Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 7
vestíirska rRETTABLADIÐ Guðlaugur Þorvaldsson í viðtali við Vestfirska: „Myndi reyna að velja almennan mann- kostamann” Hvernig fara fundir forseta- frambjóðendanna á vinnustöð- um landsmanna fram? Eru þeir „skotnir í kaf“ af íslenskum verkalýð og spurðir í þaula um afstöðu sína til þjóðmálanna og almenn viðhorf? Til að fá einhver svör við þessum brennandi spurningum, fór fréttamaður Vestfirska á tvo vinnustaði með Guðlaugi Þor- valdssyni, er hann hafði við- dvöl hér á ísafirði í síðustu viku á yfirreið sinni um Vestfirði. Ekki verður sagt að fundirnir hafi verið átakamiklir eða ýkja fjörugir. Guðlaugur ræddi hispurslaust um sjálfan sig og þjóðfélagsleg viðhorf sín og þeir sem fórnuðu „pásunni“ sinni til að hlusta í stað þess að njóta veðurblíðunnar, hlust- uðu kurteislega, klöppuðu vel fyrir ræðunni, en spurðu einsk- is. Síðar um daginn bárust fregnir af opnu húsi hjá gamla fólkinu í Uppsölum og þangað skunduðu menn ótrauðir. Á leiðinni fræddi Guðlaugur íréttamann Vestfirska um ferðaáætlun sína þessa dag- ana. Það er greinilega ekki heigl- um hent að fara í forsetaframboð. f dag er Guðlaugur á ísafirði, á morgun verður hann í Vest- mannaeyjum og hinn daginn á Blönduósi, Siglufirði og jafnvel Húsavík. Vegna veikinda sinna byrjaði Guðlaugur seinna en hin- ir frambjóðendurnir og því er yfirferðin öllu ..hektískari" en hjá hinum. Gamla fólkið tók vel á móti Guðlaugi og allir fengu kaffi. Valdimar Örnólfsson, sem var í fylgdarliði frambjóðandans, stjórnaði fjöldasöng. Allir stóðu upp og sungu: Ó, fögur er vor fósturjörð, og fleiri söngva, sem snerta viðkvæma strengi í brjóst- unum. Síðan talaði Guðlaugur um trúarskoðanir sínar. Til að lýsa þeim vitnaði hann í þjóð- skáldið, sem orti um „Guð í al- heimsgeimi, Guð í sjálfum þér.“ Ekki er víst að lúterskum guð- fræðingum hefði fundist þetta kórrétt lúterska. Hvað um það var einlægni og hispursleysi Guð- laugs á við margar predikanir. Gamla fólkið hlustaði og ein kona sagði stundarhátt: „Þennan mann ætla ég að kjósa.“ Gömlu mennirnir létu sér hinsvegar fátt um finnast og spurðu hvort hann vildi koma í lomber. Um síðir tókst fréttamanni að króa Guðlaug af og bað um við- tal, sem hann tók ljúfmannlega. SÁTTASTARF FORSETANS —Hvernig leggst sá möguleiki í þig að verða forseti fslands með 26% atkvæða á bak við þig? —Það er vitaskuld leiðinlegra að hugsa til þess, segir Guðlaug- ur. Ég er þó þeirrar skoðunar að þegar úrslitin liggja fyrir munum við frambjóðendurnir standa heil- ir og óskiptir á bak við þann sem sigrar kosningarnar. Það liggur a.m.k. alveg fyrir af minni hendi. —Sagt er að forsetinn eigi að vera maður sátta. Nú logar ís- lenska þjóðfélagið oft af sundr- ung og úlfúð undir niðri. Fráfar- andi forseti er maður sátta, en þetta hefur ekki breyst í hans tíð. Breytist þetta í þinni tíð? —Ég vil nú engu spá, en ég mun að sjálfsögðu gera allt sem ég get óbeint til að stuðla að sáttum í þjóðfélaginu, ef ég verð kjörinn. Ég geri mér grein fyrir því að forsetinn er í sjálfu sér ekki virkur sáttasemjari. Ég tel að hann geti væði með ræðum sín- um og framgöngu allri verkað óbeint sem sáttasemjari. Ég vil þó engu spá um hvernig mér tækist til. ef mér yrði falið þetta em- bætti. Allavega mundi ég leggja mig fram um það. Frambjóðendurnir hafa allir margt til brunns að bera. Um hvað stendur þá valið? Er kosið um mannkosti frambjóðendanna eða eitthvað annað? verður hver að svara fyrir sjálfan sig. Sennilega er það vegna þess að þessar kosningar snúast fyrst og fremst um einstaklinga, en ekki málefni. Andstaða og sam- staða verður skýrari, þegar menn ræða um málaflokka, en mat á einstaklingum er meira tilfinn- ingalegs eðlis. Mikill fjöldi kjó- senda þekkir frambjóðendurna og á af skiljanlegum ástæðum kannske erfitt með að gera upp hug sinn í þessu samfélagi okkar. Guðlaugur Þorvaldsson og Kristín, kona hans. —Það er mjög erfitt að svara þessari spurningu. Kannske er þetta frekar tilfinnanlegs eðlis og hvað ræður tilfinningum einstak- linganna? Það er svo margt. Það getur verið að menn finni ein- hverskonar samstöðu með fram- bjóðandanum, t.d. á sviði stjórn- mála, trúmála, almennra viðhorfs í menningarmálum eða atvinnu- málum ellegar eigi eitthvert nán- ara sálusamfélag við hann en aðra menn. Ég treysti mér ekki til að alhæfa neitt um þetta. en ég held að fyrir bragðið verði úrslit þessara kosninga þeim mun óviss- ari. —Ef þú ættir sjálfur að kjósa forseta, hvað mundir þú láta ráða ' afstöðu þinni? —Ég mundi reyna að velja al- mennan mannkostamann. sem gæti sameinað þjóðina. Jafnframt legg ég áherslu á að viðkomandi hefði töluvert víðtæka reynslu. Ég legg ekki mikla dáherslu á djúpa sérfræðiþekkingu á einhverjum sérstökum sviðum, heldur miklu fremur alhliða þekkingu á þjóð- lífinu. Forsetinn þarf að spanna mjög vítt svið og hann verður því að þekkja til á mjög mörgum sviðum. FORSETASTARF ER TVEGGJA MANNA STARF —Er það nauðsynlegt fyrir í- mynd þessa embættis að þínu mati að forsetinn sé kvæntur? —Nei, ég tel að það sé ekki nauðsynlegt. Hins vegar verð ég að segja það fyrir sjálfan mig, að ég gæti ekki hugsað mér að búa einn á Bessastöðum. Ég vildi hafa konu mér við hlið. Þetta er mín persónulega skoðun, forsetastarf- ið er tveggja manna starf. —í skoðanakönnunnum hefur komið fram að stór hluti kjósenda hefur ekki tekið afstöðu til ykkar frambjóðendanna. Hverer ástæð- an að þínu mati? —Ég veit það nú ekki. Því sem er svo lítið. —Væri akkur i því fyrir forseta Islands að hafa verið stjórnmála- maður? —Það tel ég ekki vera. Auðvit- að spillir það alls ekki að hafa almenna stjórnmálareynslu. Þó get ég hugsað mér að þau tilvik komi fyrir, þegar það getur orðið honum fjötur um fót. Og ef ég væri að því spurður hvort væri betra að hafa aldrei komið nálægt stjórnmálum eða hafa verið í stjórnmálum. þá held ég að það sé betra að hafa ekki komið ná- lægt þeim. Annars hafa flestir menn nasasjón af pólitík, þótt þeir hafi ekki verið virkir í henni. ÞRENNSKONAR VEGANESTI —Telur þú að þín akademíska reynsla hafi búið þig undir þetta embætti? —Já hiklaust. Þau ár sem ég var rektor háskólans eiga sérstak- lega að geta orðið mér gott vega- nesti. Það er þrennt, sem ætti að geta orðið mér veganesti. í fyrsta lagi tel ég að bakgrunnur minn í uppvextinum gefi mér töluverða innsýn í íslenskt þjóðfélag. Þótt það hafi mikið breyst hef ég aldr- ei slitnað algjörlega frá því. í öðru lagi gaf skólaganga mín mér breiða yfirsýn yfir samfélagið og í þriðja lagi tel ég mig ekki hafa einhæga starfsreynslu. Ég hef annarsvegar fengið tækifæri til að kynnast stjórnsýslunni og stjórn- kerfinu vel og hinsvegar hef ég í Háskólanum umgengist nemend- ur og kennara með mjög ólíkar pólitískar skoðanir og hugmyndir. Ég þurfti oft að taka á málum sem voru svipaðs eðlis og er í þjóðfélaginu. Síðast en ekki síst hef ég talsvert mikla reynslu af þátttöku í erlendum ráðstefnum og móttöku erlendra gesta. —Er eftirsóknarvert að vera forseti á tímum eins og þeim sem við lifum á? —Það er áhugavert að takast á við verkefni eins og þetta, en hvað tímana snertir er það í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert að vera forseti í nokkru landi. En einhver verður að gegna því embætti og þegar ég er spurður hversvegna ég sé þá að gefa kost á mér, þá svara ég samviskunni samkvæmt; eftir að mjög margir höfðu leitað til mín vítt og breitt úr þjóðfélaginu, m.a. ábyrgir framámenn úr öllum flokkum, þá taldi ég málið komið á það stig að það væri skylda mín að gera það. Og ég er við því búinn að taka hvoru sem er, að vera kjörinn með þeirri ábyrgð, sem því fylgir, eða falla í þessum kosningum og vera þá viðbúinn að halda áfram að lifa lífinu og styðja vel við bakið á þeim, sem verður kosinn. etj,- FASTEIGNA VIDSKIPTI Hjallavegur 15,130 ferm. einbýlishús úr timbri. Steyptur kjallari, ca. 90 ferm. með 2ja herb. íbúð og bílageymslu. Afhending í sumar, eftir samkomulagi. Fitjateigur 3, grunnur að einbýlishúsi ásamt sökklum fyrir bílskúr. Efni fylgir. Stórholt 11,3ja herb. ca. 75 ferm. íbúð í nýju fjöl- býlishúsi. Afhending eftir samkomulagi. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. ca. 70 ferm. íbúð í góðu standi. Afhending eftir samkomu- lagi. Traðaland 11, Bolungarvík, einbýlishús úr steyptum einingum, ásamt bíl- geymslu. Laust í síðasta lagi í september n.k. Aðalstræti 32, 4 herb. ca. 80. ferm. íbúð í fjórbýlis- húsi. Laus 1. júní n.k. Strandgata 19a, 5 herb gamalt einbýlishús á 2 hæðum. Afhending eftir samkomulagi. Sundstræti 14, 4ra herb. ca. 85 ferm. íbúð á 2. hæð, norðurenda. Afhending með skömmum fyrirvara. Fitjateigur 2, nýtt 144 ferm. einbýlishús úr timbri (Siglufjarðarhús) Selst í núverandi ástandi eða full- frágengið ef óskað er. Laust til afnota strax. Hjallavegur 8, neðri hæð, 4 herb. 135 ferm. íbúð með sérinngangi. Laus 1. maí n.k. Vitastígur 17, Bolungarvík, 4 herb. íbúð á efri hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi. Laus til afnota 1. ágúst n.k. Urðarvegur 56, grunnur að raðhúsi. Komnir eru sökkl- ar, milliveggur og plata að hluta. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Hafnarstræti 1, sími 3940 isafirði ALLSKONAR PLÖTUR FJÖLBREYTT ÚRVAL SPÓNAPLÖTUR: 10 — 12 — 16 — 19 mm. VATNSHELDAR SPÓNAPLÖTUR: 12 — 16 mm. VATNSHELDUR BIRKIKROSSVIÐUR: 4 — 6 — 9 — 12 — 15 mm. WISOFORM (BRÚNN SJÓKROSSVIÐUR): 6 mm. PLASTHÚÐAÐAR SPÓNAPLÖTUR: 16 mm. hvítar 16 mm. palesander 19 mm. eik 19 mm. antik eik Smíöaviöur 2”x7” og 2”x8” úrvals smíðafura Harðviður: Oregon pine, Ramin Abakki, Beiki T résmíöaverkstæöi Daníels Kristjánssonar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.