Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 4
4__________________________ Breiðalæk, Bjarna Hákonar- son, bónda, Haga og Guð- rúnu J. Jónsdóttur, hús- freyju, Hamri. I-listinn fékk 30 atkv. og 2 fltr., þá Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóra, Tungumúla og Einar Guð- mundsson, bónda, Seftjörn. í kosningunum í sumar verða 110 á kjörskrá. Krist- ján Þórðarson, oddviti Barðastrandahrepps, sagði í viðtali við blaðið, að í tvenn- um undanförnum kosning- um hefðu komið fram listar, en svo yrði hins vegar ekki nú. Sagði hann að sveita- hreppar yrðu að sækja um sérstakt leyfi til listafram- boðs, en frestur til þess væri nú útrunninn og engir listar hefðu borsit. Ástæðu þess að menn hefðu borið fram lista, sem er fremur óvenjulegt fyrir sveitahreppi, taldi Kristján helst þá, að mikil gróska væri í Barðastrandarhreppi, sem væri annar stærsti sveitahreppur á Vestfjörð- um. Þarna væri um að ræða meiningarmun um leiðir, en ekki um markmið í sjálfu sér. í RAUÐASANDSHREPPI bárust engir listar í síðustu kosningum en í hreppsnefnd voru kosnir þeir Össur Guð- bjartsson, bóndi, Láganúpi, Árni Helgason, bóndi, Neðri-Tungu og Valur S. Thoroddsen bóndi Kvígindis- dal. Össur Guðbjartsson, odd- viti Rauðasandshrepps, upp- lýsti okkur um, að enginn listi væri kominn fram enn- þá, og að hann ætti ekki von á að neinn bærist. Um hugsanlegar breyting- ar á hreppsnefndinni vildi hann ekkert segja, því slíkt gæti farið á alla vegu. í KETILDALAHREPPI bárust engir listar í síðustu kosning- um, en í hreppsnefnd voru kosnir þeir Guðbjartur Ingi Bjarnason, bóndi, Feitsdal, Bjarni S. Kristófersson, bóndi, Fremri-Hvestu, og Sveinn B. Sigurjónsson, bóndi Grænuhlíð. Guðbjartur Ingi Bjarna- son, oddviti Ketildala- hrepps, sagði enga lista hafa borist og átti ekki von á að þeir bærust. Sagði hann, að líklega myndu ekki fást nógu margir til að mynda einn lista auk þeirra stuðnings- manna sem til þarf, því að- eins 12-14 manns væru á kjörskrá. Guðbjartur Ingi sagðist Framhald á 8. afðu Til sölu lítið ekið Suzuski 550 GT árgerð 1975 Upplýsingar gefur Halldór Sveinbjörnsson sími 3223 og 3915 (j77 r Flug og gisting Ein heild á lækkuðu verði. Jða um land eru vel búin hótel. Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö. Hringdu og spurðu um verð á helgarferð. FLUCFÉLAC ÍSLAIS/DS INNANIANDSFLUG BAHCO útloftunarventlar Loftbarkar, 4 og 6 tommu ÞÉTTIEFNI Polyroof svart Tremcoglsert VT \_T ÞAKRENNUR ÞAKRENNUBÖND NIÐURFALLS OG LOFTPÍPUR HNÉ KJÖLJÁRN ÝMISKONAR ÞAKVENTLAR ÞAKGLUGGAR SORPRÖR STÁL Á ÞRÖSKULDA OG ÚTIHURÐIR EINNIG EIR OG KOPAR Blikksmiðja Erlendar (safirði, símar: 4091 og 4191

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.