Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 7

Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 7
Móðurmál nemenda, vannýtt auðlind í íslensku skólastarfi? Einn af þátttakendunum á vinnustofunni var Déirdre Kirwan, skólastjóri við Scoil Bhríde Cailíní í Dublin á Írlandi. Kirwan hefur verið þátttakandi í Plur-Cur- verkefninu og er ein af þeim sem hefur þróað leiðir til að innleiða aðferðarfræðina í eigin skóla. Móðurmál, samtök um tvítyngi, höfðu frumkvæði að því að bjóða Kirwan til Íslands í ágúst síðastliðnum og í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar var boðið upp á námskeið og fundi fyrir kennara í móður- málssamtökunum, sem og leik- og grunnskólakenn- ara í Reykjavík. Á námskeiðinu sagði Kirwan frá því hvernig tekist hefði að byggja upp fjöltyngda skóla- stefnu og námskrá í skóla sem telur yfir þrjúhundruð nemendur með yfir fimmtíu tungumál. Stefna skól- ans er að virkja öll tungumál nemenda á markvissan hátt í námi þeirra og í nánu samstarfi við foreldra en foreldrana hittir Kirwan alltaf í upphafi skólagöngu barnanna og útskýrir fyrir þeim hlutverk skólans annarsvegar og hlutverk þeirra hinsvegar. Skólinn stendur mjög vel í samanburði við aðra skóla og hafa nemendur á undanförnum árum fengið einkunnir yfir meðallagi í írsku og stærðfræði en rík áhersla er lögð á gæðakennslu í írsku og fá nemendur stuðning við írskunámið. Kirwan benti á að virðing og jákvætt við- horf skólans gagnvart móðurmálum nemenda mótaði grunn að sjálfsmynd nemenda sem fjöltyngdra ein- staklinga og þegar móðurmálskunnáttan væri tengd við skólamálið öðluðust nemendur ákveðið forskot sem yki áhuga þeirra og virkni. Kirwan gaf fjölmörg dæmi um það hvaða leiðir væru farnar í náminu til að virkja móðurmál nemenda. Til dæmis má nefna að í sögugerð barna á yngsta stigi skrifi þau sögur heima, fái foreldra til að aðstoða sig við skrifin á móðurmálinu og þýði yfir á írsku eftir bestu getu. Þegar í skólann er komið eru börnin aðstoðuð við að koma sögunni yfir á írsku og síðan velja þau hvort þau lesa hana fyrir hópinn á móðurmálinu eða írsku. Þegar mörg börn með sama móðurmál eru saman í bekk og geta þeirra í írsku og móðurmáli er misjöfn fá þau tækifæri til að vinna verkefni saman á móðurmálinu en þurfa síðan breytt tungumálaþekking væri talin mikilvæg og þar sem tungumálakennarar og faggreinakennarar ynnu náið saman. Ýmis fleiri verkefni voru kynnt á vinnustofunni. Eitt þeirra sem ég heillaðist af var leiklistarverkefni Gisele Fasse leiklistarkennara í Heinrich Heine fram- haldskólanum í Köln í Þýskalandi. Verkefnið kallar hún „In the Sea of Languages“, en með því að stofna fjöltyngdan leikhóp hefur Fasse tekist að finna farveg fyrir kunnáttu allra nemenda í eigin móðurmálum. Henni hefur með því móti tekist að vekja athygli á og auka virðingu skólasamfélagsins fyrir fjölbreyttum tungumálum þeirra sem taka þátt í leiklistartímum. Í samvinnu við leikhópinn setur Fasse upp leik- verk með aðferðum spunaleikhúss þar sem tungu- mál nemenda fá að heyrast. Auk hefðbundinna leik- listaræfinga og uppsetninga á verkum vinnur Fasse verkefni með nemendum í tjáningu, ritun, lestri og endursköpun texta. Fyrsta skrefið á hverju námskeiði felst í að nemendur vinni eigið „tungumálaportrett“ þar sem þeir hugleiða spurningar eins og: „Hver er litur uppáhaldstungumálanna minna?“ og „Hvar er þetta tungumál staðsett í líkama mínum?“. Einn nemandi skilgreindi „tungumálaportrett“ sitt á eftir- farandi hátt: Ég tala ensku heima þannig að stærsti hluti líkama míns er blár. Ég tala svolitla þýsku þannig að ég lita höfuð mitt rautt. Afi minn er velskur þannig að ég lita fætur mína græna. Mig langar til að læra ítölsku þannig að ég lita eina hönd gula. Á þennan hátt fá nemendur tækifæri til að gera sér grein fyrir tungumálaþekkingu sinni og þróa með sér jákvæða fjöltyngda sjálfsmynd. Vinnan í leikhópnum styður síðan við þýskunám nemenda þar sem leiklistin býður upp á endalaus tækifæri til tjáningar, ritunar, endursköpunar og hlustunar á þýsku. Sagt var frá verkefnum sem unnin voru í skólum í Frakklandi, Litháen, Póllandi og Hollandi sem ýmist voru hluti af faggreinakennslu og kennslu erlendra tungumála eða gengu út á að virkja móðurmál nem- enda í náminu. Dæmi um slík verkefni voru fjöltyngd námskeið þar sem nemendur unnu með orðaforða og skilning í töluðu og rituðu máli þvert á tungumál; æfðu ritun og lestur á öllum tungumálum, líka móðurmál- inu, og sköpuðu tungumálaættartré þar sem uppruni og einkenni tungumála voru borin saman. Þá var sagt frá verkefni þar sem markmiðið var að skapa jákvæðar fjöltyngdar fyrirmyndir í hópi ungmenna þar sem þau heimsóttu börn í yngstu bekkjum grunnskóla og leik- skóla, lásu fyrir börnin á eigin móðurmáli og unnu með þeim verkefni. Það fylgdi sögunni að yngri börnin hafi verið algerlega heilluð af kunnáttu eldri nemendanna í þeirra eigin tungumálum enda höfðu fá þeirra fengið tækifæri til að eiga í samskiptum á þennan hátt innan skólans. MÁLFRÍÐUR 7 Þátttakendur í vinnustofunni.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.