Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 7
7 tJkMlaMamo_________________ O — Svar við skrifum Vestfirðings •1 Frá Menntaskólanum á ísafirði (1) Brautskráning stúdenta fer fram í Alþýðuhúsinu á ísafirði, laugardaginn 27. maí kl. 15:00. (2) Umsóknarfrestur um skólavist skólaárið 1978/79 ertil 10. JÚNÍ N.K. Otfyllt umsóknareyðublöð (sem fást hjá skóla- stjórum grunnskóla), ásamt Ijósriti prófskírteinis þurfa að berast fyrir þann tíma. SKÓLAMEISTARI V. J þeim lánsumsóknum, sem gerðar höfðu verið til lána- sjóða til að ljúka gerð grunnmannvirkja, sem byrjað hafði verið á, og hlutafjársöfnun það sumar bar ekki þann árangur, að unnt væri að ljúka þeim áfanga. Stjórn félagsins lét þá um haustið vinna kostnaðaráætlun að allri byggingunni, miðaða við þáverandi byggingarvísi- tölu. Þegar sú áætlun lá fyrir, var unnin fjármögn- unar- og framkvæmdaá- ætlun fyrir verkið. Þessar áætlanir voru síðan sendar Þjóðhagsstofnun til um- sagnar, en vegna mikilla anna hjá forstjóra Þjóð- hagsstofnunar Jóni Sig- urðssyni, sem hafði gefið kost á að gera úttekt á málinu, fékkst ekki þaðan álitsgerð fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Var sú álits- gerð í stuttu máli á þann veg, að til þess, að rekstrar- grundvöllur fengist fyrir bygginguna eins og hún væri hugsuð og með þeim framkvæmdahraða, sem gert væri ráð fyrir, þyrfti eigið fé að vera allt að 75% Minni áfangi viðráðan- legri Taldi stjórn Hótel ísa- fjörður þá einsýnt, að nauðsynlegt væri að koma mun minni áfanga í rekst- ur á sem skemmstum tíma til að gera verkefnið við- ráðanlegra og láta rekstur- inn taka þátt í áframhald- andi uppbyggingu. Það var samdóma álit þeirra hóteleigenda, sem leitað var til, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, að það væru tekjur af gistingu, sem helst stæðu undir rekstri hótela í dag. Þar, sem það fer saman, að þörfin fyrir gistingu er brýnust á ísafirði, þótti eðlilegast, að leggja á- herslu á að koma fyrst upp gistirými og nauðsynlegri matseld og veitingaaðstöðu í tengslum við hana. Var því arkitekt hótelsins Óla Jóhanni Ásmundssyni falið að gera tillöguteikningar að þessum áfanga, sem væru 36 gistiherbergi og veitingabúð(cafeteria) á neðstu hæð, en fram- kvæmdum á samkomusal og annari starfsemi, sem fyrirhuguð var yrði frestað. Arkitektinn vann mjög öt- ullega að þessu verki og skilaði tillöguteikningun- um í mars. Þessar teikning- ar voru þá sendar til verk- fræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, sem vann eftir þeim nýja kostnaðaráætl- un miðaða við nýjustu byggingarvísitölu og reyndist kostnaðaráætlun þessa áfanga vera meira en helmingi lægri, en fyrri á- ætlun að húsinu eða um 240 milljónir, og var því um að ræða mun viðráðan- legra verkefni. Bæjarfulltrúi og rit- stjóri heföi getað upp- lýst Gerð þessara áætlunar ásamt tillögu að fram- kvæmdaáætlun var lokið nokkrum dögum áður en íjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Isafjarðar var tekin til af- greiðslu. Vegna erfiðra flugsamgangna reyndist ekki unnt að koma gögn- unum vestur fyrir af- greiðslu fjárhagsáætlunar, og voru því tölurnar úr áætlununum; sendarsímleið- is. Bæjarfulltrúi Gunnar Jónsson, sem jafnframt er stjórnarmaður J Hótel ísa- fjörður hf. gerði skilmerki- lega grein fyrir þessu á bæjarstjórnarfundi' við af- greiðslu fjárhagsáætlunar. Þar sem ritstjóri Vestfirð- ings, sem jafnframt er bæj- arfulltrúi sat þénnan bæj- arstjórnarfund, hefði hann getað upplýst höfund nafnlausu forsíðugreinar- innar um það, sem þar kom fram. Þegar kostnaðar- og framkvæmdaáætlun höfðu borist, var unnin eftir þeim fjármögnunaráætlun fyrir fjögurra ára bygg- ingartíma og rekstraráætl- un hótelsins fyrir árin 1980-1983, sem að sjálf- sögðu tengdust fjármögn- unaráætlun. Allar þessar áætlanir ásamt endurskoð- uðum reikningum Hótel ísafjörður hf. voru lagðar fyrir aðalfund félagsins þann 22. apríl s.l. Að sjálf- sögðu fékk Bæjarsjóður ísafjarðar eins og aðrir hluthafar boð um þennan aðalfund, og sóttu hann fyrir hönd bæjarsjóðs bæj- arstjóri og einn bæjarfull- trúi. Þekkingarskortur úti- lokar bæjarfulltrúa sem höfund í umræddri Vestfirð- ingsgrein segir á einum stað orðrétt; „Hótel ísa- fjörður mun vera hlutafé- lag og er bæjarsjóður lík- lega þar hluthafi, og þá væntanlega einn af mörg- um.“ Þessi málsgrein hlýt- ur að útiloka með öllu, að greinarhöfundur geti verið bæjarfulltrúi. Hann virðist ekki vera viss um, hvort Bæjarsjóður ísafjarðar er hluthafi í Hótel ísafjörður, þó að í eignareikningi bæj- arsjóðs fyrir árið 1976 sé bókað hlutafé í Hótel Isa- fjörður upp á rösklega 11 milljónir. Það verður að minnsta kosti að ætla bæj- arfulltrúum, að þeir leggi á sig að lesa óg kynna sér reikninga bæjarins. Að minnsta kosti gerir grein- arhöfundur kröfur til annara um skipuleg vinnu- brögð. Aætlanir lagöar fyrir aöalfund Greinahöfundi skal einnig bent á, að í hlutafé- lögum fer aðalfundur með æðsta vald í öllum málum félagsins. Eins og fyrr segir voru allar umræddar áætl- anir lagðar fyrir aðalfund félagsins, ásamt endur- skoðuðum reikningum, og samþykkti aðalfundurinn einróma að fela stjórn fé- lagsins að vinna sam- kvæmt þessum áætlunum. Þar sem bókað er í fundar- gerð Bæjarsjóðs Isafjarðar fundarboð á aðalfund Hót- el Isafjörður og fulltrúar bæjarsjóðs voru mættir á fundinn, þá stenst ekki sú fullyrðing greinarhöfundar að fjármögnunar- og fram- kvæmdaáætlanir hafi aldr- ei verið lagðar fram. Vænt- anlega hefði ritstjóri Vest- firðings getað aflað honum þessara gagna hjá bæjar- stjóra. Dylgjur tæpast svara- verðar Tæpast þykir mér svaraverðar dylgjur greina- höfundar um, að með þátt- töku bæjarsjóðs í hótel- byggingunni sé verið að fótumtroða önnur framfar- amál bæjarfélagsins, svo sem framlag til æskulýðs- starfsemi og verkamanna- bústaða. Fréttin um „bar- inn sómasamlega" barst stjórn hótelsins fyrst í Vest- firðingi. Ég get upplýst greinarhöfund um, að bæj- arfulltrúar hafa aldrei sett neinn bar að skilyrði fyrir þátttöku bæjarsjóðs í félag- inu, og ef það er eitthvað sáluhjálparatriði, þá hefur ekki verið teiknaður bar í þann byggingaráfanga, sem fyrirhugað er að ráðast í. Varla flýtti þaö málinu aö draga úr hlutafjár- framlagi Það má virða við greinar- höfund, að hann hefur þó komið auga á, að aðstaða til gistingar í höfuðstað Vestfjarða er ekki alveg eins og best verður á kosið, því hann segir á einum stað, að það liggj i. í augum uppi, að hótel verði á rísa á ísafirði. Varla álítur hann þó, að tillöguflutn- ingur um að fella niðúr tólf milljón króna hluta- fjárframlag bæjarsjóðs á árinu 1977 hafi verið til að flýta eða greiða fyrir mál- inu. Það er alveg rétt, að það er matsatriði hve stór Fyrsta skóflustungan hlutur bæjarsjóðs á að vera, en það hlýtur þó að liggja í augum uppi, að hann þarf að hafa myndar- legt frumkvæði til að tryggja framgang verksins og fá aðra til þátttöku. Má í því sambandi benda á, að Bæjarsjóður Húsavíkur á 55% af hlutafénu í Hótel Húsavík og einnig er gert ráð fyrir, að Bæjarsjóður Ólafsfjarðar hafi meiri- hluta í hótelbyggingu, sem verið er að reisa þar. Þykir okkur því eðlilegt, að Bæj- arsjóður ísafjarðar standi að málinu á svipaðan hátt og þessi tvö sveitarfélög gera, sem bæði eru mun minni en ísafjörður. Vonum aö málið hafi tekiö farsælli stefnu Ég vil að lokum segja, að það hafa orðið okkur í stjórn Hótel ísafjörður vonbrigði, að málinu hefur ekki miðað betur áfram en raun ber vitni. Við vonum þó, að málið hafi nú tekið farsælli stefnu og munum leggja okkur fram um, að unnt verði að vinna sam- kvæmt þeim áætlunum, sem nú liggja fyrir. Reikn- að er með að leggja nýjar teikningar fyrir byggingar- nefnd í næsta mánuði, og hönnuðir vinna nú mark- visst að því að fram- kvæmdir geti hafist síðla sumars. Ferðamálasjóður hefur nú opnað sínar dyr og gefið vilyrði fyrir fyrstu lánveitingum í bygging- una. Er því fastlega vonast til, að fyrsta hæðin verði að minnsta kosti steypt upp á þessu ári. Við, sem kosnir vorum í stjórn fé- lagsins munum eftir bestu getu og af heilindum vinna að framgangi máls- ins. Við viljum helst ekki þurfa að eyða miklum tíma í að svara blaðagrein- um manna, sem ekki hafa manndóm til að setja nafn sitt undir þau skrif, sem þeir birta almenningi, og hafa að auki fátt jákvætt til mála að leggja. pr. pr. Hótel ísafjörður hf. Ólafur B. Halldórssoii

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.