Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 14

Kópavogsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 14
14 Kópavogsblaðið MAÍ 2011 Við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogs var ákveðið að lækka heimgreiðslur til foreldra barna undir tveggja ára aldri úr 35 þúsund krónum í 25 þúsund í sparnaðarskyni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðiflokksins höfðu skilning á þessu í ljósi efnahagsástand- sins. Nú hefur meirihlutinn í Kópavogi hins vegar komið fram með tillögu um að slá þessar greiðslur af þann 1. september nk. Fjórflokka meirihlutinn hikaði ekki eitt augnablik að ráðast gegn þessum barnafjölskyldum sem kannski er sá hópur sem á hvað erfiðast í atvinnuleysinu. Notuð var sú afsökun að þetta væri ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga og því væri ekki ástæða til þess að halda þessu áfram. Af þessu mætti skilja það sem svo að sveitarfélagið sinnti einungis verkefnum sem væru lögbundin. Það er hins vegar fjarri sanni. Dæmi um verkefni sem ekki eru lögbundin og kosta bæinn hundruð milljóna eru rekstur strætó, rekstur sundlaug- anna, safnarekstur, rekstur nátt- úrufræðistofu og svo mætti lengi telja. Meirihlutinn kaus hins vegar að bera niður hjá fjölskyldum yngstu íbúa bæjarins. Heimgreiðslurnar voru á sínum tíma hugsaðar til þess að fjölga úrræðum fyrir foreldra í ljósi þess að takamarkað pláss er hjá dagmæðrum og á dagheimilum fyrir börn undir tveggja ára aldri. Þetta hefur ekki breyst nema síður sé. Of fáir dagforeldrar eru starfandi í Kópavogi og biðlistar á leiksskóla hafa verið að lengjast. Heimgreiðslurnar gefa fólki kleift að leita í önnur úrræði. Foreldrar 300 barna hafa verið að fá þess- ar greiðslur og því ljóst að þess- ar breytingar koma sér illa fyrir marga. Á síðasta bæjarstjórnarfundi mótmæltu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þess- ari ráðstöfun harðlega og t ö l d u l j ó s t að fara mætti aðrar leiðir s e m e k k i bitnuðu með sama hætt i á þ e s s u m fjölskyldum. Bæjarstjórnin samþykkti því að vísa málinu aftur inn í bæjarráð til frekari skoðunar. Það gefur fyrirheit um að meirihlutinn hafi séð að sér sem vonandi leiðir þess að önnur og sanngjarnari lausn fáist í málið sem allir geta verið sáttir við. Ármann Kr. Ólafsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Meirihlutinn í Kópavogi ræðst að barnafjölskyldum í bænum Það var ánægjulegt að hlusta á Guðríði Arnardóttur á bæjar- stjórnarfundi þann 26. apríl sl. Þar óskaði hún eftir þroskuðum st jórnmálum þar sem að minnihluti og meirihluti gætu átt farsælt samstarf bæjarbúum til hagsbóta. Ég tek undir hvert orð hennar og vona að aðferðir þessa meirihluta sem kenndur er við ,,selskap“ verði á þeim nótunum. Guðríður í sinni ágætu ræðu gat reyndar ekki sleppt því að ráðast á persónur frekar en málefni og sakaði einn bæjarfulltrúann um að vera með fjölfaldaðann persónu- leika. En pólitíkin verður líklega seint tekin úr pólitískum fulltrúum og það skil ég mæta vel, enda samsek. Á þessum sama fundi gerðist það að tillaga bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að endur- skoða niðurfellingu heimgreiðslna var samþykkt, að vísu ekki fyrr en að fulltrúi Kópavogslista tók undir tillöguna og er henni hér með hrósað fyrir afstöðu sína. Þar á undan var minnihlutinn ásakaður um að hafa ekki komið með þessar hugmyndir fyrr! Sem er vægast undarlegur mála- tilbúnaður og því miður lýsir úrræðaleysi meirihlutans. Skrúðganga skátanna og fjöl- skylduskemmtun var felld niður á sumardaginn fyrsta. Sem dyggur aðdáandi skáta og hefða var ég ósátt við þessa sparnaðar- tillögu. Boðið var frítt í sund, og óhjákvæmilegur kostnaður við það látinn renna annað. Hér hefði til að mynda mátt greina sparn- aðartillögur Sjálfstæðisflokksins mun betur sem innihéldu virðingu fyrir hefðum skátanna og gleð- i n n i s e m fylgir góðum skrúðgöng - um. Framundan eru erfiðar ákvarðanir í rekstri bæja- r ins . Þrát t fyrir sterkt f járstreymi bæjarsjóðs er skuldastaðan há og um leið kreppir að í veski landsmanna allstaðar. Ljóst er að allir þurfa að leggjast á eitt til þess að vernda grunnstoðir bæjarsins í erfiðum niðurskurði. Aðferðir og verkefna- val verður að vanda. Ég hugsa til þess með hryllingi að hér verði teknar upp ömurlegar sparnaðar aðferðir meirihlutans í Reykjavík. Þar sem að samstarf við minniluta í borgarstjórn sem og samstarf við hagsmunaaðila menntastofn- anna var haft að vettugi. Um 60% útgjalda Kópavogs renna til skóla og leikskóla. Stærstur er lau- naliðurinn. Það hefur lengi legið í loftinu að spara þurfi enn frekar í skólakerfinu. Vonandi ber okkur gæfa til þess að horfa til þess, að í stað tilgangslausra sameininga sem hafa truflandi áhrif á daglegt líf barnanna að þá munum við renna augum í aðrar áttir. Fjár- festing í menntun barnanna okkar er eitthvað sem við getum þó öll verið sammála um að er eitt af mikilvægastu framtíðarverkefnum okkar allra. Karen E. Halldórsdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Af einu og öðru í bæjarmálum Karen E. Hall dórs dótt ir Ár mann Kr. Ólafs son Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis • Margar viðartegundir og litir • Mikið úrval á lager - skammur afgreiðslufrestur • Rennihurðir smíðaðar eftir máli • Íslensk framleiðsla á góðu verði! Allar nánari upplýsingar í síma 535 4300 FATASKÁPAR! m ag gi @ 12 og 3. is 1 74 .1 29 1935-2010 Byr og félag eldri borgara í Kópavogi endurnýjuðu samstarfssamning sín á milli. Með samningnum mun Byr styrkja áfram það mikilvæga starf sem fer fram hjá félaginu. Samningurinn er til tveggja ára en Byr hefur styrkt félagið um árabil. Samkvæmt samningnum getur félagið til dæmis leitað til Byrs þegar halda á kynningar- og fræðslufundi um fjármál, einnig mun Byr sjá um innheimtu félagsgjalda fyrir eldri borgara í Kópavogi. Byr er virkur þátttakandi í íslensku samfélagi og leggur áherslu á að styrkja góð og uppbyggileg verkefni. Það er með mikilli ánægju sem Byr kemur áfram að starfi eldri borgara í Kópavogi. Þess má geta að Byr er einnig í samstarfi við félag eldri borgara í Hafnafirði og Garðabæ. Byr og félag eldri borgara í Kópavogi endurýja samstarfið Gengið frá samstarfi eldri borgara við BYR milli Kristjönu Guðmundsdóttur frá FEBK og Guðrúnar Gísladóttur, útibússtjóra BYRS í Kópavogi. Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar verður sunnudaginn 15. maí 2011. Fundurinn hefst klukkan 12.00 í safnaðarheimilinu Borgum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Sóknarnefnd Kársnessóknar Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar 2011

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.