Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 2
vestfirska
rRSTTASlADlD
I vestfirska I
FRETTABLADIÐ
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
Árni Sigurðsson
Blaðamaður:
Eðvarð T. Jónsson
Prentun: Prentstofan ísrún hf.jsafirði
í lok þessa mánaðar verður kosið til embættis
forseta íslands, en tólf ár eru nú liðin síðan síðast
var kosið til embættisins. Stór hluti kjósenda kýs
því nú í fyrsta sinn í forsetakosningum. Viðbúið
er að þekking manna á störfum og embætti
forseta íslands sé misjöfn, því lítil umræða hefur
farið fram opinberlega um embættið. Það er
borgaraleg skylda hvers atkvæðisbærs íslendings
að kynna sér hvers eðlis það embætti er, sem nú
á að kjósa til.
Þær rösklega tvær vikur, sem enn eru til stefnu
geta reynst drjúgar til þeirra nota. Búast má við
því að opinber umræða um forsetaembættið
verði mikil þann tíma, sem eftir er til kosninga.
Vert er að benda mönnum sérstaklega á að
fylgjast með kynningu Sjónvarpsins á forsetaem-
bættinu og frambjóðendunum, sem fram fer í
Kastljósþáttum næstu þrjá föstudaga.
í fyrsta þættinum munu þeir Gunnar G.
Shcram og Þór Vilhjálmsson, prófessor, kynna
embætti og valdsvið forsetans. Föstudaginn 20.
júní munu frambjóðendurnir sitja fyrir svörum.
Spyrjendur verða fréttamennirnir Guðjón
Einarsson og Ómar Ragnarsson. Föstudaginn 27.
júní munu svo frambjóðendurnir, hver um sig,
flytja 10 mínútna ávarp til þjóðarinnar. I hljóð-
varpi munu frambjóðendurnir verða kynntir tvo
næstu sunnudaga.
Rétt er að hugleiða lítilsháttar hvað okkur
kjósendum ber að gera, þegar við göngum að
kjörborðinu til þess að nota þann rétt, sem við
höfum samkvæmt stjórnarskránni til þess að
Að kjósa
samkvæmt
samvisku
og
sannfæringu
greiða atkvæði í forsetakosningum. Það að hafa
rétt til þess að greiða atkvæði leggur einstakl-
ingnum á herðar ákveðnar skyldur. Honum ber
að greiða atkvæði þeim aðila, sem hann hefur
sannfærst um að sé hæfastur til að gegna því
embætti, sem kosið er til. Það er hið eina
rökrétta og á þann hatt einan fæst rétt mynd af
mati þjóðarinnar á frambjóðendum.
Fyrir nokkru voru gerðar skoðanakannanir
meðal kjósenda á fylgi frambjóðenda í þeim
kosningum sem fram fara nú í lok mánaðarins.
Ekki þarf að efast um að þær hafa verið fram-
kvæmdar á heiðarlegan hátt, enda gerðar af
viðurkenndum aðilum og fulltrúar frambjóð-
enda fylgdust með framkvæmdinni.
Hitt er annað, að síðan hafa stuðningsmenn
þeirra frambjóðenda, sem best komu út úr
þessum könnunum reynt að nota sér niðurstöður
þeirra til vafasams áróðurs. Full ástæða er til þess
að vara fólk við því að láta niðurstöður mánaðar-
gamalla kannana hafa áhrif á ákvörðun sína í
þessu þýðingarmikla máli. Því síður að láta
vélast af áróðri eins og þeim, að kjósa eigi til
dæmis þann, sem manni sýnist næst bestur, til
þess að koma í veg fyrir að sá verði kjörinn, sem
maður síst vildi að sæti í embætti forseta.
„Slíkt er hundalógik“ sagði okkar góði gamli
Hannibal og mun það mála sannast. Slíkur
áróður miðar í raun að því að fá kjósendur til
þess að ganga á svig við samvisku sína og
sannfæringu. Það skyldi hver kjósa þann fram-
bjóðanda, sem hann vill að sitji í forsetaembætti.
Aðeins það er fullkomlega heiðarleg þátttaka í
þeirri lýðræðislega mikilvægu athöfn, sem er
forsetakjör.
Ívestíirska
NÚ í HVERRI
VIKU!
Næst föstudaginn
20. júní
Efni, sem birtast á í
blaði vikunnar þarf
nú að berast fyrir
kl. 17:00 á þriðju-
dag, en auglýsingar
fyrirkl. 17:00 á
miðvikudag.
Símar blaðsins eru:
4011,4269 og 3100,
en prentsmiðju
3223.
Yamaha rafmagnsorgel
Eigum fyrirliggjandi:
YAMAHA Reed orgel ......kr. 273.800
YAMAHA C35
Eitt það fullkomnasta
3 hljómborð — Fjölmörg
registur ..............kr. 1.117.500
Bókaverzlun
Jónasar Tómassonar
Flugáhugamenn!
Til sölu er 1 /7 hluti í flugvél, sem vænt-
anlegeríjúní upplýsmgar gefur
Þórður Jónsson
í síma 3941
Vestfirðingar
Isfirðingar
Gistið á hinu
glæsilega Eddu-hótelí,
er þér eigið erindi til
ísafjarðar. Pantið í
síma 3876.
OPNAR
Gerið yður dagamun
og borðiö í
Eddu-hótelinu í
heimavist Mennta-
skólans.
NU UM HELGINA
Kynningarfundir Péturs
Um síðustu helgi héldu stuðn-
ingsmenn Péturs J. Thorsteinsson-
ar fjóra fundi á Vestfjörðum.
Á Patreksfirði var fundur á
laugardag. Fundarstjóri varÓlafur
Guðbjartsson.
Á sunnudag voru svo fundir í
Bolungarvík, á Isafirði og í Súða-
vík. Þeim fundum stjórnaði
Hannibal Valdimarsson. Fundirn-
ir voru fjölsóttir og vel heppnaðir.
Pétur J. Thorsteinsson flutti ræðu
um forsetaembættið og hin fjöl-
breytilegu störf, sem þar þarf að
inna af höndum og frú Oddný
flutti ávarp. Þá tóku og nokkrir
heimamanna til máls. Á ísa-
fjarðarfundinum voru kaffiveit-
ingar og létt tónlist.
Um næstu helgi kemur út blað,
sem stuðningsmenn Péturs á Vest-
fjörðum standa að.
Kosningaskrifstofa er að Upp-
sölum, opin kl. 13:00 til 19.00
Er það svona umhverfi,
sem þú vilt hafa?
Það sem vellur undan grind-
inni er frárennslið úr raðhús-
unum við Hafraholt. Þar búa nú
10 fjölskyldur. Börn úr Holta-
hverfi eru gjarnan að leik, á
auða svæðinu milli raðhús-
anna og þessa staðar, því
hvergi er leikvölíur, gæsluvöll-
ur eða sparkvöllur fyrlr hverfið.
HREFNUKJÖT
Höfum tekið upp breyttan máta á sölu
hrefnukjöts.
VIÐ BJÓÐUM NÚ VALIÐ HREFNUKJÖT,
FRYST í 5 KG. PAKKNINGUM.
Pantanir teknar niður í símum
3678 — 3522 — 3827 og á
Brjánslæk, Barðaströnd
FLÓKI HF.