Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.06.1980, Blaðsíða 1
12. tbl. 6. árg. vestíirska 11. júni'1980 FRETTABLADIS Farþega- og vöruafgreiósla á ísafjarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. FLUGLEIDIR ALLAR SPLUNKUNÝJAR! Eric Clapton Elton John Grateful Death Madness Clash Sky II Emylou Harris Andrew Gold Graham Parker Alice Cooper Alan Price Billy Joel Beach Boys Áhöfnin á Halastjörnunni Tívolí (lítil plata) Joe Pass, Neil Henning o.fl. Verslunin ísafirði sími 3103 tveir á ferð við eggjatökuna að þessu sinni og fóru á handvaði í Hælavíkurbjarg, en í Horn- bjarg fóru þeir neðan úr fjör- unni. Væntanlega verða fleiri svartfuglsegg á boðstólum í næstu viku, því þeir félagarnir ætla aftur í eggjatökuleiðangur um helgina. en þesskonar hármyndir þykja dæmigerðar fyrir Vestfirði. Auk þess voru sýnd steinasöfn, jurtalit- irnir sem nú njóta mikilla vin- sælda og jurtir þær ýmsar, sem litirnir eru unnir úr. Þá var einnig á sýningunni útsaumur og flos eftir karla og konur. Á föstudagskvöld flutti Guðrún Vigfúsdóttir erindi um íslenskan handvefnað í kaffiboði Sam- bandsins í Húsmæðraskólanum og sýndur var ýmiskonar fatnaður frá Vefstofu Guðrúnar. Á sunnudag afhjúpaði Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri, fyrir hönd Sambands vestfirskra kvenna minnisvarða að Kambs- nesi til heiðurs vestfirskum land- námskonum. Hugmyndina að þessum minnisvarða átti Svava Thoroddsen og gerði hún grein fyrir tildrögum hans og aðdrag- anda. Hólmfríður Valdimarsdótt- ir auglýsingateiknari útfærði hug- myndina. Minnisvarðinn sýnir þrjár konur, sem halda á fána, táknmynd frelsisins. Fyrr um dag- inn höfðu konurnar gengið í skrúðgöngu til messu í ísafjarðar- kirkju og síðan þegið hádegisverð í boði bæjarstjórnar Bolungarvík- ur. Eftir athöfnina í Kambsnesi var öllum hópnum ásamt að- komukonum boðið í kaffi í Hús- mæðraskólanum af kvenfélögun- um Hlíf, Ósk og Hvöt. Til þessa glæsilega afmælis- fundar Sambands vestfirskra Á mánudaginn buðust ísfirð- ingum svartfuglsegg í soðið og seldust þessar eftirsóttu kræs- ingar upp á stuttum tíma. Egg- in tíndu þeir Tryggvi Guð- mundsson og Kjartan Sig- mundsson í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi. Alls náðu þeir félagar í 4000 egg. Þeir voru S.V.K. Á þessari glæsilegu sýningu mátti líta handavinnu og hand- vefnað hverskonar, handprjón og útprjón, skeljavinnu ýmiskonar, skartgripi unna af vestfirskum konum, málverk, muni úr steini og myndir unnar úr mannshári. Grasvöllur í notkun í jiílí íþróttanefnd vinnur nú markvisst að uppbyggingu í- þróttaaðstöðu hér á [safirði. Núna eru á Torfnessvæðinu tveir vellir í byggingu, malar- völlur, sem er áformað að verði fullbúinn í sumar, og grasvöll- ur sem verður ef vel viðrar tekinn í notkun um eða eftir miðjan júlí. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali Vestfirska við Björn Helgason íþróttafull- trúa bæjarins. Björn sagði að innan tíðar yrði byrjað að reisa svonefnt íþróttarvallahús á Torfnesi. Tvö tilboð hafa borist í húsið, en í tilboðsgögnum er ráð fyrir því gert að húsið eigi að vera fokhelt 1. október n.k. f því verður öll nauðsynleg að- staða, svo sem búningsklefar og böð, geymsla fyrir verkfæri o.fl. Á efri hæð verður aðstaða til félagsstarfsemi, herbergi fyrir vallarstjóra og aðstaða til veitingasölu. TVEIR FASTIR STARFSMENN Björn sagði, að á þessu ári yrði sennilega ekki unnið að byggingu áhorfendasvæðis né hlaupabrauta eða að snyrtingu og uppfyllingu á svæðinu. Bíða þau verkefni næsta árs. Nú hafa verið í byggingu tveir sparkvellir við sjúkrahúsið (nýja) og við Orkubúið og sparkvöllur- inn við Hjallaveg hefur verið lag- færður. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir að íþróttavöllunum í sumar, þeir Friðjón Einarsson og Jón Björnsson. Sex sparkvellir eru því í notkun nú sem stendur eða verið að vinna að þeim. Á fjárhagsáætlun eru 70 millj. kr. með ríkisframlög- um til þessara valla og grasvallar- ins. ENDURNÝJUNÁ SKÍÐASVÆÐINU Þá sagði Björn Helgason, að unnið væri að uppbyggingu á skíðasvæði ísfirðinga og verða tveir fastir starfsmenn þar i allt sumar. Þetta starf hefur áður ver- ið unnið allt í sjálfboðavinnu og ekki hafist handa fyrr en skíða- tíminn var í þann veginn að hefj- ast. Öll tæki verða lagfærð, máluð eða endurnýjuð á svæðinu, björg sprengd burt og landið lagað á annan hátt. SUNDNÁMSKEIÐ OG FRJÁLSÍÞRÓTTIR Almennt sundnámskeið á veg- um sundhallarinnar hefur farið vel af stað, en það hefur ekki verið haldið undanfarin ár. 48 börn eru á námskeiðinu á aldrin- um 6-8 ára. Þá er fyrirhugað að halda frjálsíþróttanámskeið í sumar, en það lá niðri í fyrra vegna aðstöðuleysis. Námskeiðið verður að þessu sinni haldið í endaðan júlí og er þess vænst að nýi grasvöllurinn geti skapað þátttakendum aðstöðu til ýmis- konar leikja. Kennarar á þessu námskeiði eru Rannveig Pálsdótt- ir og Guðríður Sigurðardóttir. Það verður nánar auglýst síðar. Frá aðalfundi Fulltrúar á aðalfundlnum á tröppum Húsmæðraskólans ósk Aðalfundur Sambands vest- firskra kvenna hófst í Hús- mæðraskólanum á Isafirði og jafnframt hálfrar aldar afmælis- fundur Sambandsins. í tengsl- um við fundinn var opnuð í húsakynnum Gagnfræðaskól- ans einhver merkasta heim- ildasýning um vestfirska al- þýðulist, sem hér hefur verið haldin. Þátttakendur voru fé- lagar í öllum aðlldarfélögum Sambandsins á Vestfjörðum. Vinnuveitendafélag Vestfjarða Motmæla helgarvinnu banninu harðlega Vinnuveitendafélag Vest- fjarða hefur í bréfi til Verka- lýðsfélagsins Baldurs mótmælt harðlega helgarvinnubanni því sem Baldur setti á allar fisk- vinnslustöðvar og upp- og út- skipun á fiski. Telur Vinnuveit- endafélagið að Baldur sé að taka sér vald yfir verkafólki, sem verkalýðsfélagið hefur ekki samkvæmt gildandi samningum. f samningunum er kveðið á um að ekki sé hægt að banna vinnu nema eftir kl. 20.00. Virðist samkvæmt þessu sem verkafólk sé ekki bundið af banni verkalýðsfé- lagsins við helgarvinnu. í bréfi vinnuveitenda til Verka- lýðsfélagsins Baldurs er skírskot- að til helgarvinnubannsins, sem samþykkt var með 56 atkv. gegn 41 á fundi ísfirsks verkafólks fyrir tveimur vikum. Sjö sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Bannið gildir frá l. júní til 31. ágúst. Mótmæla vinnuveitendur harðlega þessum vinnutakmörkunum og telja, að samkvæmt núgildandi kjara- samningi geti félagið svo gilt sé ekki sett einhliða á slíkt bann á neinum degi, hvorki virkum né helgum, nema eftir kl. 20.00. Þess má geta, að þrátt fyrir bannið hefur verið unnið í flest- um rækjuverksmiðjum á Isafirði síðustu tvær helgar og hafa feng- ist til þess undanþágur frá Baldri. Viggó Norðkvist, verkstjóri tjáði Vestfirska fréttablaðinu, að fyrir- hugaðar væru viðræður um und- anþágur frá helgarvinnubanninu. Sagði Viggó að það hefði mjög mikla erfiðleika í för með sér fyrir rækjustöðvarnar, ef vinna væri bönnuð á laugardögum, og því hefðu rækjuverksmiðjurnar eindregið sóst eftir undanþágu frá banninu. etj-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.