Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Síða 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Síða 8
8 Örn Ingólfsson sigraði í svifdrekaflugi Um síðustu mánaðamót, nánar tiltekið 2. júlí, gekkst Svifdrekaklúbbur Fsafjarðar fyrir svifdrekamóti Vestfjarða. Fór mótið fram á Þingeyri og svifu keppendur úr um 300 metra hæð fram af Sandafeli- inu og lentu áknattspyrnuvell- inum á Þingeyri. Var keppnin í því fólgin að svífa á sem stystum tíma frá Sandafellinu á á- kveðnum punkti yfir bæn- um og síðan á sem lengst- um tíma þaðan að vell- inum. Voru keppendur allt frá 3 upp í 8 mínútur á leiðinni. Bestum árangri náði Örn Ingólfsson, nr. 2 varð Ragnar Ingólfsson og nr. 3 varð Kolmar Gunn- arsson. Keppendur voru 10. SKÍ var stofnaður 3. mars s.l. óg eru félagar nú 26 hvaðanæva að af Vest- fjörðum. Formaður er Hálfdán Ingólfsson. Félag- ar úr klúbbnum munu taka þátt í íslandsmóti sem haldið verður á Rauð- hettumótinu á Úlfljóts- vatni, en ef veður leyfir munu nokkrir sviffélagar leika listir sínar á sumar- skemmtun með BG og fleirum í Dalbæ á kom- andi helgi. SS. Isafjörður — íbúð til sölu Til sölu er íbúð mín að Fjarðarstræti 13, neðri hæð. I'búðin er 3ja herb. + eldhús, hálfur kjallari og þar 1 herbergi, auk þess fylgir stór bílskúr (2ja bíla). I'búðin verður laus til afhendingar 1. okt. 1978. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 25. ágúst, nk. Allur réttur áskiiinn. FylkirÁgústsson, Fjarðarstræti 13 ísafirði símar: 94-3745 eða 3290 ^ 0rkubú \y Vestfjarða Tilkynning til viðskiptamanna Vegna takmarkaðs raforkuframboðs á Vestfjörðum, miðað við eftirspurn, fyrst og fremst til rafhitunar húsa, telur stjórn Orkubús Vestfjarða sig knúða til að takmarka um sinn veitingu leyfa til rafhitunar þar til: 1. Flutningur raforku hefst um Vestur- línu. 2. Séð verður með hvaða hætti efnd verða fyrirheit stjórnvalda um: a) Að fullnægt verði orkuþörf Vese- firðinga með innlendum orkugjöfum. b) Að Vestfirðingar búi við sambæri- legt orkuverð og aðrir landsmenn. c) Að Orkubú Vestfjarða njóti sömu fyrirgreiðslu og önnur orkufyrirtæki vegna hliðstæðra framkvæmda, svo sem varðandi framkvæmdir, rann- sóknir og sveitarafvæðingu. Skilyrði fyrir rafhitun er, að í húsunum sé vatnshitakerfi og raforka notuð á rafhitunartúpu. ORKUBÚ VESTFJARÐA Héraðsmót Héraðssam- bands Vestur-ísfirðinga að Núpi í Dýrafirði Héraðsmót HVÍ 1978 var haldið að Núpi dagana 8. og 9. júlí. Veður var með ákjósanlegasta móti og fjöldi áhorfenda tölu- verður. Athyglisverðasti árangur náðist í 100 metra hlaupi kvenna en þar varð fyrst 11 ára stúlka frá Suð- ureyri, Kristín Einarsdótt- ir. Hljóp hún vegalengd- ina á 13.3 sekundum. Er greinilegt að þarna er mik- ið efni á ferðinni. f stiga- keppni á milli félaga innan Héraðssambandsins sigraði Stefnir frá Suðureyri með 144 stig, nr. 2 var Höf- rungur frá Þingeyri með 89 stig, 3. var Grettir frá Flateyri með 82 stig, 4. var Önundur frá Önundarfirði með 31 stig og 5. varð Ungmennafélag Mýrar- hrepps með 5 stig. Af ein- stökum úrslitum voru þessi merkust: N.K. laugardag fer flokkur frá HVf á Lands- mót Ungmennafélaganna sem haldið verður á Sel- fossi. Má vænta þess að Jón Oddsson verði ofar- lega á blaði í stökkunum og eins þau Angantýr Jónasson og Kristín Ein- arsdóttir í hlaupunum. Þá má geta þess að á vegum HVÍ hafa verið haldin fjölmörg mót fyrir börn og unglinga, og margir krakkar sóttu sum- arbúðir sem voru á Núpi í s.l. mánuði. SS Helstu úrslit: 100 metra halup karla: 1. Angantýr Jónasson, Höfrungi 11.1 sek. 2. Jens Hólm, Stefni 11.8 sek. Magnús Jónasson keppti sem gestur og hljóp á 10.9 sek. Hástökk karla: 1. Jón Oddsson, Gretti 1.90 m. 2. Jens Hólm, Stefni 1.70 m. 3. Guðmundur Friðriksson, Stefni 1,65 m. Langstökk karla:’ 1. Jón Oddsson, Gretti 6.74 m. 2. Hilmar Pálsson, Höfrungi 6.06 m. Jón náði mun betri árangri í vor er tann stökk 7.08 m. 100 m. hlaup kvenna: 1. Kristín Einarsdóttir, Stefni 13,3 sek. 2. Svala Vignisdóttir, Höfrungi 14,4 sek. 3. Brynja Margeirsd., Höfrungi 14,9 sek. Hástökk kvenna: 1. Anna Bjarnadóttir, Stefni 1,50 m. 2. Dagbjört Leifsdóttir, Gretti 1.40 m. 3. Svala Vignsidóttir, Höfrungi 1,40 m. Kúluvarp kvenna: 1. Hjördís Hjartadóttir, Stefni 8.80 m. 2. Katrín Guðmundsdóttir, Gretti 8,26 m. til söMi einfasa rafmótor 0,37 kW 0,5 hestöfl 1430 snúninga 220 volt 4,3 amper. Upplýsingar hjá hjá Árna í síma 3100.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.