Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 3
—Gengið að kjörborði Á þessu kjörtímabili, sem nú er senn á enda runnið, hafa setið í bæjarstjórn Bolungarvíkur fjórir Sjálfstæðismenn og þrír full- trúar vinstri manna og ó- háðra. Við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1974 fékk listi Sjálfstæðismanna 244 at- kvæði, en sameiginlegur listi Jafnaðarmanna, Samvinnu- manna og óháðra 204 atkvæði. Við kosningarnar 1970, fékk listi Sjálfstæðisfélaganna 241 at- kvæði og fimm menn í hrepps- nefnd Hólshrepps. Listi Vinstrimanna, (Samtökin) 75 atkvæði og einn mann kjörinn listi Framsóknarfélagsins 71 atkvæði og einn mann í hreppsnefnd, en listi óháðra 48 atkvæði og kom ekki manni að í hreppsnefnd og munaði þá broti úr atkvæði á fyrsta manni þess lista og fimmta manni á lista Sjálf- stæðisfélaganna. Við bæjar- stjórnarkosningarnar 28. maí n.k. eru á kjörskrá í Bolungar- vík um 660 kjósendur og hefur kjósendum fjölgað um 20% frá síðustu kosningum. ( Bolungarvík eru starfandi tvö félög Sjálfstæöismanna, þ.e. Sjálfstæðiskvennafélag og almennt félag. Félag framsóknarfólks og Félag vinstri manna, þ.e. þess fólks, sem talist hefur til Samtak- anna. Manna á milli hefur Bæjar- stjórn Bolungarvíkur oft verið nefnd „Fíladelfíusöfnuður- inn" og bæjarstjórnarfundum líkt við hallelújasamkomur. Víst er að pólitískur ágrein- ingur hefur ekki ríkt innan bæjarstjórnarinnar á síöasta kjörtímabili, fremur en á hin- um næstu á undan. Ef til vill gætir enn áhrifa frá kosninga- lausa tímabilinu 1962 - 1970. Þau ár var sjálfkjörið í hrepps- nefnd Hólshrepps, þar sem flokksfélögin í Bolungarvík komu sér saman um einn lista í framboð til sveitarstjórn- ar og enginn mótframboð komu fram, þótt við borð lægi fyrir kosningarnar 1966. Það hefði því engan átt að undra, þótt til tals kæmi að viðhafa ópólitískar kosningar til bæjarstjórnar í Bolungarvík á þessu vori. Enda varð sú raunin á aö síðla vetrar barst flokksfélögunum í Bolungar- vík fulltrúum Alþýðuflokks- fólks og Óháðra bréf undir- ritað af Olafi Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar, þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum og vilja til þess að efna til opins, óháðs prófkjörs um val manna á framboðslista til bæjarstjórnar. Taldi hann í bréfi sínu að pólitískan á- greining væri ekki að finna í störfum bæjarstjórnar, nema í fáeinar vikur í kring um kosn- ingar, sem réttast væri að leggja með öllu niður (þ.e. ágreininginn). Auk þess taldi Ólafur það mun lýðræðislegri aðferð, að gefa mönnum kost á að velja frambjóðendur úr fleiri en einum flokki eða úr hópi óflokksbundinna. Aó öðru leyti bauðst hann til að standa fyrir viðræðum aðila um framkvæmd fyrrnefnds prófkjörs. Erindi Ólafs forseta var mis- jafnlega tekiö af þeim aðilum, sem hann leitaði til í bréfi sínu, og kom fljótlega í Ijós, að and- staðan við hugmynd Ólafs var mest meðal samflokksmanna hans í Sjálfstæðisfélögunum. Enda fór svo, að Sjálfstæðis- menn höfnuðu öllu samstarfi við aðra aöila um sameigin- legt framboð og efndu þeir sjálfirtil prófkjörs um val fram- bjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisfélaganna. Framsóknarmenn voru nokkuð tvístígandi gagnvart hugmynd Ólafs, en Vinstri menn og ó- háðir virtust taka best í hugmyndir hans um sameiginlegt prófkjör, enda var af gárungum talið að tmyndu að öðrum kosti eygja fyrirsjáanlegar framboðs- raunir. En hvaö um þaö. Ekkert varð úr framkvæmd sameigin- legs prófkjörs og framboðs, né heldur úr sameiginlegu framboði Vinstrimanna, Framsóknar og Óháðra, svo sem veriö hafði við kosning- arnar 1974. Svo sem fyrr er getið, efndu Sjálfstæðis- menn til prófkjörs. Félag Vinstri manna auglýsti einnig eftir framboðum til prófkjörs, en enginn gaf sig fram, og var því stillt upp með gömlu að- ferðinni í samvinnu við Óháða. Framsóknarmenn gerðu slíkt hið sama. Auk fyrr- greindra framboða, kom fram listi sjö ungra manna, sem svo nefna sig. Þannig að í kjöri til bæjarstjórnarkosninganna verða fjórir listar, og skulum við nú líta nánar á þá hvern fyrir sig. B listi Fram- sóknarmanna ( efsta sæti listans er Guðm- undur Magnússon, bóndi á Hóli. Hann hefur setið í sveitarstjórn frá árinu 1962. Guðmundur hefur um árabil verið helsti forystumaöur Framsóknarflokksins í Bolungarvík, eða allt frá því að Þórður heitinn Hjaltason flutt- Guðmundur Magnússon ist þaðan. Guðmundur var elstur bæjarstjórnarmanna á síðasta kjörtímabili, og hefur svo verið fleiri undanfarandi kjörtímabil. Ungir menn í Framsóknarflokknum hafa nokkuð amast við þrásetu Guðmundar í fyrsta sæti á lista félagsins, en hafa þó ein- hverra hluta vegna ekki haft bolmagn eða festu til þess aö víkja honum til hliðar. Fullvíst verður að telja að Guðmundur nái kjöri í bæjarstjórn. ( öðru sæti listans er Bene- dikt Kristjánsson, kjötiðnaðar- maður. Hann er ungur að árum, en orðinn reyndur í fél- agsmálum. Hann hefur m.a. verið formaður U.M.F.B. hin síðustu ár og er nýkjörinn for- seti Junior Chamber Bolungarvík. Benedikt hefur ekki starfað fyrr aö sveitar- stjórnarmálum. Sagt er að hann hafi lagt mikla áherslu á að komast ofarlega á fram- boðslista, en ekki gert að sáluhjálparatriði hvaða listi yrði fyrir valinu. Nokkrar líkur eru á að Benedikt nái kjöri í bæjarstjórn. I þriðja sæti listans er Sveinn Bernódusson, vél- smiður. Hann er eins og Benedikt ungur maður, en nokkuð reyndur orðinn í fél- agsmálum og er meðal annars formaður Framsóknarfélags- ins. Sveinn mun hafa talið að honum bæri annað sæti list- ans vegna stöðu sinnar í fél- aginu. En einhverra hluta vegna hafa aðrir áhrifamenn í flokknum ekki verið sama sinnis. Ekki eru taldar líkur á að Sveinn nái kjöri í bæjar- stjórn að þessu sinni. Fjórða sæti listans skipar Bragi Björgmundsson, húsa- smiður frá Kirkjubóli í Val- þjófsdal, ungur maöur og við- feldinn, borinn og barnfæddur Framsóknarmaður. Önnur sæti listans skipa skipa í bland, gamlir og grónir Framsóknarmenn og nýttfólk, sem flutt hefur í bæinn á síðustu fjórum árum. Við kosningarnar 1974, buðu Framsóknarmenn fram í samvinnu við aðra vinstri menn og óháða, og var Guðmundur Magnússon þá efstur á lista jafnaðarmanna, samvinnumanna og óháðra og jafnframt forsetaefni listans, ef hann yrði í meiri- hluta að loknum kosningum. D listi Sjálf- stæðismanna Eins og fyrr er getiö efndu Sjálfstæðismenn til prófkjörs. Þetta prófkjör Sjálfstæðis- manna var með nokkuö ó- Ólafur Kristjánsson venjulegum hætti. Sagt er að þeir hafi sent út um 600 próf- kjörsseðla árituöum átján nöfnum þeirra, sem gáfu kost á sér í prófkjörinu, eða til um 90% þeirra, sem á kjörskrá eru í Bolungarvík. Endur- heimtir seðlar voru að sögn á milli 280 og 290, eöa innan við 50% af útsendum seðlum.Er það nokkru lægra hlutfall, en listi Sjálfstæðismanna hefur fengiö við tvennar síðustu kosningar. Reikna má meö því að einhverjir vinstri menn hafi skilað atkvæðum í prófkjörinu. Samkvæmt birtum úrslitum prófkjörsins, virðast sjö efstu sæti framboðslistans vera skipuð eftir þeim. Framhald í 4. síðu Hafnarstræti 7 ísafirði Sími3166 TH0RNYCR0FT BÁTAVÉLAR! ©P.STEFÁNSSON HF MVIRFISCOTUHM Rf VKJAVIK SIMI I POSTKXf SOS3 V Til sölu Comet kvikmynda- sett (kvikmynda- tökuvél, sýningar- vél, tjald ofl.) GÓÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR Upplýsingar í síma 3384 3 ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆^ Fosteignii TIL SÖLU Túngata 3, suðurendi. A fyrstu hæð eldhús, stofa borðstofa og bað. Á ann- arri hæö 3 stór svefnher- bergi og í risi leikherbergi. Getur losnað fljótlega. Austurvegur 12, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Austurvegur 1. A 1. hæð er verslunarhúsnæði. Á 2. hæð íbúð og 3. hæð skrif- stofur. Selst í einu lagi eða hver hæð sér Fjarðarstræti 38. 4ra herb. íbúð á efstu hæð. Vantar á söluskrá allar gerðir af fasteignum um alla Vestfirði. Arnar G. Hin- riksson hdl. Aðalstræti 13, sírrti 3214 Minningarspjöld Hjartaverndar fást hjá Júlíusi Helgasyni kaupmanni í Neista Oskum eftir fólki ■■iBimiimiiummmimi til eftirtalinna starfa: llllllllllllllllllllllllllllllllllllll í VÖRUSKEMMU í KJÖTVINNSLU í KJÖTAFGREIÐSLU Einnig vantar fólk til afleysinga vegna sumarleyfa Gott kaup fyrir duglegt fólk . * Upplýsingar veitir Árni Geir Þórmarsson Kaupfélag ísfiröinga

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.