Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 4
vestfirsha
FRETTABLAÐIH
VEstíirska
FRETTABLAEID
Nemendur 3ja stigs vélskóla 1979-80 við Iðnsk. fsafj. Frá vinstri til hægri: Guðmundur
Einarsson, Sigtryggur Georgsson, Guðmundur H. Lárusson, Þórhaltur Gunnlaugsson, Gunn-
ar G. Magnússon, Jóhann Jóhannsson, Gissur Skarphéðinsson, Þórir Hálfdánarson.
Iðnskólinn ísafirði braut-
skráir 51 nemanda
Iðnskólanum Isafirði var slitið
laugardaginn 24. maí s.l. Níutíu
og sjö nemendur stunduðu nám á
fimm námsbrautum, en við skól-
ann er, samhliða bóklegu iðn-
námi, starfræktur vélskóli í þrem-
ur stigum, stýrimannadeild fyrsta
HREINSUNARVIKA
Vinnunefndin, sem komiö var á fót til
þess aö skipuleggja og standa fyrir
hreinsun í bæjarlandinu, leitar nú til þín
um aðstoð.
Viö biöjum þig aö hreinsa allt rusl af
lóðinni þinni, fegra hana og snyrta, en
Áhaldahús bæjarins mun aðstoða þig við
að koma ruslinu í burtu, sem hér segir:
Sorphreinsunarbíllinn mun fara um í-
búðahverfi bæjarins á eftirtöldum dögum
og hreinsa:
Fimmtud. 12. júní: Af svæðinu
í Holtahverfi.
Föstud. 13. júní: Af svæðinu í Hnífsdal.
Sunnud. 15. júní: Yfirferð á Eyrinni
og efri bærinn
Mánud. 16. júní: Yfirferð í Holtahverfi og
Hnífsdal.
Um frágang á rusli, er rétt að taka
fram, að nauðsynlegt er að aðskilja
brennanlegt rusl frá óbrennanlegu.
Bent skal á að óbrennanlegt rusl, svo
sem grjót, gler og járn veldur skaða á
sorpbrennsluofninum og þarf því að setja
sér í poka.
Framangreinda daga 9.-16. júní n.k.
geta þeir sem losna vilja við bílhræ eða
kofa af loðum sínum, fengið til þess
aðstoð áhaldahúss bæjarins, eigendum
að kostnaðarlausu.
í því skyni skal hafa samband við Odd
Pétursson bæjarverkstjóra í síma 3443.
Við hvetjum alla ísfirðinga til þess að
leggja sitt af mörkum til þess að hreinsa
og fegra bæinn og taka þátt í hreinsunar-
herferðinni.
Minnumst þess að HREINN BÆR ER
OKKUR KÆR
Vinnunefndin.
stigs, tækniteiknaraskóli og frum-
greinadeildir tækniskóla.
Að þessu sinni voru útskrifaðir
19 iðnnemar, 5 tækniteiknarar, 3
stýrimenn, 9 vélstjórar fyrsta stigs,
4 vélstjórar annars stigs og 8 vél-
stjórar þriðja stigs, en þrír nem-
endur luku að fullu frumgreina-
deildarprófi tækniskóla.
Sú nýbreytni var að Vélstjóra-
félagið og Útvegsmannafélag
Vestfjarða gáfu bókaverðlaun í
öðru og þriðja stigi vélskóla fyrir
góðan námsárangur. Þá áskortn-
aðist skólanum einnig prófarka-
pressa frá Prentstofunni ísrún.
Við skólann voru í vetur starf-
andi sjö fastráðnir kennarar að
meðtöldum skólastjóra en stunda-
kennarar voru tíu auk námskeiðs-
haldara.
í skólaslitaræðu sinni sagði
Valdimar Jónsson, skólastjóri
m.a.
„Ég held að enginn sem nennir
að hugleiða þau mál, dragi í efa
nauðsynina á að halda uppi
starfsréttindanámi í tengslum við
helstu atvinnugreinar staðarins.
Því verður ekki neitað að starf
þessa skóla hefur borið þann ár-
angur að hér starfa tugir manna
með starfsréttindi, sem þeir hafa
ýmist aflað sér eða lagt grunninn
að við þennan skóla og hef ég þá
aðeins í huga starfsemi skólans á
allra síðustu árum.
Hitt er einnig athyglisvert að
nær allir rótgrónir iðnaðarmenn
hér á staðnum og forstöðumenn
iðnfyrirtækja eiga rætur að rekja
til skólans á árum áður. meðal
annars þegar samtök iðnaðar-
manna ráku skólann að verulegu
leyti. Þessi samtök iðnaðarmanna,
sem voru tiltölulega öflug áður,
hafa nú ekki starfað - að sögn-
undanfarinn áratug eða meir.
Tel ég að þessi skóli hafi misst
þar þann bakhjarl, sem best hefði
dugað honum og nauðsynlegt er
að hafa heimafyrir."
Þá sagði Valdimar Jónsson:
„Ef menn halda að stjórnunarleg
sameining framhaldsskólanna hér
á ísafirði í einn fjölbrautaskóla sé
það sem koma eigi, má það vel
vera.
Slík sameining er hins vegar
ekki bundin einhverjum sérstök-
um þakfrágangi- og gæti, ef það
þætti henta, átt sér stað þótt byggt
væri sérstaklega yfir skólahald
það sem nú er í Iðnskólanum-.
Nýbygging menntaskólans á
Torfnesi er ætluð 250 nemendum
til bóknáms eingöngu - I 15
kennslustofum. Þessi nemenda-
fjöldi samsvarar einmitt saman-
lögðum nemendafjölda Iðnskól-
ans og Menntaskólans, eins og
hann hefur oft verið undanfarin
ár og kennslustofufjöldinn er
einnig hinn sami og skólarnir
hafa nú samanlagt til bóklegrar
kennslu.“
Barnaskóla Isa-
fjarðar slitið
Alls stunduðu 392
í 17 bekkjar
Starfi Barnaskóia Isafjarðar
skólaárið 1979-1980 lauk 30.
f.m. Vetrarstarfið hófst 3. sept.
s.l. f skólanum voru alls 392
nemendur, þar af 78 börn í
forskóladeild skólans. Bekkjar-
deildir voru alls 17, þar af 2
deildir forskólabarna, og voru
tveir kennarar starfandi sam-
tímis í deildum sex ára barn-
anna.
Fjöldi nemenda í aldurshópun-
um var nokkuð misjafn.
Stúlkur Drengir.
l. bekkur 24 44
2. bekkur 27 33
3. bekkur I6 20
4. bekkur 27 36
5. bekkur 2I 2I
6. bekkur 24 2I
Alls: 139 175
Við skólaslitin afhenti skóla-
stjóri nokkrum börnum í VI. bekk
bókaverðlaun fyrir ágætan náms-
árangur. Þessi börn fengu verð-
laun:
Guðrún K. Sveinbjörnsdóttir.
Sigríður L. Gunnlaugsdóttir,
Halla Valg. Haraldsdóttir og
Halla Reynisdóttir.
Sérstök verðlaun voru veitt til
barna i VI. bekk. fyrir árangur og
ástundun í handmennt. Þau verð-
laun hlutu Sigríður M. Gísladóttir
og Óli Örn Andrésson.
Litlar sem engar breytingar
hafa verið á kennaraliði skólans
seinni árin. Tveir kennarar,
Ragnh. Þóra Grímsdóttir og Sig-
Sumarbústaður til sölu.
Tilboð óskast í sumarbústað á
Dagverðardal.
Upplýsingar gefur Hörður Þor-
steinsson í síma 3165.
Til sölu
Peugeot 504, árgerð 1977, ek-
inn 34 þús. km.
Upplýsingar í síma 3487.
Notað kvenreiðhjól óskast til
kaups.
Vinsamlegast hringið í síma
4307
Herbergi óskast á leigu.
Upplýsingar í síma 4343 eftir kl.
19:00.
EINBÝLISHÚS TIL SÖLU
Tilboð óskast í húseignina
Hlíðarveg 31,
einbýlishús með bílskúr.
Upplýsingar gefur Hörður Þor-
steinsson, sími 3165.
nemendur nám
deildum
ríður St. Axelsdóttir, hafa óskað
eftir launalausu leyfi frá I. jan.
I98l til loka skólaársins vegna
persónulegra aðstæðna. Af þeim
sökum hefir verið óskað eftir að
auglýstar verði tvær alm. kenn-
arastöður við skólann.
Ragnar H. Ragnar heiðursfélagi F.Í.T
Heiðdís N. Hansdóttir hlaut aðalverðlaun fyrir
námsárangur í Tónlistarskóla l'safjarðar
Tónlistarskóla ísafjarðar var
slitið föstudaginn 30. maí s.l. í
Alþýðuhúsinu. Við skólaslitin
var skólastjóra Tónlistarskól-
ans, Ragnari H. Ragnar, afhent
heiðursskjal frá Félagi fs-
lenska tónlistarkennara, þar
sem Ragnar var gerður að
heiðursfélaga. Formaður fé-
lagsins, Halldór Haraldsson,
fól Sigríði Ragnarsdóttur,
píanóleikara, að afhenda skjal-
ið við þessa athöfn.
Skólaslitaathöfnin hófst með á-
varpi skólastjóra, en síðan lék
strengjasveit Tónlistarskólans
með píanóundirleik tríó-sónötu í
e-moll eftir Corelli. Stjórnandi
var Jakob Hallgrímsson, en
25 stúdentar frá M.l.
Hluti hópsins, sem útskrifaðist frá M.f.
Tíunda starfsári Menntaskólans á
ísafirði lauk með brautskráningu 25
nýstúdenta á skólaslitaathöfn í Al-
þýðuhúsinu á Isafirði laugardaginn
31. maí.
Athöfnin hófst með því að kammer-
sveit undir stjórn Jakobs Hallgrímssonar
flutti sónötu eftir Corelli. Skólameistari,
Björn Teitsson, flutti ræðu og skýrði frá
skólastarfinu á liðnum vetri. Fulltrúi
fimm ára stúdenta, Elísabet Þorgeirsdótt-
ir, flutti ávarp af þeirra hálfu. Þá afhenti
skólameistari hinum nýju stúdentum
prófskírteini og verðlaun. Sá nýstúdent,
sem hæsta einkunn hlaut Daðey S. Ein-
arsdóttir, flutti ávarp. Skólameistari
mælti síðan nokkur orð til nýju stúdent-
anna og sagði skólanum slitið. Að lokum
lék einn nýstúdentanna, Vilberg Viggós-
son, Píanósónötu eftir Beethoven.
STÚLKUR I MEIRIHLUTA
Skólastarf hins liðna vetrar hófst með
skólasetningu 16. sept. 1979. Á skólaárinu
stundaði alls I4l nemandi nám við skól-
ann. Stúlkur voru í miklum meirihluta í
skólanum í heild eða 84 (60%) á móti 57
piltum (40%).
Búsettir á Isafirði voru 79 nemendur
(56%), annars staðar af Vestfjörðum
komu 30 (21%), en utan Vestfjarða áttu
heima 32 (23%). Á síðustu árum hafa æ
færri með heimilisfang utan Vestfjarða
komið í Menntaskólann á ísafirði, og
stafar það að sjálfsögðu af því að upp
hafa risið nýir mennta- og fjölbrautaskól-
ar hér og þar um landið, eins og kunnugt
er.
Af nemendum hættu 18 námi fyrir
próf, og voru þeir flestir í I. bekk. Undir
vorpróf gengust 123, og H9 hafa lokið
þeim. 18 nemendur féllu á vorprófunum.
ÆTLUN OKKAR ER SÚ
AÐ HAFA TÓMATANA
Á SAMA VERÐI OG í
REYKJAVÍK I SUMAR
Byrjunarverð 2.400 kr. kg.
Athugið, þetta er eina grænmetistegundin, sem verður seld
Blómabúðinni í sumar
*
Blómabúðin
ísafirði — Sími 4134
101 náði upp. í heild var útkoman
í prófunum mjög svipuð og í fyrra
og lík því sem gerist í öðrum
menntaskólum landsins. Um 72%
þeirra sem luku vorprófum I I.
bekk einum, náðu prófum, en
28% féllu.
Bestum árangri á millibekkjár-
prófi náði Gunnar Níelsson frá
Isafirði, nemandi í I. bekk, sem
hlaut fullnaðareinkunnina 9,2 en
það er óvenju glæsilegur árangur.
Á stúdentsprófi fékk hæsta eink-
unn Daðey S. Einarsdóttir úr Bol-
ungarvík, 7,8. Nýstúdentar skipt-
ust þannig milli sviða, að 9 voru
af félagsfræðasviði, 12 af náttúru-
fræðasviði og 4 af eðlissviði.
NÝBREYTNI Á DÖFINNI.
Ákveðið hefur verið að taka á
hausti komanda upp við skólann
svonefnt bundið áfangakerfi, en
það þýðir í reynd, að samdar
verða námslýsingar í líkingu við
það sem verið er að gera í ýmsum
öðrum mennta- og fjölbrauta-
skólum og námsáfangar skil-
greindir. Til að kynna þá ný-
breytni, sem hér um ræðir, hefur
verið gefinn út lítill kynningar-
bæklingur um skólann nú í vor.
Á s.l. hausti hófst bygging
skólahúss við hlið heimavistar-
innar á Torfnesi á Isafirði. Fram-
kvæmdir hafa í vetur og vor geng-
ið samkvæmt áætlun, og hefur
verið miðað við að húsið gæti
orðið fokhelt á þessu ári.
Fastir kennarar við Mennta-
skólann á ísafirði, auk skóla-
meistara voru í vetur níu fyrir jól,
en átta eftir jól. Stundakennarar
voru alls ellefu. Útlit er fyrir að
flestir fastir kennarar á liðnum
vetri starfi áfram við skólann á
vetri komanda
Allmargir nemendur stunduðu
tónlistarnám, stýrimannsnám eða
hússtjórnarnám við aðra skóla
bæjarins og fá það metið sem
valgreinar inn í menntaskólanám-
ið.
Strengjasveit Tónlistarskóla Isafjarðar
píanóundirleikinn annaðist Sig-
ríður Ragnarsdóttir. Síðan flutti
Heiðdís Nanní Hansdóttir sónötu
í es-dúr eftir Haydn.
Verðlaun voru afhent fyrir
besta námsárangur í öllum tón-
fræðideildum skólans, en aðal-
verðlaun fyrir námsárangur hlaut
Heiðdís Nanní Hansdóttir. Þá
flutti Sigríður Ragnarsdóttir á-
varp og afhenti Ragnari H. Ragn-
ar heiðursskjalið frá Fél. ísl. tón-
listarkennara. Að lokum lék
lúðrasveit Tónlistarskólans þrjú
lög undir stjórn Svein Arve Hov-
land. Lúðrasveitinni var forkunn-
ar vel tekið og þurfti hún að leika
mörg aukalög.
IÐNSKÓLINN ÍSAFIRÐI auglýslr:
Meistaraskóli
húsasmiða og
múrara
Ákveðið hefur verið að kanna hvort næg
þátttaka fengist til starfrækslu meistara-
skóla í ofangreindum iðnum. Skólin yrði
með sama sniði og veitti sömu réttindi
og tilsvarandi nám í Reykjavík.
Um er að ræða bóknám sem svarar til
fullrar kennslu í tvær annir. Reynt verður
að fara að óskum meirihluta umsækj-
enda um kennslutímabil.
Þeir sem áhuga hafa á slíku námi hafi
samband við undirritaðan í síma 3278
fyrir 14. júní n.k.
Valdimar Jónsson
Öl og gosdrykkir
alltaf kalt
Við aukum
fjölbreytnina
Reynið samlokur úr heilmöluðu korni og
nýju skinkubakkana
Ath. að við lokum alltaf kl. 22:30
HAMRABORG HF.
Dagbók
veiði-
mannsins
Þeir eru fengsælir,
sem nota veiðarfærin
frá NEISTA.
STANGIR:
Spinnstangir, kaststangir,
flugustangir, ferðacombi-
stangir. Úrvalsefni; her-
con, graphite, trefjaplast,
glassfiber.
HJÓL:
Mitchell, 10 gerðir.
Shakespeare spinnhjól,
spilhjól, fluguhjól. Auka-
spólur í flest hjól.
FLUGUR
OG BÚNAÐUR:
Garcia og Cortland 333
og 444, flot og sökklínur
Stæröir 7, 8, 9 og 10.
Ca. 25 tegundir af flugum
frá nr.0-16.
Túpulúrur - Túpuflugur.
Taumar, 4ra til 14 punda.
Flugukrækjur á tauma.
LÍNUR:
Ofnar línur - Nylonlínur -
Perlonlínur. Sportex og
Mercury, mjög mjúkar.
Copra renninylonlína.
Þið fáið leiðbeiningar
um val veiðarfæra í
NEISTA.
SPÆNIR:
Tobbi, 12 gerðir. Atom -
Blue eye - Daffy - Blacky -
Dropi - Glim, 5, 7, og 10 -
Aglia - 2, 3, 4, og 5 -
Reinbo, 1,2, og 3,- Reds,
1, 2, og 3 - Blue killer, 2
og 3 - Green, killer, 2 og 3
- Orange spinner, 5 og 10
- Salar - Salamandra -
Konge - Island 1 og 2 -
Flashe 1, 2 og 3 - Minno
Devon 2, 2,5 og 3.
ANNAÐ SMÁLEGT
TILMINNIS:
Önglar margar stærðir,
spíralsökkur, 4 gerðir,
sigurnælur, sigur naglar,
flotholt, 5-30 grömm, kúl-
ur 4 gerðir, þríkrækjur,
vasahnífar, upptakarar,
naglaklippur, háfar, tailer,
ífærur.
ÞARFAHLUTIR
í FEROALAGIÐ:
Veiðitöskur - Veiðigallar -
Regngallar - Blússur -
Kápur - Ferðavöðlur -
Feröabarir - Ferðapelar -
Ferðastaup - Sjónaukar -
Kælibox - Nestistöskur.
ísafirði
Sími 94-3416