Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 12. JÚNl 2008
Fréttir DV
Nú er augljóst hverjir koma til meö að
berjast um embætti forseta Bandaríkj-
anna í komandi kosningum. Margt hef-
ur verið skrifað um þá Barack Obama
frambjóðanda demókrata, og John
McCain. frambjóðanda repúblikana, og
því ekki úr vegi að skoða nánar konurn
ar að baki mönnunum.
æsÉfips ■.,
Eiginkonur frambjóðendanna í
forsetakosningunum í Bandaríkj-
unum eiga ekki margt sameigin-
legt. Bakgrunnur þeirra er ólík-
ur og fátt sameiginlegt með þeim
jarðvegi sem einkenndi upp-
vöxt þeirra. En eitt eiga Michelle
Obama og Cindy McCain sam-
merkt og það er ímigustur á hörku
bandaríslöra stjórnmála, og báðar
reyndu, án árangurs, að telja eig-
inmenn sína ofan af því að keppa
um forsetaembættið. Einnig eru
þær þekktar fyrir fágaðan stíl sem
varpað hefur ákveðnum glans á
baráttu eiginmanna þeirra.
Cindy, eiginkona Johns
McCain, og Michelle, eiginkona
Baracks Obama, hafa báðar prýtt
síður tískutímarita og í síðasta
tölublaði Vogue sat Cindy fyrir
íklædd gallabuxum af stærð sem
kennd er við tölustaflnn 0, hvort
sem það er hrós eða ekki. Michelle
hefiir orðið þess heiðurs aðnjót-
andi að vera líkt við fyrrverandi
forsetafrú, Jacqueline Kennedy,
og hlaut mikið hrós fyrir blárauð-
an klæðnað sem hún klæddist við
sigurhátíð eiginmanns síns. En í
leit að fleiru sem þær eiga sameig-
inlegt er annars ekki um auðugan
garð að gresja.
Úr verkamannastétt
Sagt er að allar ungar stúlkur
dreymi um að verða prinsessur
þegar þær stækka, en sennilega
var ekld margt sem gaf ástæðu
til að ætla að Michelle yrði hugs-
anlega fyrsta þeldökka forseta-
frú Bandaríkjanna. Hún ólst upp
hjá foreldrum sínum í suðurhluta
Chicago, en sá hluti er að mestu
byggður fólki úr iðnaðar- eða
verkamannastétt.
Michelle Obama er fjörutíu
og fjögurra ára, lögffæðingur frá
Princeton og Harvard. f fram-
boðsherferð eiginmanns síns hef-
ur Michelle oft og tíðum ýjað að
stöðu sinni sem vinnandi móð-
ir, en nýlega gaf hún frá sér fram-
kvæmdastjórastarf á sjúkrahúsi,
svo hún gæti sinnt uppeídi tveggja
dætra sinna og stutt eiginmann-
inn í því pólitíska vafstri sem ffarn
undan er hjá honum. Sagt er að af
Michelle Obama stafi sjálfsöryggi
og hún er talin afbragðs ræðu-
maður, en sú tilhneiging henn-
ar að segja það sem henni dettur
í hug heftir stundum orðið tilefni
gagnrýni.
Cindy McCain er fullkomin
andstæða Michelle þegar horft
er til sviðsljóssins. Cindy, sem er
fimmtíu og fjögurra ára og átján
árum yngri en eiginmaður hennar,
er hlédræg og líður engan veginn
eins vel í sviðsljósinu og Michelle,
stallsystur hennar.
Allsnægtir í æsku
Cindy McCain er bandarísk
í húð og hár. Hún er bláeyg, fyrr-
verandi kúrekasýningardrottning
og klappstýra, með meistaragráðu
frá Háskóla Suður-Kaliforníu. Hún
ólst upp við allsnægtir og auðlegð
í Phoenix og er erfingi að Hensley
& Co, einu stærsta dreifingarfyrir-
tæki Bandaríkjanna fyrir bjórris-
ann Anheuser-Busch, sem meðal
annars bruggar Budweiser-bjór-
inn. CindyMcCainerekkiáflæðis-
keri stödd og samkvæmt skatt-
ffamtali þénaði hún sem nemur
rúmum fjögur hundruð og sextíu
milljónum króna árið 2006.
Cindy hefur alið upp fjögur
börn, þar á meðal Bridget, sex-
tán ára stúlku sem hún ættleiddi
frá munaðarleysingjahæli móður
Teresu í Bangladess, en Cindy hef-
ur látið sig góðgerðarmál miklu
varða og ferðast víða um heim til
að sinna því hugðarefni. 1 augum
margra tilheyrir Cindy McCain
hópi hefðbundinna forsetaffúa á
borð við Nancy Reagan og Láru
Bush. „Hún er mótuð í form hefð-
bundinnar eiginkonu frambjóð-
anda í framboðsbaráttu," sagði
Heimsins feitasti í hjónaband
Manuel Uribe vó meira en hálft
tonn þegar hann komst í Heims-
metabók Guinness. Hann er fjöru-
tíu og þriggja ára og hefur misst
tvö hundruð og fimmtíu kíló, en
betur má ef duga skal því hann
áformar að ganga í það heilaga og
á þá ósk heitasta að geta gengið
inn kirkjugólfið.
Manuel Uribe vegur enn um þrjú
hundruð og tuttugu kíló og ver
öllum sínum tíma í rúminu, ein-
faldlega vegna þess að hann á
ekki annars kost. Uribe og hans
heittelskaða hafa þekkst í fjögur
ár og eru afar ástfangin. „I augum
Guðs erum við gift nú þegar," sagði
Manuel Uribe.
Það er þó mat þeirra
sem til þekkja að
hún vasist ekki mikið í
stefnumálum Baracks,
en sé trúnaðarmaður
sem haldi honum
ajorðmm.
Calvin Jillson, sem hefur sérhæft sig
í stjórnmálavísindum. Jillson sagði
að Cindy væri með sína eigin útgáfu
af „augnatilliti Nancy Reagan" sem
Refsinornir Bills Clinton snúa aftur í netheimum:
Hafna samsæriskenningum
Gennifer Flowers og Paula Jones
eiga það sameiginlegt að tengjast
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja-
forseta. Þær urðu heimsfrægar upp
úr 1990 þegar þær upplýstu banda-
rísku þjóðina og reyndar heims-
byggðina alla um kynferðislegt sam-
band sem þær höfðu átt við Clinton
þegar hann var ríkisstjóri Arkansas
og forsetaefni Demókrataflokksins.
Þessar refsinornir sem hafa vom-
að yfir Clinton sem skuggi í mörg ár
hafa nú stillt saman strengi sína og
hleypt af stokkunum vefsíðu þar
sem áhugasömum gefst tækifæri
til að sjá þær rifja upp kynni sín af
Bill. En dýrt er drottins orðið og til
að fá nasasjón af endurminningum
þeirra þarf að reiða af hendi upp-
neitaði boðaði hún til blaðamanna-
fundar og spilaði upptökur máli
sínu til stuðnings. Það var ekki fyrr
en að mörgum árum liðnum sem
Bill viðurkenndi að hafa staðið f
kynferðislegu sambandi við hana.
Ekkert sem fram kemur á síðu
stallsystranna getur talist nýjar upp-
lýsingar, en upprifjun málanna, og
tímasetning vefsíðunnar, gæti haft
áhrif í ljósi þess að fram undan eru
forsetakosningar. f einu myndskeiði
á síðunni spyr Paula Jones Genni-
fer Flowers: „Ég hefverið sökuð um
að vera hluti af samsæri hægri afla.
Ert þú það?" og Gennifer svarar að
bragði: „Nei, það er ég ekki." Hvort
þær eiga eftir að verða ríkar á uppá-
tækinu verður tíminn að leiða í ljós.
KLAPPSTYRA GEGN
■
■
Paula Jones
(t.v.) og
Gennifer
Flowers Hafa
snúið bökum
saman og rifja
upp kynni sín
af Bill Clinton.
hæð sem nemur rúmum eitt þús-
und krónum.
Paula Jones sakaði Bill Clinton
um að hafa beitt hana kynferðislegri
áreitni 1991, en þá voru þrjú ár lið-
in frá því að atvikið átti sér stað. Bill
neitaði staðfastlega sök og samdi
við hana áður en málið komst fyrir
dómstóla. Sannanir sem lögfræð-
ingar Paulu höfðu undir höndum
leiddu síðar til hneykslisins sem
umlék samband Bills við lærlinginn
Monicu Lewinsky.
Gennifer Flowers fullyrti 1992
að hún og Bill hefðu átt í ástarsam-
bandi um tólf ára skeið. Þegar Bill
var eins konar vörumerki eiginkonu
Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna.
Jafningi eiginmanns síns
Calvin Jillson sagði að hjónaband
Michelle og Baracks Obama bæri þau
merki að þau hefðu verið jafningjar
að meira eða minna leyti og það væri
ekki í anda hefðarinnar. En Bandaríkin
hafa þó áður státað af óhefðbundnum
forsetafrúm. Nægir þar að nefna Rosa-
lynn Carter, eiginkonu hnetubónd-
ans Jimmy, en hún sat ríkisstjórnar-
fundi. Önnur er að sjálfsögðu Hillary
Clinton, sem nýlega lýsti sig sigraða í
baráttunni við Barack Obama, en Bill
setti hana yfir verkefnahóp sem sneri
að heilsugæslu. Michelle Obama hitti
eiginmann sinn gegnum vinnu sína
sem fyrirtækjalögfræðingur og er nán-
asti ráðgjafi hans. Það er þó mat þeirra
sem til þekkja að hún vasist ekki mikið
í stefnumálum Baracks, en sé trúnað-
armaður sem haldi honum á jörðinni.
Eigi að síður hefur hún skapað sér
ímynd sem ákveðinn verkefnisstjóri.
Eitt af því sem Barack tönnlaðist á í
kosningabaráttunni var að eiginkona
hans minnti hann reglulega á að hann
væri „ekki fullkominn maður". Að auki
benti hann eitt sinn á að spurningu
Er meira í anda hefðbundinna
forsetafrúa í Bandaríkjunum.