Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 6
P E N I N G A M Á L 2 0 1 2 • 1 6 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM • Stýrivextir á evrusvæðinu hafa í tvígang verið lækkaðir frá útgáfu síðustu Peningamála og hefur sú hækkun sem átti sér stað fyrr á árinu 2011 nú að fullu gengið til baka. Í kjölfarið fylgdi mikil vaxtalækkun danska seðlabankans og eru stýrivextir þar í landi nú í fyrsta sinn lægri en á evrusvæðinu. Víða annars staðar hafa vextir verið lækkaðir á undanförnum mánuðum t.d. á hinum Norðurlöndunum og í allmörgum nýmarkaðsríkjum. • Verulega tók að hægja á vexti alþjóðaviðskipta á seinni hluta síðasta árs. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa nú lækkað spár sínar um vöxt alþjóðaviðskipta á þessu og næsta ári. Í uppfærðri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands hafi aukist um 4,8% á síðasta ári en að aukningin verði 2,9% á þessu ári, sem er aðeins lægra en gert var ráð fyrir í síðustu spá. • Hrávöruverð hélt áfram að lækka undir lok síðasta árs en virðist hafa náð lágmarki um miðjan desember. Heildarlækkunin á síðasta ársfjórðungi í fyrra varð nokkru meiri en gert var ráð fyrir í nóvem- berspá Seðlabankans. Þrátt fyrir nokkra hækkun hrávöruverðs það sem af er þessu ári er nú gert ráð fyrir lægra verði í ár en áætlað var í síðustu Peningamálum. Hins vegar er gert ráð fyrir heldur minni verðlækkun á hráolíu í ár. • Útlit er fyrir að verðlag helstu útflutningsafurða Íslands verði nokkru lakara á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála. Áætlað er að álverð verði um 7% lægra að meðaltali á þessu ári en í fyrra en í nóvemberspánni var gert ráð fyrir að álverð yrði tæplega 2% hærra á þessu ári. Reiknað er með að verð á sjávarafurðum í erlendum gjaldmiðlum haldi áfram að hækka á árinu en að hækk- unin nemi 4% í stað rúmlega 6% í síðustu spá Peningamála. • Viðskiptakjör vöru og þjónustu reyndust nokkru verri á síðasta ári en spáð var í nóvember, en það endurspeglar að mestu leyti meiri hækkun innflutningsverðlags á þriðja ársfjórðungi og lækkun ál- verðs á síðasta fjórðungi ársins. Horfur hafa einnig versnað fyrir þetta ár, þótt áfram sé gert ráð fyrir viðskiptakjarabata fyrir tilstilli verðhækkunar sjávarafurða og verðlækkunar hrávöru og olíu. Horfur til næstu tveggja ára eru svipaðar og í nóvember. • Áætlað er að útflutningur vöru og þjónustu hafi aukist um 3,3% í fyrra frá árinu á undan, en í síðustu spá var gert ráð fyrir 2,5% vexti. Vöxtur umfram spá skýrist einkum af meiri vexti útfluttrar þjónustu en bráðabirgðatölur höfðu gefið til kynna, sérstaklega á öðrum ársfjórðungi. Horfur um útflutning á þessu ári hafa einnig vænkast, einkum vegna meiri útflutnings sjávarafurða. • Töluverður afgangur varð á vöru- og þjónustuviðskiptum á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs. Gert er ráð fyrir að afgangurinn á árinu í heild hafi numið 8½% af landsframleiðslu, sem er minni afgangur en spáð var í nóvember og skýrist einkum af verri við- skiptakjörum á seinni hluta ársins og auknum innflutningi á fjórða ársfjórðungi. Halli á þáttatekjujöfnuði er hins vegar áætlaður nokkru minni á árinu en gert var ráð fyrir í nóvember, einkum Heimild: Consensus Forecasts. % Mynd 3 Hagvaxtarspár fyrir árið 2012 Maíspá 2011 Septemberspá 2011 Nóvemberspá 2011 Janúarspá 2012 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 JapanBandaríkinBretlandEvrusvæðið 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 4 Þróun útflutnings (án flugvéla og skipa) og framlag undirliða hans 2000-20141 Útflutningur vöru (án flugvéla og skipa) og þjónustu Sjávarafurðir Ál Þjónusta Annar vöruútflutningur (án flugvéla og skipa) -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Mynd 5 Viðskiptajöfnuður 2000-20141 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð og Actavis Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.