Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 15

Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 15
rækilega endurskoðuðum brautum og stúdentsprófi upp á 200 nýjar framhaldsskólaeiningar (feiningar). Niðurstaðan varð töluverð breyting frá því sem áður var, en hér verður sjónum beint að því hvaða breyt- ingar og afleiðingar þetta hefur haft í för með sér fyrir þau erlendu tungumál sem kennd eru við skólann. Breytingar á námsskipulagi Í Kvennaskólanum var ákveðið að lengja námsárið í samræmi við ný lög; endurskipuleggja brautir skólans og breyta heitum þeirra. Þeim skyldi að jafnaði raðað á þrjú námsár með „örlítið auknu námsálagi á allar annirnar“ (sjá www.kvenno.is). Samhliða því var, og er enn, boðið upp á fjórða námsárið fyrir þá nemendur sem vilja eða þurfa að fara aðeins hægar yfir og einnig þá sem kjósa að taka fleiri einingar en skyldan býður, t.d. til að búa sig betur undir sérstakt framhaldsnám. Haustið 2009 tók Kvennaskólinn í Reykjavík upp nýja námskrá byggða á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Skólinn hafði sótt um að vera þróunarskóli fyrir nýja námskrá og styttingu náms til stúdentsprófs og tókst ótrauður á við þetta ögrandi verkefni. Að þessu var að sjálfsögðu nokkur aðdragandi. Á vorönn 2009 var settur fullur kraftur í að móta nýja skólanámskrá með MÁLFRÍÐUR 15 Frönskunemendur úr Kvennó í París. Staða tungumála í Kvennaskólanum eftir styttingu náms til stúdentsprófs Margrét Helga Hjartar- dóttir, frönskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.