Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 12.JÚNf2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dvis FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, janus@dv.ls FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.ls AUGLÝSINGASTJÓRl: Ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is DV A NETÍNU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 70 40. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Drelfing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaösins eru hljóðrituð. SAJVDKORN ■ Egill Helgason rekur sögu nátt- úruverndarmótmæla síðustu ára á bloggsíðu sinni. Hún felst í því aðþeireruá mótiöllum V " þungaiðn- aði og öllum virkjunum, þegar öOu er á bominn hvolft. Fyrst mátti ekki virkja á Eyja- bökkum og Kárahnjúkar valdir í staðinn, enda þótti umverf- ið þar síst markvert, samkvæmt grein Hjörleifs Guttormssonar í Arbók Ferðafélagsins. Síðan varð líka ómögulegt að virkja við Kárahnjúka. Nýja töfraorðið varð jarðvarmavirkjanir. En það er líka orðið ómögulegt, eins og sést á mótmælum gegn Bitruvirkjun. Aðdáun útlendinga á náttúm- vænum virkjunum hérlendis linnir þó ekki. ■ Athygli vakti á dögunum að Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra úr Samfylking- unni, skyldi hafa tekið skóflu- stungu fyrir álverinu í Helguvík. Flestum er í fersku minni að Sam- fylkingin hét stóriðjustoppi fyrir kosningarnar 2007, eða eins og það var orðað í opinberri stefnu- yfirlýsingu: Að slá ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þar til heildaryfirsýn fæst yfir helstu náttúruperlur fslands o.sfrv. Björgvini G. verður þó lík- lega að fyrirgefa að hann skyldi ekki meta umhverfið í Helguvík sem helsm náttúmperlu landsins. ■ Dofri Hcrmannsson leikari er líklega harðasti náttúruverndar- sinninn í Samfylkingunni. Hann lýsir opinberlega yfir sárum vonbrigðum með skóflustungu Björgvins G. Sigurðssonar, þótt hannnefni « hann ekki á 1 nafn í blogg- ' ^ færslusinni. Dofri er hins vegar efa- semdamaður og ætlar að láta Björgvin njóta vafans. „Kannski var einhverju laumað í kaffið hans," skrifar hann. Öðrum þykir sennilegt að Björgvin hafi drukkið „fair trade" kaffi. ■ Gríðarlegar væntingar voru gerðar til Kára Stefánssonar og félaga um framtíðarhagnað þegar deCODE kom inn í kaup- höllina í New York, verðlagt á 29 dollara fyrir hvern hlut. Segja má að nú séum við í framtíðinni og ekki fór sem á horfðist. De- CODE fór í gær undir 90 sent á hlut, eða 3% af upphaflegu virði. Þeir hljóta nú að klóra sér í hausnum, íslensku viðskiptasérfræðingarnir sem sögðu að það væri meiri áhætta fólgin í því að fjáfesta ekki í de- CODE en að fjárfesta. LEIÐARI Lúðvík á heiður skilinn REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformað- ur Samfylkingar, er maður sem stendur við sannfæringu sína. Hann hefur sagt að nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að rannsaka aðdraganda Baugsmálsins og fram- vindu þess. Þingflokksformaðurinn talar hreint út en lætur ekki stjórnast af því að flokkur hans er í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem ber stærsta ábyrgð á dómstólum og lög- reglu á því tímabili sem málið stóð yfir. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingar, hefur aftur á móti haft sig lítið í frammi þótt hún hafi á sínum tíma haldið tvær Borgar- nesræður um einelti lögreglu og kallað yfir sig reiði Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráð- herra. Nú er hún Ingibjörg Sólrún þögnuð og tekur völdin fram yflr heiðarleikann og lætur þögnina umlykja spillinguna. Innan Sjálfstæð- isflokksins ríkir líka ákveðin þögn þótt mörgum góðum flokksmanninum blöskri framgangan og hinn pólitíski þáttur Baugsmálsins. Sjaldgæft er að stjórnmálamaður sýni slíkt hreinlyndi eins og Lúðvík gerir og ýti til hliðar „Nú er Itiín lngibjörg Sólrún þögnuð". þeirri meðvirkni sem gjarnan lit- ar stjórnmálamenn í samstarfi. Lúðvík hefur áður stigið á tær samstarfsflokksins með kröfu sinni um að embætti ríkislög- reglustjóra verði skorið nið- ur. Það bákn er fyrir löngu komið út yflr allan þjófabálk og embættinu þar að auki stýrt með vafasömum hætti. Baugsmálið er rakið til þess að ríkislögreglustjóri hafi haft manískan áhuga á að koma höggi á einstaklinga. Nærtækt er að ætla að það sé til þess að koma sér vel við þá sem stjórna landinu. Þannig hefur embættið farið fram af offorsi og hundelt einstaklinga með þeirri niðurstöðu dómstóla að sakir séu óverulegar. Lúðvík Bergvins- son er einn örfárra stjórnmálamanna sem þora að tala hreint út. Fyrir það á hann heiður skilinn. Eins og sönnum framsóknar- manni sæmir gladdist Svart- höfði yfir fréttum gærdagsins um að lögregla hefði gert upptæk um það bil 200 kíló af hassi í Norrænu. Svarthöfði er nefnilega fylgjandi öll- um hugsanlegum innflumingshöft- um sem slá skjaldborg um íslenskan landbúnað. Nú veður Svarthöfði ekki í villu og reyk og ætlaði sér ekki að eyða sumrinu fyrir framan tölvuna í bláum skugga að spila-ofbeldistölvuleikmn Grand Theft Auto 4. Svarthöfði fylg- ist hins vegar vel með hinum ýmsu sveiflum tilverunnar og hafði ekki gert sér grein fyrir því að slíkur þurrkur væri á íslenkum grasmarkaði að hing- að þyrfti að flytja með hraði 200 kíló af stöffi. Svarthöfði hélt að íslendingar væru löngu orðnir sjálfbær- ir í grasframleiðslu og hefur heyrt því fleygt í skuggafegum hópi manna að íslensk framleiðsla sé svo miklu betri en sú innflutta og í raun ætti því að snúa dæminu við og flytja hreinlega íslenska grasið sem sprettur í gróðurhúsum á Suður- landi til útlanda og lyfta reykmenn- ingunni þar á æðra plan. í þessum sama félagsskap var Svarthöfða einu sinni sögð flökkusaga af sýruhaus, spíttfíkli og hasshaus sem ráðgerðu bankarán. Sýruhausinn vildi svífa inn í bankann á regnbogalitu skýi og dansa með peningunum út í sól- skinið. Amfetamíndólgurinn vildi hins vegar vopnbúast, ryðjast inn í bankann með ofbeldi og helst koma nokkrum fyrir kattarnef áður en stungið yrði af með þýfið. Hasshaus- inn hafði það helst til málanna að leggja að þetta væru hinar fínustu til- lögur en væri samt ekki best að gera þetta bara á morgun? Grasið ku nefnilega hafa býsna róandi áhrif á ærslabelgi og því finnst vart betri staður fyrir þessi 200 kíló en einmitt geymslur lögreglunnar en á þeim bænum hafa menn verið fullæstir undanfarið og farið hamförum með hnúum, hnefum og piparúða. Svarthöfði hefúr ekki trú á því að nokkur muni gera athuga- semd við það þótt upptæku heysát- urnar muni rýrna um nokkur grömm hjá löggunni ef þeir æstustu róist eitt- hvað fyrir vikið. Annars veldur heyskaði á ólöglegum grasökrum Svart- höfða engum áhyggjum en honum svelgdist hins vegar á kam- illuteinu sínu þegar hann frétti af því að nafni hans, sem þekktast- ur er fyrir að sveifla geislasverði, hafi blandað geði við hátimbr- aða íslenska presta sem voru að skunda á fund til þess að ræða sín innri mál. Svarthöfði hefur lengi haft þungar áhyggjur af andlegu ástandi þjóðkirkjunnar og fannst illt að hinn vondi Svarthöfði skyldi valda klerkunum ótímabæru hug- arangri. Um nóg hefur blessað fólkið að hugsa annað en geim- glæpona sem fyfla flokk vantrúaðra sem vilja grafa undan kristilegu siðgæði í landinu. Slíkar hugmynd- ir telja Svarthöfði og aðrir fram- sóknarmenn stórhættulegar og síst til þess faflnar að efla þjóðarhag. Eins og haftastefnan í landbúnaði gerir óumdeilanlega. Vérst af öllu finnst þó Svart- höfða að þessi belgingur í hinum Svarthöfðanum er fyrst og fremst fallinn til þess að stuðla á vantrú á hinum eina sanna Svarthöfða, sem er ég. Svarthöfði hefur í gegnum árin lagt sig fram um að vera trúverðugur vinur sem til vamms segir. Samfélagsrýnir með hjartað á réttum stað og flytur heimsósómaræður sínar innblás- inn af trú á hið góða í lífinu. Þessi svarti skrattakollur sem hrelldi prestana er Svarthöfða alls ótengd- ur. Bara svo það sé á hreinu. SVARTHÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTU\i\AR EYLÍilST l»Ú MEI) i:m í FÓTIÍOLTA? „Nei, ég fylgist ekki með fótbolta." Karl Stefánsson, 67 ára, vinnur á bensínstöð „Nei, ég fylgist ekkert sjálf með en mamma mín gerir það og því veit ég að Svíþjóð vann Grikkland. Ég held ekki með neinu liði en ég vona samt að Svíar vinni mótið." Særún Ingimundardóttir, 48 ára, vinnur á Select „Ég fylgist með því eins og ég get. Ég er reyndar að byggja og við reynum því að horfa á það sem við náum. Ég veit ekki hvort ég á að þora að viðurkenna að ég haldi með ftölum, því flestir eru á því að þeir spili leiðinlegan fótbolta. Ég held líka með Hollending- um og vona að þeir vinni." Sigríður Vigfúsdóttir, 39 ára, vinnur við umönnunarstörf „Stundum. En ég held ekki með neinu sérstöku liði og veit ekki hver á eftir að vinna." Anna María Hrafnsdóttir, 14 ára, vinnur í bakaríi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.