Málfríður - 01.10.2015, Síða 13

Málfríður - 01.10.2015, Síða 13
sem annað tungumál og einnig aðlögun þeirra og hinna sem fyrir eru að breyttu skólasamfélagi. Eins má finna grafíska útfærslu á leiðum til að læra og kenna tungumál og hvernig megi nota þjónustu túlka. Efnið má prenta út og nýta sem veggspjald, músar- eða diskamottu og það er einnig spil sem nem- endur geta skemmt sér við að spila. Ítarefnið er aðgengilegt hér: http://tungumalatorg. is/velkomin/um-verkefnid/ Kynningar og samstarf Velkomin-verkefnið hefur nokkrum sinnum verið kynnt óformlega á sl. tveimur árum, en var fyrst kynnt form- geta aðstoðað þau við heimanámið jafnvel þótt þeir skilji litla sem enga íslensku. Flokkurinn Hrós gefur kennurum og öðrum kost á að hrósa nemendum á fjölbreyttan hátt fyrir góðan árangur og það sem vel er gert. Hér eru örfá dæmi: • Gott hjá þér! • Þú hefur fylgt fyrirmælunum mjög vel. • Ég sé að þú hefur skilið verkefnið. • Verkefnið þitt er til fyrirmyndar! Flokkurinn Samskipti nemenda hvetur til félagslegra tengsla og jákvæðra samskipta nemenda og gefur þeim tækifæri til að bjóða nýjum nemendum vináttu og inn í hópinn á sex tungumálum: • Viltu leika? • Viltu koma með okkur? • Ég ætla að sýna þér skólalóðina. • Viltu vera samferða heim? • Ég ætla að kenna þér íslensku. Velkomin er snjalltækjavænn vefur sem hægt er að nota í borðtölvum, fartölvum og snjalltækjum. Áhersla er lögð á að hafa á öllum síðum tengingu við þýðingarvél Google Translate og vert er að hafa í huga að vefurinn getur líka nýst skólum sem fyrirmynd að góðri mót- töku, sama hvert móðurmálið er. Ítarefni Auk samskiptaorðaforðans má nálgast margvíslegt ítarefni á vef verkefnisins. Þar eru til dæmis 12 gátlistar sem unnir voru upp úr könnun á upplifun fagfólks af stöðu nemenda með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum á Íslandi árið 2009. Gátlistana má nota til að meta hvernig skólinn stendur sig í skipulagningu á móttöku, námi og kennslu nemenda sem læra íslensku MÁLFRÍÐUR 13 Útlit samskiptatækisins Velkomin Evrópumerkinu veittu viðtöku verkefnisstjórar Velkomin, þær Hulda Karen Daníelsdóttir hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og Þorbjörg Þorsteinsdóttir hjá skóla- og frístundasviði og Tungumálatorgi. Hér eru þær með frú Vigdísi Finnbogadóttur við það tækifæri.

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.