Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 4
4 vesttirska rRETTABLAOID VERIÐ Sængurfataverslun Njálsgata 86,101 Reykjavík sími 91-20978 Sængurfatnaður — vöggusett Fjölbreytt úrval í fjórum stærðum. Straufrí efni, léreft, damask og silkidamask. Einnig mjög falleg útsaumuð sett. Vöggusett í ótrúlegu úrvali. Merkjum að yðar ósk. Póstsendum. Húsbyggjendur athugið! Vorum að fá allar þykktir af spónaplöt- um á sérstaklega hagstæðu verði. TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI DANÍELS KRISTJÁNSSONAR SÍMI3130 — ÍSAFIRÐI ODYR MÁLTÍD STÓR FYLLT TOPPLOKA og jógurt kr. 1.290 HAMRABORG HF Bílasala Daða BILA- OG SPORTBATASALA Simi 3806 — Isafirði Óska Vestfirska fréttablaðinu til hamingju með ár- angurinn á 5 ára af- mælinu. Hefi á söluskrá flestar gerðir not- aðra bifreiða af ýmsum árgerðum. Handofnar gjafavörur Hringprjónapokar Gleraugnahús Snyrtipokar Pokar undir hanska og slæður Veggteppi, stór og smá Borðreflar, stórir og litlir Púðar í litum og sauðalitum Hengi undir símaskrá Töskur Værðarvoðir, stórar og litlar Herðasjöl, ofin, prjónuð Handofinn fatnaður Vinsælu mussurnar Lopajakkar og vesti Herðaslá m/vösum (nýtt) Kjólar, pils Vefum og saumum í jólakjólinn Tilboðsverð á treflum til 15. nóvember Veljið íslenskar jólagjafir Vefstofubuðin ísafirði — Sími 3162 Minningarkort fyrir kristniboð Minnist látinna vina með því að stuðla að útbreiðslu fagnaðarerindis Jesú Krists. Minningarkort fást hjá Sigfúsi B. Valdimarssyni, Pólgötu 6, sími 3049. Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga Aðalfundur Vélbátaábyrgðarfélags ís- firðinga verður haldinn laugardaginn 15. nóvember n.k. kl. 3 e.h. í sal Vinnuveit- endafélags Vestfjarða, ísafirði. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Eignar- hlutar í flugvél Munu sýna Sauma- stof- una Undanfarinn hálfan mánuð hafa œfingar staðið yfir hjá Leikfélagi Flateyrar á Sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnars- son og er astlunin að fara með leikrltið í sýnlngarfðr um Vest- firði sfðar f vetur. Lelkstjóri er Ragnhlldur Steingrfmsdóttir. Stefnt er að því að frumsýna á Flateyri um miðjan nsssta mán- uð, að þvf er Guðvarður Kjart- ansson, form. Leikfélags Flat- eyrar tjáði blaðinu. Guðvarður sagði, að leikstarf- semi á Flateyri hefði fallið niður um nokkura ára skeið eftir fráfail Kristjáns Guðmundssonar, sem var driffjöðurin í leiklistarlífi staðarins og bar hita og þunga dagsins í þeim efnum. —Á síðasta ári tókum við á okkur rögg, sagði Guðvarður, og settum upp leikritið Gísl eftir Brendan Behan, ogsem frumraun má segja að það hafi tekist bæri- lega. Núna er hinsvegar slegið á léttari strengi, því að í Saumastof- unni felst meira en sá söngur og gleðskapur sem þar er hafður í frammi. Leikendur eru níu talsins og það vill okkur til happs, að flestir þeirra eru konur, en það er eins og stundum gangi betur að fá konur til starfa í leiklist heldur en karlmenn. —Sveitarfélagið hefur sýnt mikinn metnað fyrir okkar hönd, sagði Guðvarður. Leikfélagið hér fær styrk frá Flateyrarhrepp, sem er 450 manna byggðarlag, að upphæð 700 þús. kr., en til sam- anburðar má nefna að ísafjarðar- bær veitir Litla leikklúbbnum 600 þús. kr. styrk til starfsemi sinnar. Þessar tölur eru dálítið sláandi. Það er líka nokkurt hald í þeim styrkjum, sem við fáum frá rík- inu. Að vísu fara þeir nokkuð eftir verkefnum, og t.d. fæst mest fyrir barnaleikrit. En í sjálfu sér væri þetta óframkvæmilegt, et ekki hefði komið til niðurfelling söluskatts á aðgöngumiðum hjá áhugamannafélögum. Að öðrum kosti væri þetta ekki hægt, þrátt fyrir þessa styrki. —Að leiklistarstarfseminni hérna vinna um 25 manns meira og minna á fullu í sínum frítimaí; hélt Guðvarður áfram. Við mun- um að sjálfsögðu fara með þetta leikrit víðar um Vestfirði. Við sýndum Gísl um alla norðan- verða Vestfirði í fyrra nema á ísafirði sökum slæmrar reynslu leikfélagsins af sýningum þar. Leikfélag Flateyrar sýndi fyrir nokkru Biedermann og brennu- vargana á ísafirði. Þetta var að allra dómi mjög góð uppfærsla og sennilega í eina skiptið hérlendis, sem leikritið var sýnt í heild sinni, þ.e. með eftirleik. Við sýndum tvisvar á ísafirði. Á fyrri sýning- una komu 15-20 manns. Þá spurðist út að þetta væri frábær sýning og í seinna skiptið komu 25-30 manns. Reyndir leikarar hjá okkur, sem gáfu kost á sér í Gísl, settu það skilyrði að ekki yrði sýnt á ísafirði. Hinsvegar stefnum við að því að koma til ísafjarðar með Saumastofuna og við væntum þess að Isfirðingar reki af sér slyðruorðið að þessu sinni. etj.- Til sölu eru 2 eignarhlutar í TF - OND, Cessna 152. Upplýsingar hjá Halla í síma 3060 og Erni í síma 4114. I vestfirska FRETTABLASIS

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.