Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. JÚNf 2008
BlLAR DV
HIN NYJA GERÐ AUDI A4 Er stærri
en áður og mjög líkA6-geröinni í
útliti. Ljósarööin undir aðalljósunum
eru dagljósin -14 Ijósadíóður ísveig.
Helmingur allra Audi-bfla sem
framleiddir eru er Audi A4. Það er því
dagljóst að þessi bfll hefur hitt rækilega
í mark. Audi A4 er millistærðarfólksbfll
og samkeppnin í þessum stærðarflokki
er hörð. Af beinum keppinautum A4
má nefna BMW 3 línuna og C-línu Mer-
cedes Benz. Audi er eins og þessir tveir
íyrrnefndu, einskonar lúxusflokkur
innan millistærðarflokksins. Af öðrum
bílum af svipaðri stærð má svo nefna
Ford Mondeo, Volkswagen Passat og
Skoda Octavia þannig að neytendur
hafa úr mörgum góðum kostum að
velja í þessum stærðarflokki.
Hin nýja uppfærsla á Audi A4 sem
við reynsluókum í síðustu viku er af-
skaplega þægilegur og vandaður bfll.
Reynsluakstursbíllinn var með 1,8
lítra túrbínubensínvél sem er bæði
sparneytin og öflug. Eftirtektarvert er
hversu vinnsla hennar er jöfn og góð
og aflið er tiltækt hvenær sem er án
nokkurs minnsta hiks. Þá er hann gír-
aður þannig að á 90 km þjóðvegahraða
er vélin nánast á hægagangi (cal200
sn./ mín.) og eldsneytiseyðslan mjög
hófleg. Undirvagn bflsins er vel stinn-
ur þannig að í akstri virkar bfllinn mjög
trausdegur og með pottþétta og við-
ráðanlega aksturseiginleika. Hljóðein-
angrun er með því besta sem gerist
í boði. Öflugasta dísilvélin er líka V6.
Hún er 237 hö. En ef menn þurfa ekki
öll þessi 237 dísilhestöfl er í boði 187
ha. 3,0 V6 dísilvél og loks nýjasta gerð
2,0 1 TDI dísilvélarinnar frá VW. Hún
fæst bæði í 141 og 170 hestafla útgáf-
um. Væntanleg er svo á næsta ári ný
dísilvél sem er 120 hö. sem gefur frá sér
allt að 120 grömm af kolefni á hvem
kflómetra - semsé það umhverfismild
að Audi A4 með þeirri vél ættí að fá ftítt
í stöðumæla í miðborg Reykjavíkur.
Reynsluakstursbfllinnvarmeð stíg-
lausri CVT-sjálfskiptingu en fáanleg-
ir em einnig sex gíra handskiptur gír-
kassi og sjö gíra DSG-sjálfskiptígírkassi.
Við öflugustu dísilvélina fæst einungis
handskipting.
Gott pláss
Hinn nýi A4 er rúmgóður og sagður
með rúmbestu bílum í sínum stærðar-
flokki en geta verður þess að hann er
líka einn sá stærsti um sig í flokknum
og hátt í 12 cm lengri en sá A4 sem
hann leysir af hólmi. Það em sérstak-
lega afítursætisfarþegarnir sem njóta
góðs af stækkuninni því þar er fótarými
ágætt og sömuleiðis rými fýrir höfuð og
herðar. Farangursrýmið er mjög gott.
Rúmtak þess er 480 lítrar.
Um tvær meginútfærslur í innrétt-
ingum og búnaði er að velja í milli. Bfll-
inn sjálfur hefur hlotíð fimm stjömur í
EuroNCAP-árekstursprófi og er með
ágætum öryggisbúnaði fýrir fullorðna
og börn. Fimm loftpúðar og hinn lífs-
nauðsynlegi ESC-skrikvarnarbúnaður
er staðalbúnaður. Reynslubfllinn var
því til viðbótar með skynjurum í fram-
og afturstuðurum sem gefa frá sér hljóð
þegar smtt er í að keyra utan í eða á
hluti í næsta umhverfi. Loks var í hon-
um leðurinnrétting, B&O-hljóðkerfi og
sjálfvirk hita/kælikerfi með sérstilling-
um fýrir hvort framsætí um sig. Mikið
úrval ýmiss annars þægindabúnaðar
er síðan fáanlegt, m.a. upphimð og/
eða kæld framsætí.
SÁ.
EKKERT VANTAR - ENGU ER OFAUKIÐ Allt yflrbragð
bllsins er meö einkennum látlauss virðuleika.
SKOTTIÐ ER MJÖG STÓRT
Rúmtak þess er 480 lltrar.
DV-myndirStefán Ásgrtmsson
þannig að sáralítíð vélarhljóð heyrist
inn í bflinn. I akstri heyrist aðeins smá
hjólahvinur en ekkert vindgnauð, hvað
þá skrölt.
10 vélargerðir
Hægt er að fá Audi A4 nánast klæð-
skerasaumaðan eftir sínu höfði hvað
varðar búnað hverskonar. Þannig er úr
hvorki meira né minna en 10 gerðum
véla að velja og er sú minnsta þó 120
hestöfl og sú öflugasta 261 ha. Reyslu-
akstursbfllinn var með þeirri næst-
minnsm. Hún er bensínvél, 1,8 1 að
rúmtaki, með túrbínu og aflið er 160
hö. og fínni vinnslu sem fýrr er sagt.
Þeir sem vilja meira en það (sem er
óþarfi) geta fengið 2,01 Golf GTi vélina
sem er 208 hö. eða þá 3,2 1V6 261 ha.
vél sem er sú öflugasta af bensínvélum
INNRÉTTING Á skjánum fyrir miðju
mælaborði sést hversu langt er I að keyia á
hluti (umhverfinu. Hljóömerki heyrist
þega r styttist í þaö. Mæla borðiö er a nna rs,
eins og innréttingin öll, vandaðog með
y yfirbragði látleysis og virðuleika.
'4
NIÐURSTAÐA
+ Rúmgóður og sparneytinn iúxusbíll
i millistærðarflokki.
-Talsvert dýr.
Audi A4 1,8T
Verð kr.: 4.560.000,-
Lengd/breidd/hæð í cm:
470,3/182,6/142,7’
Þyngd tilb. til aksturs: 1.450 kg
Vél: 4 strokka túrbínubensínvél,
1.798 rúmcm
Afl: 160 hö./ 4500-6200 sn. mín.
Vinnsla: 250 Nm / 1.500-4500 sn.
mín.
Gírkassi: Stiglausitölvustýrð CVT
skipting með sportstillingu.
Viðbragð 0-100:8,6 sek.
Hámarkshraði: 218 km/klst.
Eldsneytiseyðsla:
Þéttbýli 9,71/100 km
Langkeyrsla 5,81/100 km
Bl, akstur 7,21/100 km
C02 útblástur: 172 g / km
Farangursrými: 480 lítrar
Hámarksþyngd vagns: 1500 kg