Bændablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Síðastliðið vor hrinti Matís af
stokkunum norrænu nýsköpunar-
verkefni sem hafði það að
markmiði að aðstoða frumkvöðla
og smáframleiðendur við að þróa
og markaðssetja nýjar matvörur.
Á menningarnótt kynntu
utanríkisráðuneytið og Matís afurðir
tveggja frumkvöðla úr verkefninu og
gafst gestum og gangandi tækifæri
til að smakka á framleiðslu þeirra.
Um þúsund manns heimsóttu
utanríkisráðuneytið og vöktu vörurnar
mikla athygli og eftirspurn.
Verkefnið heitir „Nýsköpun í
lífhagkerfinu“ og er hluti af Norræna
lífhagkerfinu (Nordbio) sem er þáttur
í formennskuáætlun Íslands í Norrænu
ráðherranefndinni.
Þörf á stuðningi við
smáframleiðendur
Auglýst var eftir hugmyndum
að nýsköpun í matvælavinnslu á
Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.
Mikill áhugi skilaði sér í að tæplega
80 frumkvöðlar sóttu um aðstoð og
fengu um 40 þeirra sérfræðiaðstoð við
vöruþróun, meðal annars frá Matís.
Að sögn Gunnþórunnar Einarsdóttur
hjá Matís sýnir þessi áhugi fram á að
gríðarleg þörf er á því að styðja við
smáframleiðendur og frumkvöðla
á Íslandi. „Smáframleiðsla af þessu
tagi auðgar matarmenningu þjóðanna
og styður við hina ört vaxandi
matarferðamennsku. Mikið af þessum
vörum eru til dæmis tilvaldar sem
matarminjagripir fyrir ferðamenn.
Eins er mikill áhugi á innlendri
framleiðslu hjá Íslendingum og má
helst sjá það á hversu margir sækja
Matarmarkað Búrsins þar sem
smáframleiðendur fá tækifæri til að
markaðssetja vörur sínar.“ /smh
Eggjaframleiðslufyrirtækið
Brúnegg var stofnað árið 2003
og stofninn sem notaður er til
varpsins kom til landsins ári
síðar. Fyrstu eggin komu svo
í búðir árið 2005. Starfsemi
Brúneggja hefur farið fram
á Kjalarnesi - í Brautarholti
nánar tiltekið og í Mosfellsbæ
og Kjós – og er óhætt að segja
að markaðssetningin á þessum
brúnu, vistvænu eggjum hafi
fallið í kramið hjá Íslendingum.
Það eru bræðurnir Kristinn Gylfi
og Björn Jónssynir sem eiga og
reka Brúnegg, en þeir eru fæddir
og aldir upp í Brautarholti,
við svína- og alifuglaeldi – og
eggjaframleiðslu.
Fyrirtækið hefur vaxið hægt og
sígandi á undanfarandi árum og í
sumar flutti það hluta starfseminnar
að Stafholtsveggjum 2 í Borgarfirði,
sem þykir tíðindum sæta þar
sem ekki hefur verið stundaður
eggjabúskapur af þessu tagi þar í
héraði um áratugaskeið.
„Í fyrstu var þetta tilraunaverkefni,
vegna þess að þegar við komum
inn á markaðinn þá var í sjálfu
sér ekki vöntun á eggjum,“ segir
Kristinn Gylfi. „En þetta var
nýjung, annars vegar voru þetta
brún egg og hins vegar komu þau
úr vistvænu umhverfi, þar sem
hænurnar ganga frjálsar um og
verpa í hreiður. Það var fljótlega
ljóst að það var eftirspurn eftir
þessum eggjum og markaðurinn
tók þeim vel. Við fluttum inn nýjan
stofn, Lohmann Brown Classic frá
þýska fyrirtækinu Lohmann. En þar
sem eingöngu er leyft að flytja inn
slíka fugla frá Noregi, þá fluttum
við okkar stofn frá Steinsland & Co.
í Noregi, þaðan sem frjó egg hafa
komið til Íslands á undanförnum
árum til að kynbæta varpstofninn
í landinu.
Við bræður þekktum vel til
eggjaframleiðslu hér heima
og vissum hvaða þróun var í
gangi í Evrópu, þar sem hlutfall
lífrænt vottaðrar og vistvænnar
eggjaframleiðslu fór sífellt vaxandi.
Þar var tilhneigingin sú að brún
egg voru nokkurs konar auðkenni
fyrir egg sem komu úr vistvænni
eða lífrænt vottaðri framleiðslu,
eða í öllu falli frá hænum sem
ekki eru í búrum. Við rekum svo
stofnræktarbú fyrir þetta fuglakyn
að Minna-Mosfelli í Mosfellsdal
í samstarfi við bændur þar – og
höfum gert síðastliðin tíu ár.“
Fóður og aðbúnaður
„Við fengum vistvæna vottun frá
Búnaðarsambandi Kjalarnesþings
þegar við hófum framleiðslu og
höfum síðan unnið á grundvelli
Brúnegg flytja hluta framleiðslunnar í Borgarfjörðinn:
Eru þar með möguleika á útivist fyrir varphænurnar
– og jafnvel lífrænt vottaða eggjaframleiðslu líka
Brúnar Lohmann Brown Classic-
hænur. Kristinn Gyl segir að níu
til tíu fuglar séu á hvern fermetra í
þeirra húsum.
Stafholtsveggir í Borgar rði. Myndir / smh
Bræðurnir Kristinn Gyl til vinstri og Björn Jónssynir eiga og reka Brúnegg.
Þeir eru hér með Kristínu Elísabetu Möller á Stafholtveggjum, á milli sín.
Vörumerki og afurðir sex þátttakenda sem hlutu aðstoð við þróun og
markaðssetningu í tengslum við nýsköpunarverkefnið.
• Hjónin í Langholtskoti í Hrunamannahreppi (Kjöt frá Koti) þróuðu barbeque-nautarif
sem eru forelduð og marineruð. Rifin eru unnin úr Galloway, Aberdeen Angus og
íslenskum nautum sem einungis eru alin á grasi og blönduðu korni. (http://www.
matis.is/nordtic/nr/4067).
• Efstidalur II þróaði heimagert skyr, mysu, feta-ost og ís (http://www.matis.is/nordtic/
nr/4040).
• Móðir jörð þróaði perlubygg sem er sérvalið korn og slípað á þann hátt að kornið
verður rúnað og hvítt svo minnir á perlur. Þetta er lúxus- útgáfan af bygginu, mjúkt
og fágað og hentar í fína matseld s.s. „byggottó“ og eftirrétti (http://www.matis.is/
nordtic/nr/4054) heimasíðan http://www.vallanes.is/vorur/kornvorur/perlubygg/).
• Á Bjarteyjarsandi er stunduð sauðfjárrækt – bláberjamarineruð og reyktur hryggvöðvi
úr lambi var afurð sem þróuð var (http://www.matis.is/nordtic/nr/4061).
• Sælkerasveppir er í eigu Ragnars Guðjónssonar verkfræðings sem hefur ræktað
ostrusveppi í fimm ár og selt til veitingamanna. Þróunin fólst í að finna aðferð til að
þurrka þá sveppi sem ekki seldust og þar með skapa meiri verðmæti (http://www.
matis.is/nordtic/nr/4059).
• Íslandus íspinni sem gerður er úr mysu og íslenskum berjum og villtum jurtum (http://
www.matis.is/nordtic/nr/4043).
Á menningarnótt gafst gestum og gangandi tækifæri til að smakka á BE juicy
lífrænt vottað duft úr káli til safagerðar og perlubyggi úrvalsbygg í fína
matseld , ásamt því að kynna sér norrænt samstarf, sem utanríkisráðuneytið
hefur umsjón með, sem felur meðal annars í sér samstarf um nýsköpun í
matvælaframleiðslu. Á efri myndinni smakkar Gunnar Bragi Sveinsson Be
juicy, en á neðri myndinni eru þau Eymundur Magnússon og Eygló lafsdóttir
að kynna perlubyggið sitt frá Vallanesi.
Nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu kynnt á menningarnótt:
Gestir og gangandi fengu að smakka BE Juicy og perlubygg