Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 3
vestíirska FRETTABLADIS 3 RÚNAR HELGI: ÚT í BLÁINN GÓSENLANDIÐ RUSL OG DRASL Ég kraup við ryðgað lestaropið og kallaði: Halló! Halló! Og djúpt neðan úr iðrum skipsins barst mér svar liðinna kynslóða digrum rómi: H-a-l-l-ð! H- a-l-l-ó! En enginn gaf sig fram, sem útaf fyrir sig var ofur eðlilegt þar eð ég var ekki skyggn og lestin botnfull af sjó. En þarna í rústaðri lestinni, þarna á grasi- grónu dekkinu, þarna í heillegum lúkarnum höfðu fyrir nokkrum áratugum síðan hafst við menn með sjómannsyrði á vör að heyja sína lífsbaráttu. Einhvern tíma hafði þetta yfirgefna skip iðað af lífi. Það hafði komið hlaðið að landi og hnokkar og hnátur beðið spennt við bryggjustokkinn með mæðrum sínum að taka á móti pabba sínum sem þau kannski þekktu ekki neitt. En það var liðin tíð, því nú húkti þetta annars reisulega skip uppí fjöru oní Neðsta, - máttarvöldunum til dýrðar, túristum til Ijósmyndunar. Og ný skip komin í staðinn. Svona verka lögmálin. Garðyrkju- félagið Aðalfundur Garðyrkjufélags ísafjarðar var haldinn í kaffistofu fshúsfélags fsfirðinga fimmtudag- inn 29. maí s.l. var þar fjölmennt að vanda og gengu margir nýliðar í félagið. Þetta var einnig afmæl- isfundur þar sem félagið er nú orðið fimm ára. Þarna voru kynntar blómabæk- ur sem félagið hefur keypt og voru þær síðan afhentar bóka- safnsnefnd en í henni eru Anna Lóa Guðmundsdóttir og Bára Einarsdóttir, munu þær sjá um útlán á bókunum. Til umræðu var einnig hreinsi- vika bæjarins og samþykktu fundarmenn að snyrta og laga til á sjúkarahúss- og elliheimilislóð, umhverfi Vinnuvers og á Wards- túni og planta þar gróðri. Þeir sem vilja leggja hreinsivikunni lið með okkur hafi samband við Hildigunni Högnadóttur s. 3720. Þá kom fram tillaga á fundin- um um að nefnd sú sem velur viðurkenningargarða félags- manna, veiti einnig viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegast umhverfi fyrirtækja og var sú tillaga ein- róma samþykkt. Á fundinum kom fram að til bæjarins er vænt- anlegur landslagsarkitekt frá Ak- ureyri, Árni Jóhannsson, á vegum félagsins og mun hann halda fræðslufund í kaffistofu Ishúsfé- lagsins 12. júní n.k. Hin sívinsæla potta- og áburða- sala fór fram og geta þeir sem misstu af henni fengið áburð og potta hjá ritara félagsins Hildi- gunni Högnadóttur og bækur fé- lagsins, Skrúðgarðabókina, Mat- jurtabókina og Sveppabók ásamt félagsriti hjá gjaldkeranum Lóu Aradóttur. Að lokum má geta þess að stjórnin var öll endurkjörin og er Ásthildur Þórðardóttir formaður, Karitas Pálsdóttir, varaformaður og meðstjórnandi Helga Ebenez- ersdóttir. Á byrðingi þessa aflóga skips mátti enn greina nafn þess og einkennisstafi þó ryð og vindar hafi hart nær náð að afmá eld- gamla málninguna: GUÐ- MUNDUR JÚNI' ÍS 20. Ég gekk mig þarna niðrí Neðsta einn ylríkan morgun að eiga þar stund með móður minni. náttúrunni. Síðan í barnæsku hef- ur einhver ævintýraslikja umvafið þennan part heimsins í vitund minni. Svo ég afréð - kominn á gamals aldur - að sannreyna hvort mínar bernskuminningar ættu sér einhverja stoð í raunveruleikan- um. Neðsta er nú einu sinni fræg- ur staður í íslandssögunni. Og eitt það fyrsta sem ég rakst á var bautasteinn íslandssögunn- ar. Hann tróndi eins og eldflaug frammi fyrir rauðu Turnhúsinu. sem allir ísfirðingar eru yfir sig stoltir af. Ég reyndi að ráða rún- irnar á grjótinu en gekk brösu- lega, því leturgerðin var með end- emum krúsídúllótt, og textinn að mér virtist á máli bauna. Þykist ég þó hafa bevis uppá það að geta lesið dönsku að einhverju gagni. Eftir miklar rýningar og lögeggj- an stoltsins skildist mér loks að hér var kominn legsteinn Ásgeirs- verslunar, en hún er heill kapítuli í íslandssögunni. Og ég hélt áfram að labba. Húsin hans Massa heitins stóðu hvert á móti öðru og horfðust í augu grámyglulega, og þrengdu að manni þegar maður labbaði milli þeirra. Þarna hafði verið settur upp nýr slippur og virtist ekki vera sá voldugasti í heimi. Skakari hreykti sér í þessum nýlega slipp og snikkarar voru eitthvað að dunda við hann. friðsælir á svip. Næstum alveg eins og í gamla daga. Og nú fyrst lukust upp fyrir mér dyr fegurðarinnar. Við mér blasti rusl og drasl, - þetta yndis- lega sannindamerki um atorku mannanna. Og á ísafirði hefur löngum verið mikið af rusli og drasli svo ísfirðingar hljóta að vera með afbrigðum atorkusamt fólk upp til hópa. En það olli mér dulitlum vonbrigðum að besta ruslið og drasiið var fyrir bí. Það var búið að hreinsa töluvert til síðan ég var að spranga þarna um rúm alin á hæð. Þá lágu þarna á kambinum annars vegar ónýtir bátar í röðum, - ákjósanleg leik- tæki fyrir polla. Hins vegar var brotajárn í hraukum og þar kenndi margra grasa. En svo kom skip, sennilega úr útlöndum, og hirti obbann af járninu. og bát- hræin hurfu einhvern veginn eitt af öðru. Og nú stóðu bara ó- merkilegar leifar eftir; nokkrir ryðgaðir vélarhlutar, spýtnarusl. rekaviðardrumbar, naglar og plastpokar. Jú annars. þarna stóðu tvö báthræ á nýju uppfyll- ingunni. Mikið var það notaleg sjón. Almennilegt rusl! Fallegt! Ég fikraði mig áfram niðrá tanga og passaði mig á nöglum og glerbrotum, því ég var á nýju skónum mínum. helvíti fínir skór. En allt í einu stirðnaði ég upp eins og fengið hefði ég gaur í rassinn, og yfir mig færðist þessi hamingja sem mest líktist geð- veiki. Ég var fallinn í stafi yfir því sem fyrir augu bar: tveir ryðkláf- Reiknivélar með pappírsstrimli og glugga OMIC410PD kr. 60.900 OMIC210PD kr. 89.300 OMIC312PD kr. 96.700 ABC 2002 ritvélar kr. 75.750 ABC 3002 ritvélar með dálkastilli kr. 84.500 IBM 82C kúluritvél kr.824.000 VIÐGERÐARMAÐUR fyrir IBM ritvélar er staddur á ísafirði 10. til 14. júní. Nánari upplýsingar í Bókhlöð- unni. Bókaverzlun bjl Jónasar Tómassonar Sími 3123 — ísafirði ar uppí fjöru og maraði annar í hálfu kafi. Kría stóð kyrr í loft- inu, mávur sat á mastri. Kyrrð. Ró. Fegurð. Hamingja. Annar kláfurinn var fyrrnefnd- ur Guðmundur Júní og var öllu merkari en hinn sem hét bara Notts County og var tjalli. en tjallar hafa aldrei verið hátt skrif- aðir á íslandi. Þeir strönduðu allt- af þar sem engum öðrum datt í hug að stranda. Greyin. Þess vegna marar Notts County í hálfu kafi niðrá suðurtanga og er annar stofnenda togarakirkjugarðsins á tsafirði. Nú myndar hann brim- varnargarð fyrir slipp sem ekki er til lengur. Því verður ekki neitað að togar- arnir tveir ýta undir atorkuímynd ísfirðinga. auk þess sem þeir setja stóran svip á bæinn. Það er eitt- hvað seiðmagnað, já eitthvað ljóðrænt og rómantískt við þessi flök sem við öllum blasa. Þau eru svo sjálfsagður partur af tilver- unni að fólk var almennt löngu hætt að hafa um þau orð. Ég er viss um að mönnum þætti skarð fyrir skildi ef einhver imbinn kæmi og sprengdi þau í loft upp. Þá yrði fundað í bæjarstjórninni. Svo mátti ég til að príla um borð í Guðmund Júní. jafnvel þó ég væri á nýjum skóm. Lítil már- íuerla sat uppi á borðstokknum og dillaði stélinu ákaft eins og hún vildi hvetja mig til dáða. Ég gekk varfærnislega um þil- farið. því ég óttaðist að eitthvað kynni að bresta. og hrökk í kút við hvert marr. Litlar, snotrar plöntur höfðu skotið rótum í kverkum og samskeytum. Náttúr- an var ekki af baki dottin. Það var einhver einkennilegur andi þarna um borð, einhver eyðileiki. söknuður. Það var eins- og einhver hefði á mér gætur. Til að reka af mér svo fáránlegar hugrenningar kallaði ég Halló! Halló! oní lestina. Og hásetarnir svöruðu allir í kór: H-a-l-l-ó! H- a-l-l-ó! FASTEIGNA VIÐSKIPTI Nú eru einungis 3 íbúðir óseldar í fjölbýlishúsinu, sem Eiríkur og Einar Valur s.f. eru að byggja í Firðin- um. Um er að ræða tvær 3ja herb. íbúðir, 76 ferm. og eina 4ra-5 herb. 114 ferm. íbúðirnar verða af- hentar tilbúnar undir tré- verk og málningu, eigi síð- aren 1.7.1981. Hlfðarvegur 33; Neðri hæð í fjórbýlishúsi. 3ja her- bergja íbúð ásamt 40 fm. bílskúr. Laus um miðjan júlí. Hlfðarvegur 7; 3ja her- bergja íbúð á 3. hæð ásamt íbúðarherbergi í risi, hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. íbúðin er laus. Vitastígur 8, Bolungarvík; Mjögfallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Traðarland 4, Bolungarvík; Byggingarframkvæmdir að 140 fm. einbýlishúsi. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 Vélvirkinn sf. vélaverkstæði Véladeild Viðgerðir, stillingar og endurbygging á dísel- og bensínvélum. Viðgerðir á þungavinnuvélum. Viðgerðir á allskonar farar- og hjálpar- tækjum. Nýsmíði og uppsetning á véium og tækj- um. Framkvæmum meiri- og minniháttar vélahreinsanir á bátum og skipum. Góð hafnaraðstaða, svo að segja við hliðina á verkstæðinu. Getum unnið verk hvar sem er á Vest- fjörðum EFLUM VESTFIRSKAN IÐNAÐ Vélvirkinn sf. vélaverkstæði Hafnargötu 8 — Bolungarvík Sími 94-7348 Hafóu samband Skipaferöir til Isafjaröar og Akureyrar alla mánudaga EIMSKIP ^ HALFSMANAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HÚSAVÍKUR Sími; 3126 VÖRUMÓTTAKA í SUNDASKÁLA OG A — SKÁLA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.