Málfríður - 01.10.2015, Qupperneq 16

Málfríður - 01.10.2015, Qupperneq 16
fanginn sé horfinn, a.m.k. að einhverju leyti. Í öllum tilvikum, nema á náttúruvísindabraut, er námið sam- þjappaðra og teygir sig yfir minni rauntíma. Val er vissulega til staðar og töluvert vinsælt meðal nemenda og er það gleðiefni. Það kemur þó aldrei í staðinn fyrir kjarnaáfanga, margir nemendur, og oftast þeir sem síst skyldi, kjósa að velja eitthvað annað. Þessi niðurstaða lítur í sjálfu sér ekki svo illa út við fyrstu sýn en samt er það almennt álit enskukenn- ara skólans að ákjósanlegast væri að bæta við einum kjarnaáfanga á hverja braut, sérstaklega félags- og náttúruvísindabrautirnar. Mikilvægi enskukunnáttu á háskólastigi er gífurlegt þar sem margar greinar eru kenndar að miklu og stundum öllu leyti á ensku, bæði hérlendis og erlendis. Auk þess er algengt að íslenskir nemendur haldi til náms á Norðurlöndunum en þar er þess krafist að þau hafi a.m.k. fjóra áfanga í ensku á framhaldsskólastigi. Sá áfangi þyrfti því að vera í kjarna á öllum brautum ef vel ætti að vera. Skólanum ber að gera nemendum kleift að ráða við akademískan orða- forða og geta skráð sig í háskólanám án vandkvæða. Enskunni í Kvennaskólanum hefur reyndar borist liðsauki frá öðrum greinum, t.d. frá félagsgreinum, sögu, efna- og stærðfræði, þar sem ýmist er unnið með grunnbækur á ensku eða annað enskt námsefni sem vissulega styrkir nemendur fyrir glímuna við ensku á háskólastigi. En betur má ef duga skal. Danskan Danska Eldri námskrá – kjarni Ný námskrá – kjarni Náttúruvísindabraut 6 ein (2 áfangar) 7 fein (1 vetraráfangi) Félagsvísindabraut 6 ein (2 áfangar) 7 fein (1 vetraráfangi) Hugvísindabraut 9 ein (3 áfangar) 12 fein (2 áfangar) Í dönskunni var, eins og í hinum tungumálunum, umtals- verður niðurskurður í fjölda áfanga sem kenndir eru til stúdentsprófs. Samkvæmt núverandi kerfi eru 7 feining- ar skylda á öllum brautum, ráðstöfun sem dönskukenn- arar skólans töldu algjörlega nauðsynlegt lágmark, en fyrirhugað hafði verið að einungis yrði kennd danska til 5 feininga á öllum brautum í kjarna. Þessi fjöldi kenndra feininga gerir kleift að teygja dönskunámið yfir tvær annir, sem gefur nemendum betra tækifæri til að til- einka sér og þjálfa leikni í tungumálinu út frá námsefn- inu og er í samræmi við undirstöðuatriði í kennslufræði tungumála. Hins vegar er það staðreynd að mun færri kennslustundir eru til ráðstöfunar fyrir dönskukennslu í kjarna samkvæmt nýju námsskránni og einungis nem- endur á Hugvísindabraut fá kennslu í dönsku á öðru ári. Í því samhengi er rétt að hafa hugfast hversu mikið þroskaferli árin og aldursskeiðið í framhaldsskóla er og að oft á sér stað mikil breyting hjá ungmennum á einu ári. Í upphafi vegar var gert ráð fyrir að verulegur hluti af námsefni úr fögum í fyrsta áfanga í framhaldsskóla, í til- felli dönskunnar þáverandi DAN103, yrði fluttur niður í efstu bekki grunnskólans. Úr þessu varð þó aldrei, a.m.k. Skilaboðin til kennara í þessari vinnu voru í sinni einföldustu mynd þessi: Endurskoða – þjappa saman – forðast endurtekn- ingu á námi úr grunnskóla. Allar greinar gátu átt von á einhverjum niðurskurði eða fórnum, samt átti ekki að draga úr kröfum. Ekki var verið að gengisfella stúd- entspróf skólans, gæta þurfti að hæfilegu svigrúmi fyrir val nemenda svo kjarninn mátti ekki verða of stór og svona mætti lengi telja. Þetta kostaði gífurlega vinnu, samstarf, samningaviðræður og ekki síst málamiðlanir – og tungumálin voru þar ekki undanskilin. Enskan Enska Eldri námskrá – kjarni Ný námskrá – kjarni Náttúruvísindabraut 9 ein (3 áfangar) 15 fein (3 áfangar) Félagsvísindabraut 15 ein (5 áfangar) 15 fein (3 áfangar) Hugvísindabraut 21 ein (7 áfangar) 25 fein (5 áfangar) Í ensku fór fram mikil endurskoðun og samþjöppun. Efni sem flokkast gat sem upprifjun var allt skorið niður og í raun var neðsta áfanganum, ENS103, meira og minna sleppt sem og stórum hluta af efni úr ENS203. Allir áfangar fóru á 2. og 3. hæfniþrep. Niðurröðun námsefnis í kjarnaáföngum var breytt og sumu af því efni sem skorið var burt var komið fyrir í valáföngum. Kennsluháttum var breytt að töluverðu leyti, kennsla fer mikið fram í hópavinnu, sérstaklega á fyrsta ári þar sem nemendur vinna meira sjálfstætt en áður og bera aukna ábyrgð á eigin námi. Þetta hefur gengið vel í heildina og nemendur virðast sáttir við auknar kröfur og breytta kennsluhætti sé miðað við það sem þeir eiga flestir að venjast úr grunnskóla. Ef horft er á brautirnar sjáum við að á náttúruvís- indabraut eru sem fyrr kenndir þrír áfangar en þar sem búið er að klippa út „grunnskólakennsluna“ komast nemendur nokkuð lengra í enskunáminu en fyrr, en lengi hafði verið mikil óánægja með litla ensku á þess- ari braut. Á félagsvísindabraut er aðeins minni kjarni og á hugvísindabrautinni má segja að efsti kjörsviðsá- 16 MÁLFRÍÐUR Frá Kvennaskólanum í Reykavík.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.