Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 4

Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 4
Kópavogur hlaut kaup-staðaréttindi 11. maí 1955 og þá voru íbúar 3.783. Í dag búa í Kópa- vogi tæplega 31.000 manns svo fjölgunin hefur verið gríðar- leg á þessu 56 árum. Fyrsta barnið sem fæddist eftir að kaupstaðaréttindin fengust og átti foreldra með búsetu í Kópa- vogi, fæddist 15. maí, Vilhelmína Þorvarðardóttir sem með sanni má því segja að sé fyrsti Kópa- vogsbúinn. Næsta barn fæd- dist svo ekki fyrr en undir lok maímánaðar svo hér er ólíku saman að jafna miðað við barns- fæðingar í dag í Kópavogi. Sigurður Tryggvason og Karl Finnbogason og konur þeirra fluttu í Kópavog 1946 frá Seyð- isfirði og keyptu lóð í Kópa- voginn sem hét Grasbýli og lá frá Kársnesbraut og upp Hafnar- fjarðarvegi. Síðan keypti Karl Sigurð út sem byggði á Borgar- holtsbrautinni en Karl byggði við sumarbústaðinn sem var fyrir á Grasbýli. 1949 kaupa Þorvarður faðir Vilhelmínu og hans kona helminginn af lóð Grasbýlis, byg- gja sér hús og hefja búskap. Lóð hússins var stór, náði m.a. yfir það svæði þar sem blokkirnar á Ásbrautinni standa í dag. ,,Þarna bjó fjölskyldan þegar ég fæðist 15. maí 1955, fjórða barna foreldra minna. Elsta systir mín Guðrún er fædd 1947, næst kom Helga 1949 og svo Margrét 1953 og svo fæddist bróðir minn Þor- varður Karl 1962, en hann býr enn í Kópavogi, og er að flytja inn á nýtt sambýli að Skjólbraut 1. Leiksvæðið var allt holtið og svæðið allt niður í fjöru, þarna voru ekki önnur hús en þau örfáu sem stóðu við Kársnesbrautina. Um 1960 koma jarðýtur og gröfur og byggingaframkvæmdir hefjast við fjölbýlishúsin á Ásbrautinni. Landið undir þær framkvæmdir var tekið eignarnámi. Þegar flutt var inn fjölgaði leiksystkinum mikið en ég var ein af mínum systkinum sem kynntist eitthvað krökkunum í Ásbrautarblokk- unum. Þar sem Huldubrautin í dag var fótboltavöllur og engin hús neðan við Kársnesbrautina fyrr en niður við Sæból þar sem blómaskáli Þórðar var og jólag- jafirnar voru keyptar og blóm á sunnudögum en niður við brúna var hænsnabú, og þangað vorum við oft send til að kaupa egg. Þá tíðkaðist ekki að borða kjúklinga. Þar sem Kársnesbrautin og Nýbýlavegur mætast og nú fer Hafnarfjarðarvegurinn á brú yfir, var Guðnabúð og síðan Gíslabúð þegar Guðni flutti út á Borgar- holtsbraut. Í Gíslabúð var allt til sem við þörfnuðumst þá en þá var þarna sérstök mjólkurbúð og síðan sjoppa sem var opin á kvöldin. Við hliðina á Gíslabúð var fiskbúð sem síðar breyttist í hjól- barðaverkstæði og þá keyptum við fiskinn úti á Borgarholtsbraut hjá Sindra, vafinn inn í dagblaða- pappír. Þegar ég kom í fiskbúðina sagði karlinn oft stundarhátt: jæja, sjáiði hvað fiskurinn hjá mér er góður, héðan koma kaupendur alveg neðan af Kársnesbraut.” Þennan spöl gekk maður, ekki var verið að fara í bíl. Ég átti oftast að segja: ,,ég ætla að fá nýja ýsu.” Úti á horni á Kársnesbrautinni þar sem Barbara Árnason bjó var vefnaðarvöruverslun, en þessi listamaður þótti mjög framandi. Á þessum árum teiknaði Barbara myndir af okkur systrinum, og mína mynd á ég enn. Síðan kom vatnslitamynd af föður mínum.” Mikil eftirvænting vegna fyrsta malbiksins Vilhelmína segir að þegar fyrstu götuspottinn var malbikaður í Kópavogi á sjöunda áratug- num hafi ríkt mikil eftirvænting, ekki síst meðal barnanna. ,,Það komu allir krakkar úr Kópavogi til að hjóla á þessum um 200 metra vegaspotta sem hafi verið malbikaður á Kársnesbrau- tinni, og lengi vel var þetta eini malbikaði vegarspottinn í Kópa- vogi. Við æfðum okkur að hjóla hring eftir hring, og helst með því að sleppa höndunum af stýrinu! Einn leikurinn var líka að telja bílana sem fóru þennan malbikaða spotta og skrifa niður bílnúmerin.” Þegar elsta systir Vilhelmínu fer í skóla fer hún í Ísaksskóla í Reykjavík því það var á þeim tíma enginn skóli í Reykjavík. En fyrst var hún á Grænuborg. ,,Við sys- tur hennar fetuðum í hennar spor, tókum strætó sem stoppaði við Þóroddsstaði og gengum þaðan í skólann, dágóðan spöl. En þegar ég kom í 9 ára bekk fór ég í Kársnesskóla. Ég bað sérstaklega um það að Ingvar mundi kenna mér af því að hann hafði kennt einni systur minni. Ég fann því Ingvar og var hjá honum! Þegar ég var búinn í 12 ára bekk var Þinghólsskóli byrjaður en mörkin milli Þinghólsskóla og Gagnfræðaskóla Kópavogs voru við Hábrautina, svo ég fór í Gagnfræðaskólann og þá skildu svolítið mínar og margra krakka sem ég hafði verið með. Í Gagn- fræðaskólann komu krakkar úr Kópavogsskóla og Kársnesskóla og eins úr ,,Hruna” en það kölluðum við Snælandsskóla vegna þess að hann hrundi á byg- gingatímabilinu í slæmu veðri. Þarna voru mörg börn, og skólinn jafnvel þrísettur. Þegar Sundlaug Kópavogs var vígð voru við fimm stelpur fengnar til að synda samsíða fram og til baka og vígja þannig sundlaugina. Upp frá því fór ég að æfa sund hjá Breiðabliki og um nokkuð tímabil vorum við nokkuð stór hópur að keppa fyrir okkar félag, og fórum víða. Foreldrar mínir bjuggu alltaf í sama húsinu þó byggt væri við það nokkrum sinnum en það var selt eftir að mamma var orðin ein. Pabbi rak ísbúðir Dairy Queen, meðal annars í skýlinu uppi á Hálsi þar sem Gerðarsafn er nú en hann var líka að versla með föt, m.a. Corona-karlmannaföt en mamma var alltaf húsmóðir heima. Það var alveg ómetanlegt þegar komið var heim úr skóla- num eða frá einhverjum leikjum að finna mömmu heima, það var fastur punktur í tilverunni. Skammt frá okkur bjuggu þau Jónas og Bíbí og voru með hesta og í bröggum ekki langt frá bjó einnig fólk, m.a. hún Gunna sem var með kindur og þegar ég eignaðist mína fyrstu myn- davél fór fyrsta filman í það að taka myndir af kindunum hennar Gunnu. Þetta var mjög sérstök kona, blandaði ekki mikið geði við fólk, kom þó heim til okkar, og okkur krökkunum stóð nokkur stuggur af henni en hún var með svart, sítt hár og dökk yfirlitum og ég man alls ekki eftir því að hafa séð hana brosa. Þessir braggar stóðu þarna heillengi.” Kennari við Langholtsskóla , , Þ a ð a n l á l e i ð m í n í Kvennaskólann og síðan á Bifröst og loks í Kennaraskólann og hef síðan verið að kenna, meira og minna. Nú er ég kennari í Lang- holtsskóla í Reykjavík og bý þar ekki langt frá, í litlu en skemmti- legu húsi í Efstasundi. Ég á 4 börn og þrjú barnabörn og eiginmann, Stefán Franklín endurskoðanda.” Hefur haft einhver tengsl við Kópavog síðan þú fluttir í burtu? ,,Þau eru ekki mikil, kannski helst þau að bróðir minn býr í Kópavogi og ég lít stundum til hans. En það er oft ýmislegt að gerast í Kópavogi sem gaman er að fylgjast með.” Hvenær gerðir þú grein fyrir því að þú hefðir þessa ,,sérstöðu” að vera fyrsta barnið fætt í Kópavogi eftir að kaupstaðaréttindin voru fengin? ,,Þessu var alls ekki haldið á lofti en þegar brúin yfir gjána á Hálsinum var vígð var það á fermingarárinu mínu. Ég fékk m.a. í fermingargjöf að fara í Kerlingafjöll á skíði svo ég var þar með vinkonu minni þegar brúin var vígð. Ég átti að vígja brúna en það frétti ég ekki fyrr en ég kom heim. Stelpa sem er jafngömul mér en fædd síðar í mánuðinum og var annað barnið fætt eftir kaupstaðaréttindinn fékk þann heiður að vígja brúna. Þetta er það eina sem ég hef heyrt um og tengist því að ég skuli vera fyrsta barnið fætt í Kópavogi eftir kaupstaðaréttindinn. En ég var lengi ógurlega svekkt yfir því að missa af því að fá að klippa á borðann.” Númer 1 og 11.000 Svo skemmtilega og óvenju- lega vill til að nýlega heiðraði Garðabær sinn 11.000 íbúa og kom bæjarstjórinn, Gunnar Einarsson færandi hendi. Barnið sem naut þessa heiðurs er dótturdóttir Vilhelmínu Þorvarðardóttur, dót- tir Guðrúnar Gyðu Franklín og Gunnars Logasonar. 4 Kópavogsblaðið MAÍ 2011 Leiksvæðið var allt holtið og svæðið allt niður í fjöru Með einu barnabarnanna sem er 11.000 íbúinn í Garðabæ. Vilhelmína Þorvarðardóttir er ,,fyrsti Kópavogsbúinn” Skemmuvegi 44 m, Kópavogi MENNINGARSTARF Í KÓPAVOGI Menningar- og þróunarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar. Umsóknum skal skila fyrir 25. maí. Umsóknareyðublöð fást á vef Kópavogsbæjar eða í þjónustuveri bæjarins, Fannborg 2. Umsóknum skal skilað til: Lista- og menningarsjóður, Fannborg 2, 200 Kópavogur. Allar nánari upplýsingar á kopavogur.is Með systrum sínum og frænkum á Kársnesbrautinni 1958. Vilhelmína er þriðja f.h.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.