nektarmynd- um af drukknum unglingsstúlkum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.