Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 12.JÚNÍ 2008
Fréttir DV
Hollendingur var handtekinn á þriðjudag með metmagn af hassi. Hann reyndi að smygla allt að tvö
hundruð kílóum af efnunum til landsins með Norrænu. Lögreglan verst allra frétta en Óskar Bjartmarz,
yfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði efnin hafa fundist við hefðbundna leit.
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur Jórunni Frímannsdóttur ekki vanhæfa:
Innri endurskoðun Reykjavík-
urborgar hefur farið yfir tengsl Jór-
unnar Frímannsdóttur, formanns
velferðarráðs, við Heilsuverndar-
stöðina og Alhjúkrun og komist að
þeirri niðurstöðu að hún eigi engin
óeðlileg hagsmunatengsl við fyrir-
tækin.
f greinargerð innri endurskoðun-
ar Reykjavíkurborgar kemur fram að
Jórunn hafi selt Liðsinni ehf. vefmið-
ilinn doktor.is árið 2006. Liðsinni
ehf. var síðar keypt af Heilsuvernd-
arstöðinni. Tvö ár eru liðin frá því að
viðskiptin áttu sér stað og eru fjár-
hagsleg tengsl því engin í dag. Skoð-
un á hlutafjárþátttöku leiddi í ljós
engin tengsl við fyrirtækin. Niður-
staða innri endurskoðunar er því að
Jórunn sé í engu vanhæf til að taka
þátt í ákvörðunartöku eða umfjöll-
un um málefni sem snerta Heilsu-
verndarstöðina og Alhjúkrun.
Innri endurskoðun var falið að
fara yfir afgreiðslu velferðarráðs frá
9. apríl á tillögu um að gengið yrði
til samninga við Heilsuverndarstöð-
ina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúr-
ræðis fyrir fyrrverandi fíkla þrátt fyr-
ir að Heilsuverndarstöðin hafi ekki
átt lægsta tilboðið í reksturinn. Tíu
milljónum króna munaði á tilboði
Heilsuverndarstöðvarinnar og til-
boði SÁA sem var lægst.
Innri endurskoðun tekur undir
þau sjónarmið að ávallt skuli gæta
fjárhagslegrar hagkvæmni við inn-
kaup og val á samstarfsaðilum. Því
var óskað eftir rökstuðningi sviðs-
stjóra velferðarsviðs á því að mælt
var með öðru tilboði en lægstbjóð-
anda. í svari velferðarsviðs segir að
sú þekking sem sérstaklega var ósk-
að eftir í auglýsingu eftir samstarfs-
aðilum um rekstur búsetuúrræð-
is með félagslegum stuðningi væri
mest hjá Heilsuverndarstöðinni og
Alhjúkrun. Var matið meðal annars
byggt á viðtölum við þá sem sendu
inn umsókn um samstarf. Að mati
innri endurskoðunar lágu málefna-
legar forsendur að baki ákvörðun
velferðarsviðs.
Þorleifur Gunnlaugsson, borgar-
fulltrúi vinstri grænna, hyggst fara
gaumgæfllega yfir greinargerðina og
senda frá sér yfirlýsingu um hana í
dag.
Þorleifur gagnrýnir að tilboðinu
hafi verið tekið. Hann bendir á að
fjármagn sé ekki fyrir hendi ( fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr-
ir verkefninu og að færa þurfi fé úr
þremur öðrum liðum undir það.
„Það mætti halda að það hefði verið
búið að ákveða að semja við Heilsu-
verndarstöðina áður en verkefnið
var boðið út og farið yfir hverjir væru
hæfir til að taka það að sér. Eg tel að
það hljóti að vera betra að borg-
in geri samning við almannasam-
tök heldur en einkaaðila um rekstur
heimilisins. Auk þess tel ég betra ef
borgin keypti hús undir starfsemina
heldur en að það verði leigt," segir
Þorleifur. roberthb@dv.is
Málefnalegarforsendur Að mati innri
endurskoðunar liggja málefnalegar
forsendur að baki ákvörðun velferðarráðs.
„Þetta var bara hefð-
bundin tollafgreiðsla"
vigtaði efnin í gær og því ekki ljóst
nákvæmlega hversu mikið magn
um er að ræða. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins var klúðurslega
staðið að innflutningnum. Talið er
að götuvirði efnisins sé mest nær
milljarði.
Stórfellt smygl
„Það hefur öðru eins magni ver-
ið smyglað til landsins," fullyrti fyrr-
verandi hasssmyglarinn en hann
vildi ekki koma fram undir nafni
en hann stundar löglegan rekstur í
dag.
Hann sagði smyglaðferðina yfir-
leitt þá að Hollendingur eða erlend-
ur maður komi með efnin til lands-
ins. Séu þau falin í húsbíl eru þau
yfirleitt í loftinu á honum. Astæð-
an er sú að þá eigi fíkniefnahund-
ar erfiðara með að finna lyktina. Þá
segir hann að smyglarinn noti efni
sem eru borin á dekk nokkurra bíla
til þess að afvegaleiða hundana.
Komist smyglarinn í gegnum toll-
inn er ferðaplanið yfirleitt Akureyri
eða Mývamssveit þar sem bifreiðin
er síðan affermd. Þegar hann var
spurður hvort hassfundurinn væri
ekki reiðarslag fyrir fíkniefnaheim-
inn sagði hann svo ekki vera. Nóg
sé til af kannabis á fslandi. Það er
ræktað um allt land.
Keyptu efnin ódýrt
Samkvæmt heimasíðu SÁA
Ier götuverð á hassi hér á landi
2.110 krónur. Það þýðir að
. andvirðiefnannaerfráþrjú
hundruð upp í rúmlega
*. fjögur hundruð milljón-
■ ir. Aftur á móti er það al-
W kunnugt innan fíkniefna-
W heimsins að drýgja efnin
P en kunnugir segja að hægt
sé að tvöfalda upphæðina
þannig að hún sé nær millj-
arði í götusölu. Þegar rætt
var við menn sem þekkja til
ffkniefnasölu vilja þeir meina
að smyglarinn hafi að öllum lík-
indum keypt efnin miklu ódýrara
í Hollandi. Þegar þeir voru spurðir
hversu há sú upphæð væri giskuðu
þeir á að smyglarinn hefði borg-
að frá tólf upp í tuttugu og fjórar
milljónir. Þegar spurt var hversu
lengi fíkniefnasalar væru að selja
slíkt magn á götum borgarinnar
sögðu þeir það taka örstuttan tíma.
Hálft ár giskaði einn á og benti á
að markaður fyrir hass á Islandi sé
gríðarlega stór.
Ólíklegur höfuðpaur
Flesmm ber saman
um að Hollendingur-
inn sem var handtek- ÍUBBB
innséekkihöfuðpaur- j [j fj fl f} n fl fl F1Í1 B Q U U U
ólíklegt að erlendir menn komi
með svona mikið magn til lands-
ins án þess að þekkja vel til fíkni-
efnamarkaðarins. Það er líklegt að
um sé að ræða íslenska einstakl-
inga sem hafa fjármagnað kaup
efnanna og skipulagt innflutning-
inn. Þegar DV ræddi við heimild-
armenn um hverjir hefðu burði til
þess að smygla svo miklu magni
efna inn til landsins fengust þau
svör að fjölmargir hefðu getað
framkvæmt glæpinn. En allir voru
sammála um að þetta væri ekki
fýrsti innflutningur smyglarans.
Heimskulegt smygl
Af þeim sem rætt var við voru
flestir sammála um að hasssmygl-
ið væri beinlínis heimskulegt. Þeir
sögðu að magnið væri of mikið til
þess að flytja með húsbíl með Nor-
rænu. Bent var á að mikil lykt sé af
hassi og sagði einn að ferjan hlyti
að hafa angað af framandi keimi.
Annar sagði að til væru einfaldari
innflutningsleiðir sem væru einn-
ig hættuminni. Benti hann á Pól-
stjörnumálið í því samhengi þar
sem smyglarar komu með efnin
á skútu. Hann sagði að þótt þeir
hefðu náðst á sínum tíma væri leið-
in góð. Því bar heimildarmönnum
saman um að sá sem stæði á bak
við smyglið væri ekki mjög skyn-
samur glæpamaður.
Seinir í hassleit
Á þriðjudagsmorgun bárust
fréttir um að níu hundruð manns
biðu í Norrænu á Seyðisfirði þar
sem beðið var eftir tollgæslu-
mönnum. Ástæðan var sú að
ferjan var of snemma á ferð
inni.
„Það voru eng-
in tengsl á milli
seinkunar
°g
jií “
fíkniefnafundarins," sagði Óskar
þegar hann var spurður um tilurð
seinkunarinnar. Hann sagði það
alltaf hafa legið fyrir að ferðamenn
kæmust ekki frá borði fyrr en um
hádegisbilið. Þetta rímar illa við
það sem mbl.is hélt fram í gær en
þar var haft eftir ónafngreindri
heimild að það hafi ekki verið til-
viljun að efnin fundust.
Vandlega falin
„Þetta var bara hefðbundin toll-
afgreiðsla," segir Óskar um hass-
fúndinn en fíkniefnahundar urðu
varir við að eitthvað af dópi væri
falið í bflnum. Síðan var leitað í
honum. Óskar vildi ekki segja hvar
efnin hefðu verið falin í bflnum en
fullyrti að þau hefðu verið vand-
lega falin.
Eftir að efnin fundust komu
rannsóknarlögreglumenn til Seyð-
isfj arðar og fóru með þau til Reykja-
víkur í gærdag. Hollendingurinn
var síðan fluttur með farþegaflug-
vél síðdegis í gær til höfuðborgar-
innar en til stóð að yfirheyra hann
í gærkvöldi.
Rannsókn er á fr umstigi og verst
lögreglan allra frétta.
iUfluuiiunuo
mn í málinu.
verður að
teljast
Það
SMYRIL-UNE
„Aðferðin er þekkt," sagði einstakl-
ingur sem hefur smyglað hassi til
landsins um þau tæpu tvö hundruð
kfló sem lögreglan og tollgæslan á
Seyðisfirði lögðu hald á síðastliðinn
þriðjudag. Efnin fundust í húsbfl og
var Hollendingur á miðjum aldri
handtekinn í kjölfarið. Hann var
hnepptur í gæsluvarðhald til 9. júlí.
Mikil leynd hvílir yfir rannsókn
málsins en lögreglan varðist allra
frétta í gær. Um er að ræða mesta
magn af hassi sem hefur verið hald-
lagt hér á landi en lögreglan
Gríðarlegt magn Lögreglan lagði hald
á gríðarlegt magn af hassi á þriðjudaginn
en talið er að magnið metti hassmarkað-
inn á Islandi í hálft ár.
VALUR GRETTISSON
bladamaöur skrifar: valur(g»dv.is
Engin óeðlileg hagsmunatengsl