Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 7
.7 ót Vestfjarða eldun og hringbolta. Um kvöldið var svo varðeldur og þá voru veitt fyrstu og reyndar einu tjaldbúðar- verðlaun mótsins og voru það Gagnherjar í Bolung- arvík sem unnu til þeirra. Önnur nótt skátanna á mótsstað var heldur ónæð- issöm, því nú gekk hann á með stormi og ennþá meiri rigningu og höfðu gæslu- menn mótsins nóg að gera þá nóttina við að festa nið- ur tjöld og tjaldhimna sem voru í þann veginn að tak- ast á loft. Strax næsta morgun var sýnt að veðr- Hugmyndina að mótsmerkinu átti ungur skáti, Sigurður Jónsson Hraunprýði, Isafirði. í Álftafirði 1978 inu mundi ekki slota í bráð og að höfðu samráði við fararstjóra félaganna á- kvað mótstjórnin að slíta mótinu þann dag kl. 10 f.h. en hafa samt kvöld- vöku í Gagnfræðaskólan- um á ísafirði um kvöldið. Þessi málalok urðu að sjálfsögðu öílum mikil von- brigði, ekki síst fyrir félög- in sem staðið hafa að und- irbúningi mótsins. Mótið sóttu skátar frá eftirtöldum félögum: Val- kyrjan, ísaf. 45 skátar, Ein- herjar, Isaf. 23 skátar, Gagnherjar, Bolungarvík 66 skátar, Eilífsbúar, Sauðakróki 31 skáti, skátar af Stor- Hafnarfjarðarsvæðinu voru 21. Starfsfólk var um 20 manns og í fjölskyldu- búðum dvöldu um 30 manns. Sjúkragæsla var í höndum Hjálparsveitar skáta á ísafirði. Mótsstjórn skipuðu: Kjartan Júlíusson, móts- stjóri; Gísli Gunnlaugsson, Ari Daniel Hauksson, Guðjón Davíð Jónsson, Hjördís Hjartardóttir, Anna Gunnlaugsdóttir og Kristín Oddsdóttir. rhöld Þau voru vlð verðlaunaafhendinguna Slgurvegarar f V. flokkl Sigurvegarar í IV. flokki 17. júní hátíðarhöldin á Isafirði voru heldur sviplít- il að þessu sinni. Fy: fá- einum árum var tekin upp sú skipan hjá ísafjarðar- kaupstað að hætta að skipa sérstaka þjóðhátíðarnefnd, en fela íþróttahreyfingunni í bænum að sjá um hátíð- arhöldin. Hafa K.R.Í. og S.R.Í. gert það til skiptis síðan og var það K.R.Í. sem sá um undirbúning fyrir 17. júní að þessu sinni. í fyrstu gafst þessi til- högun vel og íþróttamenn sýndu áhuga og getu til þess að halda 17. júní há- tíðlegan, með þeirri reisn er deginum sæmir. Nú virðist mjög dregið úr framtaki íþróttamanna til þess að standa fyrir mynd- arlegum hátíðarhöldum. Hátíðin var sett kl. 14.00 á Sjúkrahússtúni. Þá var hátíðarguðsþjónusta þar á svæðinu og flutti sr. Jakob Hjálmarsson, sóknarprest- ur hátíðarræðuna við það tækifæri og Sunnukórinn söng. Var þetta hrífandi athöfn og flutti sr. Jakob snjalla og áheyrilega ræðu. Þá kom Björg Baldurs- dóttir fram, sem Fjallkon- an og flutti hún erindi úr íslandsljóði eftir Jóhannes úr Kötlum. Leikarann góðkunna, Sigurvegarar f III. flokki Bessa Bjarnason rak á fjör- ur þeirra K.R.Í. manna, en hann var hér staddur í leikför Þjóðleikhússins. Kom hann fram og reyndi að skemmta börnunum, en tókst það fremur illa, enda einn og óundirbúinn. Víðavangshlaup fór síð- an fram og var það fremur illa skipulagt. Um önnur atriði hátíðar- halda dagsins er hægt að vera stuttorður. Það voru sex knattspyrnuleikir, tveir að kvöldi 16. júní, en fjórir þann 17. Verðlaunaaf- hending fór fram um kvöldið, og voru þá afhent- ir bikarar og verðlauna- peningar, sem þau hjónin Sigríður Króknes og Torfi Björnsson gáfu til keppni í III, IV. og V. flokki. :Sigurður J. Jóhannsson, formaður Iþróttabanda- lags ísfirðinga , ávarpaði þau hjón og aðra við- stadda við það tækifæri. Þakkaði hann þeim Sigríði og Torfa þann hlýhug sem þau sýndu Knattspyrnuí- þróttinni með þessari rausnarlegu gjöf. Utidansleikur var á dag- skrá hátíðarhaldanna. Fór hann þannig fram, að stungið var hátölurum út um glugga í barnaskóla- húsinu og plötusnúðar sátu inni í kennslustofu og léku hljómplötur!

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.