Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 8
VEIÐIVÖRUR í FJÖLBREYTTU ÚRVALI HERCON stangir MITCHELL hjól ABU hjól og stangir Spúnar, línur, flugur og margt annað viðkomandi stangaveiði. Einnig hjól, stangir og spúnar fyrir sjó- stangaveiði. SPORTHLAÐAN Sími4123 vestfirska FRETTABLASIS ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Árangursríkt starf Lions —Sjóróður gaf vel af sér —Stórfé veitt til líknarmála tarfsári Lionsklúbbs Isafjarðar 1979-1980 lauk með fundi í Fé- lagsheimilinu í Hnífsdal, fimmtudaginn 29. maí s.l. Til fundarins var boðið forsvars- mönnum frystihúsanna á fé- lagssvæði klúbbsins, isafirði, Hnífsdal og Súðavík og Búða- ness h.f., sem gerir út m/b Formaðurinn, Kristján Jónsson og landformaðurinn, Finnbogi Pétursson Guðnýju ÍS, en fyrirtæki þessi hafa veitt klúbbnum ómetan- lega aðstoð til fiskverkunar og sjóróðra, sem eru aðaltekju- lindir Líknarsjóðs; ennfremur forystumönnum félagasam- taka, sem klúbburinn færði gjafir, auk nokkurra einstak- linga. Heildartekjur Líknarsjóðs námu um 2 m.kr., en sú fjárhæð rann óskert til landssöfnunar til hjálpar heyrnarskertum. Megin hluti annarra tekna var af fisk- verkun og sjóróðri, sem gaf af sér 2,2 m.kr. Tekjur af jólasölu námu 532 þús. og smokkfiskróður og beitning gáfu um 300 þús. Klúbb- urinn á nú eigin fiskhjall og bætir það aðstöðuna til muna. Á Þorláksmessu var vígður ljósakross er gefinn var Sóknar- nefnd ísafjarðar og settur var upp við kapelluna í Engidal. Heildar- kostnaður var 550 þús., en Lions- menn sáu að öllu leyti um smíði og uppsetningu. Lionsmótið, skíðamót fyrir 12 ára og yngri var haldið öðru sinni, þátttakendur voru lll, vegleg verðlaun voru veitt og auk þess gaf klúbburinn Skíðaráði ísafjarðar tvö tölvuúr er kostuðu 160 þús. Súrefniskassi er kostaði l .431 þús. var afhentur Sjúkrahúsinu á ísafirði. Gjöf þessi var ákveðin í fyrra og þá greidd að meginhluta, en sakir langs afgreiðslufrests var ekki unnt að afhenda gjöfina fyrr en í byrjun þessa starfsárs. Aðrar gjaf- ir er klúbburinn lét af hendi rakna voru: Til Skógræktarfélags Þessi mynd er dæmigerð fyr- I sumri. Vonandi verður ekki ir veðurfarið það sem af er | lakari tíð, það sem eftir er. ísfirðinga kr. 750 þús. í tilefni að „Ári trésins,“ til Dvalarheimilis aldraðra á Isafirði kr. I milljón og til Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum kr. 2.210.323 sem var hagnaður af sjóferðinni, sem fyrr greinir. Tveir menn, sem ekki eru fé- lagar í klúbbnum voru heiðraðir á fundinum og þeim færðar gjafir: Pétri Þorvaldssyni, Hnífsdal og Rósmundi Skarphéðinssyni, ísa- firði, en þeir hafa reynst klúbbn- Framhald á bls. 6 Pensillinn í nýju húsnæði Pensillinn sf. hefur nú opnað í nýju og rýmra húsnæði að Hafnarstræti 1, þar sem tísku- verslunin Classic var áður til húsa, en sú verslun skipti á húsnæði við Pensilinn. Jafn- framt eykur Pensilinn sf, vöru- framboð sitt og hefur nú á boð- stólum amerísk gólfteppi í mörgum verðflokkum. Eigandi Pensilsins sf., Georg Bæringsson, málarameistari, sagði í viðtali við Vestfirska að með því að hafa nú gólfteppi á boðstólum vonaðist hann til að geta fært eitthvað af teppaversl- uninni hingað heim, en áður hafa menn orðið að fara til Reykjavík- ur til að kaupa gólfteppi. Verslun- in rpun .einnig benda á aðila, sem annast teppalagningu, og ætti þessi þjónusta því að geta orðið jöfn og greið. Pensillinn er um- boðssaðili fyrir Málningu h.f. og selur áfram hverskyns málningar- vörur, fúavarnarefni, veggstriga og gólfdúka. Georg sagði, að von- ir stæðu til að verslunin gæti aukið við sig í vöruúrvali og haft á boðstólum ýmsa léttari þætti byggingarefna innanhúss. PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Philco Þvottavélar Philco Þurrkarar Philips Isskápar Philips Ryksugur Philips 20” litasjónvörp Miöa qott verð * hafa getað komist inn á dansleiki utan heimabyggðar án þess að hafa til þess aldur. Hafa barna- verndarmenn áhyggjur af þessu og í því skyni að reyna að koma í veg fyrir þetta á komandi sumri samþykktu þeir á fundi sínum að „beina því til forstöðumanna danshúsa í Isafjarðarsýslu að þeir sjái til þess að reglum um aðgang að húsunum sé framfylgt. Eink- um sé aðkomuunglingum gert að framvísa nafnskírteini.“ Jafnframt vill fundurinn koma þeirri ábendingu á framfæri til bifreiðastjóra og annarra þeirra, sem stunda mannflutninga, að það sé óheimilt að flytja ungling undir lögaldri á dansleik, þar sem hann fær ekki aðgang og hlýtur Barnaverndar- nefndir þinga Þann I9. maí sl. komu fulltrúar frá barnaverndarnefndunum á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bol- ungarvík, Isafirði og Súðavík saman til fundar á Isafirði. Var tilgangur fundarins að skiptast á skoðunum um barnaverndarmál almennt en sérstaklega um að- gang unglinga að danshúsum. Til- efnið er sú vitneskja að unglingar unglingur, sem ekki hefur forræði sjálf síns að teljast á ábyrgð þess, sem hann flytur frá heimabyggð sinni, þar til hann er kominn til síns heima á ný. Þá fylgir sú hvatning til foreldra og forráða- manna barna að taka höndum saman og sjá til þess að það komi ekki fyrir að unglingar í forræði þeirra séu af bæ án heimildar. 17. jiíní Blaöinu hefur borist dagskrá þjóöhátíöar- dagsins á ísafirði, og er hún á þessa leið: Á sjúkrahústúninu: Kl. 13:45 Lúörasveit Tónlistarskóla ísafjaröar leikur. Stjórnandi Jakob Hallgrímsson Kl. 14:00 Hátíöin sett Hátíðarræða, Matthías Bjarnason alþ.maöur Sunnukórinn syngur, stjórnandi Jónas Tómasson Fjallkonan Morgunveröur (látbragösleikur) o.fl. Leikir undir stjórn skáta Boöganga á hjólaskíðum (fjórar sveitir) Víöavangshlaup unglinga 14 ára og yngri (verðlaun fyrir þrjú hin fyrstu í pilta- og stúlknaflokki) Sjórall á pollinum (hraöbátar) Á knattspyrnuvellinum á Skeiði: Kl. 17:00 Knattspyrna: Bæjaryfirvöld og í- þróttaforysta. Poka- og eggjahlaup sömu aðila Dansleikir: í Félagsheimilinu Hnífsdal 16. júní kl. 10 - 02. B.G. flokkurinn leikur fyrir dansi. Aö Uppsölum 17. júní unglingadansleikur (diskódans) kl. 9-01 aldur 12-18 ára. Veitingasala veröur á hátíðarsvæðinu við SjúkrahústúniÖ og kaffisala í Félagsheimilinu íHnífsdal frá kl. 15:00

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.