Bændablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
ekki slátrað fyrr en um fimm ára
aldur. Aðrir hrútar sem notaðir eru
til að halda stofninum við fá að lifa
allt þar til þeir drepast úr elli.
„Þá eru þeir kannski 14 til 15 ára
gamlir. Þá fær náttúran einfaldlega
að sjá um hræið. Venjulega tekur
sjórinn þau eða hræin verða að
fæðu fyrir urmul sjófugla sem eru
á eyjunni auk refs,“ segir Sinclair.
Vandinn í nútímasamfélagi
Hann segir að líklega falli hvorki
þetta, né dráp lambanna við
fæðingu, undir ströngustu dýra-
og náttúruverndarsjónarmið í dag.
Þetta tilheyri þó hefðinni og svona
hafi þetta verið alla tíð.
„Þetta er vandi okkar í
nútímasamfélagi sem við erum
vel meðvituð um, en erum ekki
með á hreinu hvernig við eigum
að bregðast við.“
Hann segir að samkvæmt
breskum lögum eigi að grafa hræin
og gera grein fyrir hvar þau séu
niðurkomin.
„Það er svolítið snúið fyrir
okkur að gera grein fyrir þessu. Svo
við bendum bara á Norðursjóinn.
Hingað til hefur það svar dugað.
Selir, máfar og að einhverju
leyti refir eru líka vandamál fyrir
okkur, ekki síður en sjórinn sem
tekur alltaf einhverjar kindur.
Svartbakurinn (black backs) eins
og við köllum hann, er til mikilli
vandræða. Þeir ráðast á lömbin og
drepa þau og einnig ræðst fuglinn
á fullorðið fé og kroppar úr því
augun. Við verðum því að fara út
í dagrenningu, eða um klukkan
fimm á morgnana, og vakta féð á
vorin svo máfurinn fari ekki í féð.
Það eru líka stórir refir á eyjunni
sem sækja í lömbin ef tækifæri
gefst. Refirnir eru þó ekki mjög
margir.“
Stundum getur verið vindasamt
Verðurfarið er eins og við má búast
á láglendri eyju í miðjum Norðursjó.
Þar getur orðið ansi hvasst, en
húsin, sem flest eru hlaðin að hluta
úr grjóti og með þykka veggi,
standast slíkt ágætlega.
„Við förum þó ekki út fyrir
dyr ef vindurinn fer yfir 80 mílur
á klukkustund (um 146 km) –
nema vera með eitthvað þungt í
höndunum,“ segir Sinclair. Hann
nefnir þó að stundum verði rokið
jafnvel mun meira. Eitt sinn hafi
orðið tilfinnanlegt tjón í slíku veðri
þegar hænsnahús fuku á haf út með
öllu sem í þeim var.
Vonast til að tölvutæknin snúi
byggðaþróuninni við
Sinclair segir að líkt og í dreifðum
byggðum á Íslandi þá eigi byggðin
á Norður-Ronaldseyju undir högg
að sækja. Unga fólkið fari yfirleitt
í burtu til náms og komi þá ekki
aftur. Hann segist þó vonast til að
tölvutæknin geti snúið dæminu við
þótt líkurnar séu ekki miklar. Nú
sé ekki lengur þörf á að vera inni í
borgunum til að stunda margvíslega
vinnu eins og verkfræðistörf, því
slíkt sé eins hægt að stunda frá
afskekktum byggðum. Þar sé lífið
líka að mörgu leyti einfaldara og
heilbrigðara en í stórborgunum.
/HKr.
Veðurfarið á eyjunni getur verið ansi harðneskjulegt, ekki síður en á Íslandi.
Fjárbændur á Norður-Ronaldseyju
eiga hver sitt mark líkt og íslenskir
bændur.
Ullin er eyjarskeggjum mikilvæg og er hún öll unnin í lítilli spunaverksmiðju
sem stjórnað er af systur Sinclairs.
REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
www.VBL.is
REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is
Heimavinnsla landbúnaðarafurða
Kaffikvörn Hakkavélar Jógúrtvélar Þurrkofnar
Eplaskrælari Hamborgarapressa Korn- og hveitimyllur Vakúm - Pökkunarvélar
Bjúgnapressur Suðupottar Áleggshnífur Skilvindur
Smjörstrokkar Kjötkrókar Hnífar í úrvali Brynjur
Nú eru öll heimavinnslutækin komin í hús og allt klárt fyrir sláturtíð
Borgartún 36 • 105 Reykjavík
588 9747 • www.vdo.is
Kymco MXU 700
loksins komið
Götuskráð tveggja manna öflugt fjórhjól.
Fullkomið í vinnu, veiði eða leik.