Málfríður - 01.10.2015, Side 9

Málfríður - 01.10.2015, Side 9
er staðreynd. Farandverkamenn eru fjölmargir á ferð í álfunni og nú þegar flóttamenn og hælisleitendur streyma til Evrópu er brýnna en nokkru sinni áður að flýta og bæta aðlögun þeirra. Fjölmenning auðgar samfélög og áríðandi er að minnka fordóma og greiða götu innflytjenda. Tungumálaþekking stuðlar að vel- gengni í námi, starfi og einkalífi, varðveitir menningu og lýðræði. Segja má að hún gagnist þjóðfélögum á margan hátt, sem svo skilar sér í hagvexti. Við sem þarna hittumst eigum margt sameiginlegt en lönd Síðastliðið vor hafði Eyjólfur Már Sigurðsson, for- stöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ, samband við Mími-símenntun. Það vantaði fulltrúa á vinnustofuna „Language for Work“ sem halda átti í Graz í Austurríki. Ég starfa sem verkefnastjóri hjá Mími og hef einkum umsjón með kennslu íslensku sem annars máls. Einnig kem ég að því að skipuleggja starfsþjálfun erlendra nemenda Mímis þar sem slíkt býðst stundum í kjölfar íslenskunámskeiðs. Þá kenni ég fagtengdan orðaforða í svokallaðri Félagsliðabrú. Brúin er einingabært nám sem býðst nemendum 25 ára og eldri sem hafa starfað í þrjú ár eða lengur á hjúkrunarheimilum. Talsvert margir útlendingar eru þeirra á meðal en námið fer fram á íslensku. Málefni vinnustofunnar var mér skylt og var ég spennt fyrir ferðinni. Vinnustofan var haldin á vegum ECML (European Centre for Modern Languages) og þema hennar var starfstengt tungumálanám innflytjenda. ECML er stofn- un á vegum Evrópuráðsins og eiga nú 32 Evrópulönd aðild að því. Alls sóttu rúmlega 40 sérfræðingar í kennslu annars tungumáls (L2) vinnustofuna sem var einkar áhugaverð. Til hvers að viðhalda tungumálum? Yfirlýst markmið ECML-miðstöðvarinnar er að stuðla að áframhaldandi fjölbreytileika tungumála og menningar í Evrópu; að halda sem flestum tungu- málum sem best við. Í því skyni er reynt að gera sem flestum íbúum álfunnar kleift að ná sem auð- veldustum tökum á nýjum tungumálum með því að auka gæði og nýjungar í kennslu evrópskra tungu- mála. Í þessum anda er líka boðið upp á sem besta túlkaþjónustu (eins og gert var þarna; allt var túlkað á ensku og frönsku). Þetta er metnaðarfullt markmið og dýrt í framkvæmd en réttlætanlegt að mínu mati. Hnattvæðing nútímans MÁLFRÍÐUR 9 Svipmyndir frá Graz. Vala S. Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri í Tungumála- og fjölmenningardeild hjá Mími-Símenntun Tungumál fyrir atvinnulífið (Language for Work) ferð til Graz í Austurríki 24. og 25. júní 2015

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.