Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 12
Gúmmíbátar Standard 3-4ra manna verð kr. 103.830 Osa 2ja manna verð kr. 87.800 Rekin 2ja manna verð kr. 62.900 (kajak) Zefir 2ja manna verð kr. 31.000 HÆGT ER AÐ SETJA UTANBORÐSMÓTOR Á STANDARD OG OSA GERÐIRNAR. Árar og björgunarvesti í öllum stærðum. BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sportvörudeild Sími 3123 ísafirði Isafjarðarumboð * Arni Sigurðsson Férðamiðstööin hf. Afli og sjósókn Vestfirðinga á vetrarvertíð 1978 — Guðbjörg ís. aflahæst Aflinn á vetrarvertíðinni 1978 varð 32.627 lestir, sem er 805 lestum meira en í fyrra. Nokkuð meiri afli hefir borist á land á Suðureyri (17%), Þingeyri (17%) og Patreksfirði (13%), en í hin- um verstöðvunum er aflinn víðast svipaður eða lítið eitt minni. Tíðarfar var mjög óhags- tætt til sjósóknar fyrri hluta vertíðarinnar, en eftir páska voru góðar gæftir. Línubátar eru flestir með minni afla en í fyrra, en flestir með hlut- fallslega verðmeiri, þar sem steinbíturinn er minna hlut- fall af aflanum en áður. Afli flestra togaranna er áþekkur og árið áður, en afli netabát- anna heldur lakari. A þessari vertíð stunduðu 44 (39) bátar bolfiskveiðar frá Vestfjörðum lengst af vertíðar (öfluðu yfir 100 lest- ir). Réru 29 (21) með línu alla vertíðina, 5 (9) réru með línu og net og 10 (9) með botnvörpu. Heildaraflinn varð nú 32.627 lestir, en var 31.822 lestir í fyrra. Línuaflinn varð nú 14.693 lestir eða 45% ver- tíðaraflans, en var 14.839 lestir eða 47% í fyrra. Afli togaranna varð nú 15.985 lestir eða 49% en var 14.665 lestir eða 46% í fyrra og í net öfluðust 1.949 lestir eða 6%, en í fyrra var netaaflinn 2,318 lestir eða 7% vertíðar- aflans. Aflahæst af togurunum var Guðbjörg frá ísafirði með 1.981,6 lestir í 18 róðr- um. Guðbjörg var einnig aflahæst á vetrarvertíðinni í Framhald á 11. afðu Guðbjörg fS-46. Aflahæst á Vestjörðum á vetrarvertíð. Ungmennabúðir - Héraðsmót Héröassamband Héraösmót H.V.Í. töku gefur formaöur Vestur-ísfirðinga held- veröur aö Núpi dag- H.V.Í. ur ungmennabúðir aö ana8-9júlí. Núpidagana 19. júní til , ., Jón Guöjónsson 9. júlí fyrir börn á aldr- Allar nanar' uPP'ya- Sími 7745 inum 8 til 13 ára. in9ar um starf °9 Þatt- _ © POLLINN HF Isafirói Sími 3792 1 Öll raftæki til heimilisins Hljómtæki í miklu úrvali Hljómplötur - Tónbönd - Heimilistæki Þú færð hvergi betri vörur, né lægra verð Verslið í stærstu sérverslun með raftæki á Vestfjörðum Iðnskóla ísafjarðar slitið 138 nemendur í hinum ýmsu deildum Iðnskóla ísafjarðar var slitið síðast í maí en alls stunduðu 138 nem- endur nám í hinum ýmsu deildum skólans í vetur leið.Námsbrautirnar eru þessar: Bóklegt iðnnám helstu iðngreina til loka- prófs, stýrimannaskóli 1. stig,teiknaraskóli til loka- prófs, tækniskóli, fjórir á- fangar frumgreinadeildar og vélskóli, 1. 2. og 3. stig en það er í fyrsta sinn sem 3. stigið er starfrækt utan Reykjavíkur. Valdimar Jónsson skóla- stjóri flutti ræðu við upp- sögnina og kom fram þar að 69 nemendur voru í iðnnámi og luku 13 bók- legu námi. Sagði hann á- stæðuna fyrir svo litlum hópi vera þá, að mjög erf- itt væri fyrir væntanlega iðnnema að komast á samning hjá meistara og undirstrikaði það þörf þess að koma á verknámi við skólann í tengslum við iðn- fyrirtæki á Isafirði. Nám í tækniteiknun stunduðu 11 nemendur og útskrifaðist einn Fjórtán nemendur voru í tækniskóladeildinni og luku þrír fullgildu raun- greinadeildarprófi, sem gefur þeim rétt til fram- haldsnáms í tæknifræði við háskóla, Eru nú 5 tækni- fræðingar sem hófu nám sitt í skólanum starfandi á ísafirði og í Bolungarvík. Fyrsta stig í stýrimanna- skóla stunduðu 5 nemend- ur. „Það sem þó markverð- ast er að nú var starfsrækt hér í fyrsta sinn þriðja stig vélskóla,” sagði Valdimar. ,,Er það í fyrsta sinn sem boðið er uppá slíkt nám Framhald á S, afðu Frá Iðnskólanum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.