Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 5
5
tJtéuaMació
Í.B.Í. — Völsungur:
Draumasigur ísfirðinga 4:1
Það var sannakllaður draumasigur
sem lið fsafjarðar vann á Völsung frá
Húsavik í 2. deild fslandsmótsins í
kanttspyrnu á Torfnesvelli á föstu-
daginn var. fsfirðingar sigruðu með
fjórum mörkum gegn einu en staðan
í leikhléi var 1:0 fBf í vil. Voru það
nokkuð sanngjörn úrslit því fBf hafði
vægast sagt undirtökin í leiknum.
Að vísu hófst leikurinn ekki
fyrr en 45 mín. eftir settan leik-
tíma vegna seinkunar á flugi, en
hinir rúmlega 200 áhorfendur
létu það ekki á sig fá og fylgdust
með liðu sínu „hita upp“ fyrir
leikinn. Völsungar byrjuðu á
móti vestan vindi og áttu skot
framhjá strax á 1. mín. Eftir smá
þóf tók lið ísafjarðar leikinn í
sínar hendur og átti á annan tug
skota að marki Húsvíkinga, sem
annað hvort geiguðu eða lentu í
höndum markmannsins, en hann
varði oft af mikilli leikni. Á 23.
mín. áttu ísfirðingar innkast og
eftir smáþvögu fyrir framan
mark Völsunga skoraði Gunnar
Pétursson af stuttu færi. Á 40.
mín. skoraði Jón Oddsson mark
af 20 metra færi, sem var dæmt
af vegna rangstöðu félaga hans.
Að öðru leyti var fátt um fína
drætti í fyrri hálfleik, leikurinn
þófkenndur hjá báðum aðilum
og mikið um langar, háar og
ónákvæmar sendingar.
I seinni hálfleik léku heima-
menn á móti vindi. Á tímabili
leit út fyrir að þeir réðu ekki við
þann mótherja að auki, því að á
12. mín. s.h. skoraði leikmaður
Völsungs nr. 7, Kristján Olgeirs-
son, eftir slæm varnarmistök fs-
firðinga. Kristján hafði rétt áður
einleikið upp allan völlinn og átt
skot framhjá. ísfirðingar létu
Hjónln Sigríður Króknes og Torfi Björnsson gáfu fyrr á þessu ári veglega gripi til
verðlauna fyrir knattspyrnukeppni yngri flokkanna og svo fyrir knattspyrnumann
ársinshjá ÍBÍ. Keppt var um verðlaun yngri flokkanna 17. júní sl. Myndin er af
gefendunum við gripina Ljós. Leo Ljósmyndastofa
markið ekki á sig fá og sóttu nú
stíft eftir sem áður og á 26. mín.
skoraði Gunnar Pétursson annað
mark sitt og ÍBÍ. Skaut hann af
20 metra færi yfir hinn smáa en
knáa markmann Völsungs.
Stuttu seinna bjargaði mark-
amðurinn tvisvar naumlega í
horn. Á 32 mín. fékk Jón Odds-
son sendingu inn á miðjan völl
utan af kanti, lagði boltann lag-
lega fyrir sig, lék á einnmótherja
og skoraði örugglega af stuttu
færi. Litlu seinna áttu ísfirðingar
aftur dauðafæri sem ekki nýttist.
Á 42. mín. var dæmt víti á Völs-
ung eftir þunga sókn ÍBÍ. Or
vítinu skoraði Jón Oddsson,
tvisvar reyndar, því endurtaka
varð vítið þar sem einn úr ÍBÍ
var fyrir innan vítateig og fyrra
skotið reið af.
í liði Völsunga var Kristján
Olgeirsson skástur, en hjá ísfirð-
ingum komst Jón Oddsson einna
best frá leiknum, að öðrum ólöst-
uðum. Vörnin, að markamnnin-
um meðtöldum, átti góðan leik ef
frá eru talin mistök, sem ksotuðu
markið. Byggðu varnarleikmenn-
irnir oft upp gott spil, sem miðju-
mennirnir klúðruðu ósjaldan
með löngum og ónákvæmum
sendingum. Var oft eins og hlekk ,
vantaði í keðjuna milli varnar- og
framlínumanna, en þegar send-
ingar miðjumanna heppnuðust á
annað borð var vá fyrir dyrum
Húsvíkinga. Dómari í leiknum
var Róbert Jónsson en línuverðir
þeir Jens Krismannsson og Páll
Árnason og komust þeir ekki ver
frá leiknum en hver annar. Næsti
leikur ísfirðinga er gegn Reyni
frá Sandgerði hér heima þ. 19.
júlí. SS
Úrslit leikja hjá ÍBÍ.
Meistaraflokkur, 2 deild:
Haukar—fBÍ 1:2
Austri—ÍBÍ 1:0
Ármann—ÍBÍ 2:0
Fylkir—ÍBÍ 0:2
Völsungur—ÍBÍ 2:2
Þór—ÍBÍ 2:1
ÍBÍ:KR 1:1
ÍBÍ—Reynir 1:0
ÍBl—Völsungur 4:1
Að loknum 9 leikjum ÍBÍ fengið 10. stig. hefur
Bikarkeppni, meistaraflokkur:
ÍBl—UMFB 5:1
Fylkir—ÍBÍ 2:1
1. flokkur, bikarkeppni:
KA—ÍBÍ 2:3
3. flokkur fslandsmót:
ÍBÍ—UMFB 1:1
Þór, þoræaksh.—ÍBÍ 5:4
ÍK—ÍBÍ 2:1
ÍR—ÍBÍ 1:0
ÍBÍ—Grótta 10:1
3. deild, B rlðlll.
Laugardagur 15. júlí:
Háskólavöllur,
Léttir—UMFB 1:1
Heiðarvöllur,
ÍK—Stefnir—1:1
Sunnudagur 16. júlí:
Stjörnuvöllur, Stjarn-
an—Stefnir 8:1
Bolungarvík hefur nú
fengið 5 stig eftir 5 leiki eri
Stefnir 3 stig eftir 5 leiki.
Efsta liðið í riðlinum er
Njarðvík með 12 stig eftir 6
leiki.
Leikir 4. flokks Haröar
Hörður—Reynir 0:4
Hörður—Hverag. 4:2
Leikir hjá 5. flokkir.
UMBF—Hörður 1:2
Hörður—ÍK 1:4
Leikir 4. flokks Vestra.
Vestri—Hörður 7:1
Víðir—Vestri 1:1
Njarvík—Vestri 3:0
Vestri—Reynir 3:0
Vestri—Hverag. 4:0
Tapi Njarðvík leik á
Vestri möguleika á því að
vinna sinn riðil og komast í
úrslit Islandsmótsins.
Leikir 5. flokks Vestra til dags-
ins í dag.
Vestri—Hörður 0:4
UMFB—Vestri 9:0
Hörður—Vestri 7:0
Vestri—Grótta 4:0
UMFB—Vestri 3:1
Selfoss—Vestri 8:0
Reynir—Vestri 2:0
Vestri—ík 1:0
ss
Verö fjarverandi
vegna sumarleyfis
frá 19. júlí til 21. ágúst.
TEK VIÐ BÍLUM Á SÖLUSKRÁ
FRÁ 20. ÁGÚST.
Upplýsingar í síma 3806,
íAðalstrætl13 ísafirði
frá kl. 18:00 á daginn
og um helgar.
Daði Hinriksson