Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.02.2012, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 2 • 1 9 • Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi reyndist í góðu samræmi við spá Seðlabankans frá því í nóvember en þá var gert ráð fyrir 4,9% árshagvexti. Þegar litið er til fyrstu þriggja fjórðunga ársins var þrótturinn í þjóðarbúskapnum þó heldur meiri en spáð var í nóvember þegar spáð var 3,2% vexti en reyndin varð 3,7%. • Einkaneysla jókst um 1,1% milli fjórðunga á þriðja fjórðungi (árstíðarleiðrétt). Það er meira en áætlað var í nóvemberútgáfu Peningamála, en þar var spáð 0,6% vexti. Milli ára var frávik spárinnar talsvert meira, en það endurspeglar að verulegu leyti endurskoðun á tölum fyrir fyrstu tvo ársfjórðunga samhliða birtingu þjóðhagsreikninga í desember. Vöxtur einkaneyslu á fyrri hluta ársins var talsvert meiri en áður var talið samkvæmt endur- skoðuðum tölum og í raun nærri því sem spáð var í ágústhefti Peningamála. • Einkaneysla hefur verið einn helsti drifkraftur efnahagsbatans á undanförnum fjórðungum. Reiknað er með að svo verði áfram, þótt gert sé ráð fyrir hægari vexti en var á síðasta ári, þar sem áhrif tímabundinna aðgerða er ýta undir neyslu dvíni. Þess í stað verður einkaneysla næstu missera í auknum mæli drifin áfram af hærra atvinnustigi, vaxandi kaupmætti og auknum auð heimila, sem endurspegla lækkun skulda, hækkun eignaverðs og lækkun raunvaxta. • Spáð er að árstíðarleiðrétt einkaneysla hafi aukist um tæplega 2% á fjórða ársfjórðungi í fyrra frá fyrri fjórðungi og um 5% milli ára. Að baki þessari áætlun liggur þróun ýmissa vísbendinga á borð við greiðslukortaveltu, innflutning neysluvarnings og þróun smásölu. Nú er áætlað að einkaneysla hafi aukist um 4,5% á síðasta ári, sem er nokkru meira en spáð var í nóvember. Á spátímanum er áætlað að einkaneysla muni vaxa um 2½% að meðaltali á ári. Hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu verður þó áfram lágt í sögulegu samhengi. • Fyrstu áætlanir Hagstofunnar um samneyslu á fyrstu tveimur fjórðungum síðasta árs virtust benda til þess að mjög hefði slaknað á aðhaldi í ríkisfjármálum miðað við fyrri áform. Ekki var tekið fullt tillit til þessara vísbendinga í nóvemberspá Seðlabankans. Í endur- skoðuðum tölum Hagstofunnar sem birtust í desember reyndust útgjöld til samneyslunnar mun lægri og í samræmi við það sem vænst hafði verið í nóvemberspánni. Uppfærð spá fyrir samneyslu er því mjög áþekk nóvemberspá bankans. • Fjárlög voru samþykkt í desember og urðu nokkrar breytingar frá fjárlagafrumvarpinu sem lá til grundvallar nóvemberspá Seðlabankans. Heildarjöfnuður endanlegra fjárlaga var 3 ma.kr. lakari en í upphaflegu frumvarpi. Mest munar um að ekki var gengið jafn langt í aðhaldi launakostnaðar eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu eða sem nemur um 2,1 ma.kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður í ár verði 2,5% meiri en í fyrra. Í ljósi umsaminna launahækkana opinberra starfsmanna er ljóst að enn þarf að skera niður vinnumagn eigi þessi forsenda að Mynd 12 Þjóðhagsreikningar fyrstu þrjá ársfjórðunga 2011 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) 3. ársfjórðungur 2011 1.-3. ársfjórðungur 2011 -1 0 1 2 3 4 5 6 Landsframleiðsa Innflutningur Útflutningur Þjóðarútgjöld Fjárfesting Samneysla Einkaneysla Mynd 13 Einkaneysla og kaupmáttur ráðstöfunartekna 2000-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Kaupmáttur ráðstöfunartekna Einkaneysla Mynd 14 Þróun samneyslu að raun- og nafnvirði 1. ársfj. 1995 - 1. ársfj. 20151 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2011 - 1. ársfj. 2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 30 35 40 45 50 55 60 Ma.kr. Samneysla að nafnvirði - árstíðarleiðrétt (v. ás) Samneysla að raunvirði - árstíðarleiðrétt (h. ás) ‘15‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.