Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 06.11.1980, Blaðsíða 7
Iþrottahús í Boiungarvík 800 fermetra íþróttahús fokhelt á næsta ári Unnið er nú af fullum krafti við byggingu íþróttahúss í Bol- ungarvík og er áformað að úti- byrgja húsið á næsta ári. Á- fanginn sem unnið hefur verið að í ár kostar 60 millj. kr. í- þróttahúsið var ekki boðið út, eins og venja er til um stór- framkvæmdir á vegum bæjar- félaga, heldur var ráðinn bygg- ingarmeistari til verksins. Formaður byggingarnefndar, Valdimar L. Gíslason, tjáði blað- inu, að nefndin vonaðist til að fá það myndarlega fjárveitingu frá ríkinu á næsta ári, að unnt yrði að loka húsinu og hefja framkvæmd- ir við innréttingar veturinn 1981. Húsið er rúmlega 800 fermetrar og hluti af því á tveimur hæðum. Sagði Valdimar, að þetta væri helmingurinn af fullstóru húsi fyrir alþjóðakeppnir. Þar sem fjárveitingar voru ekki nægilegar var sá háttur hafður á að ráða sérstakan húsasmið til verksins en bjóða það ekki út. Sagði Valdimar, að þegar sund- höllin í Bolungarvík hefði verið boðin út, hefði verksamningur ekki gert ráð fyrir neinum skilaá- föngum. —Reynslan sýndi að þetta út- boð var okkur óhagstætt, sagði Valdimar. og byggingarnefnd vildi hafa annan hátt á með í- þróttahúsið. I sumar hafa 2-3 menn unnið stöðugt í húsinu og framkvæmdir hafa gengið mjög vel. Fjárhagslega séð tel ég að þarna hafi verið staðið mjög skynsamlega að verki. Sá háttur sem hafður var á um byggingu íþróttahússins er þó enganveginn stefnumarkandi. Bæjarstjórn Bolungarvíkur er nú með fjögur stórverkefni í gangi og þar af voru þrjú boðin út. Unnið er að hafnarframkvæmdum og jafnframt er verið að byggja á- haldahús fyrir um 50 millj. kr. Nýlega var gengið frá samningum við Jón Friðgeir Einarsson um byggingu fimm leiguíbúða og hljóðaði verksamningurinn upp á 250 millj. kr. Ibúðirnar eiga að vera tilbúnar til afhendingar í maí 1982. Sagði Valdimar, að stefnan væri að bjóða út verk, en pening- ar yrðu að vera fyrir hendi til þess að hægt væri að gera bindandi samninga. etj.- Rækjuveiðin í ísafjarðar- djúpi hófst fyrir tveimur vikum og hefur veiðin gengið allvel. í síðustu viku höfðu allflestir rækjubátanna fengið sinn skammt á fimmtudegi, degi áð- ur en veiðivikunni lauk. Veiði- kvóti vikunnar er fimm tonn eins og á sfðustu vertíð. Halldór Hermannsson, skip- stjóri, sagði í samtali við blað- ið, að ekki væri mikið um þorsk- og ýsuseiði í aflanum, þótt menn yrðu þeirra til allrar hamingju varir. Seiðagengd virðist því ekki ætla að verða neitt vandamál á almennum fiskislóðum í Djúpinu, en aftur er talsvert af smáloðnu í aflan- um, sem hefur tafið sjómenn við veiðarnar. Síld hefur verið hverfandi lítil. Frá ísafirði eru nú gerðir út 24 rækjubátar og hefur þeim fækkað um tvo síðan í fyrra. Frá Bolungarvík eru gerðir út 8 rækjubátar, tveimur fleiri en á síðustu vertíð. Fjórir bátar stunda rækjuveiðar frá Súða- vík. Rækjan er misjöfn eins og í fyrra, að sögn Halldórs, en þó heldur meira blönduð. Mikið er af tveggja ára rækju í aflanum. Rækjusjómenn eru bjartsýnir á veiðina, en horfur eru hinsveg- ar ekki góðar með sölu á rækju Halldór Hermannsson eða gott verð fyrir hana. Sagði Halldór, að hvað verðlag snerti væri rækjan í lágmarki vegna mikils framboðs á heimsmark- aði. —Verð á rækju hefur verið mjög óhagstætt, sagði Halldór, allar götur frá 1974 þegar verð- hrunið mikla varð á markaðin- um og hún hefur aldrei náð sér upp síðan. Við erum með rækj- una í verði 1. flokks fisks, en hún var áður 80-90% hærri en þorskur. Það er því enginn sér- stakur glæsibragur á þessu. etj,- Rækjuveiði gengur allvel Þorskafli skiptist á þrjú tímabil —Tillögur fiskideildanna á Vestfjörðum. Á 40. fjórðungsþingi fiski- deildanna á Vestfjörðum, sem haldið var á Flateyri 25. okt. sl. voru lagðar fram tillögur um stjórnun fiskveiða á næsta ári, m.a. þær að takmarkanir þorskveiða á árinu verði með nokkuð öðrum hætti en verið hefur undanfarin ár. Gat þingið ekki fallist á kvóta skiptingu á skip, hafnir eða landshluta og iagði því til að þegar stjórnvöld hafi ákveðið hámarksþorskafla ársins, verði því magni skipt á þrjú veiðitímabil í ákveðnum hlutföllum. Á tímabilinu l. janúar- 31. maí verði leyft að veiða 50% heildar- aflans, frá I. júní- 30. sept. verði leyft að veiða 30% og frá l. okt.- 31. des. 20%. Þá lagði þingið til að tii þess að ná þeim markmiðum, sem sett eru fyrir hvert tímabil, verði beitt veiðitakmörkum, eins og gert hef- ur verið á undanförnum árum. Verði sýnt að þær veiðitakmark- anir, sem kunngerðar eru í upp- hafi fyrir hvert tímabil, nægi ekki til að ná settum markmiðum, verði heimilt að grípa til enn frekari takmarkana. Þingið taldi éðlilegt með hlið- sjón af reynslu undanfarinna ára, að hlutdeild þorsks í afla veiði- skipa sé breytileg eftir aðstæðum. Verði miðað við 15% þorsks í afla á l. og 2. veiðitímabili, en 25% á 3. veiðitímabili. Til þess að veiðitakmarkanir valdi sem minnstum truflunum í útgerð og fiskvinnslu og leiði ekki til atvinnuleysis á ákveðnum árs- tímum lagði þingið til að þessar takmarkanir yrðu ætíð kunngerð- ar með góðum fyrirvara. Loks gerði fjórðungsþing fiski- deildanna á Vestfjörðum að til- lögu sinni, að greiddar yrðu verð- bætur úr Aflajöfnunardeild Afla- tryggingasjóðs á grálúðu á tíma- bilinu l. júní - 31. des. og teknar F sumar hefur Vegagerðin unnið að uppfyllingu og vegar- lagningu innanvert við kaup- túnið á Suðureyri og á vegur- inn að liggja frá höfninni fyrir víkina innanvert við plássið. Innan þessa vegar er geysimik- ið svæði, sem heimamenn hyggjast fylla upp og nota sem byggingarland. Þegar vegar- lagningin var hafin kom í Ijós að mikil gryfja var í leið vegar- ins og mun fyllingarefni hafa verið dælt frá þessum stað og notað við gerð íþróttavallarins á Suðureyri. Vegna þessa hefur kostnaður við vegarlagninguna farið langt fram úr áætlun, en 100 millj. kr. hafði verið veitt til þessarar fram- kvæmdar á vegaáætlun. I samtali við Vestfirska staðfesti Gísli Eir- íksson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar, að búið væri að vinna fyrir það fé, sem veitt hafði verið til þessa verks, og sagði Gísli. að það fjármagn sem nú væri verið að vinna fyrir tæki Vegagerðin af sínum fjárveiting- um. Gísli sagði, að gryfjan sem varð á leið þeirra vegagerðar- manna hefði sett talsvert strik í reikninginn og hefðu þessi mál ekki verið nægilega könnuð áður en framkvæmdin hófst. Þá sagði Gísli, að ástæðan fyrir því að vegurinn var lagður þarna, væri sú að ósk hefði borist um það frá skipulagi Suðureyrar, þar yrðu upp viðræður við Efnahags- bandalagið um veiðiheimildir fyr- ir íslensk skip til veiða á úthafs- rækju við Grænland. Greinargerð fiskideildanna með þessum tillögum verður birt síðar í blaðinu. sem þeir hefðu hugsað sér að fylla upp svæðið innan vegarins og vinna þar byggingarland. Ef meiningin hefði verið að leggja veg til Suðureyrar á sem hag- kvæmastan hátt, þá hefði vegur- inn aldrei verið lagður þarna. Ekki er ennþá ljóst hve dýr þessi framkvæmd verður, en að sögn Gísla er ljóst, að hún hefur farið nokkuð úr böndunum fjárhags- lega. Áformað er að tengja veginn í haust. etj- Fram- kvæmdum við... Framluilcl af bls. upp og hækkaður sá kafli vegar- ins, sem liggur um svonefnda Hjalllendalág, en það mun hafa verið einn snjóþyngsti kaflinn á heiðinni. Unnið var við malbikunar- framkvæmdir á ísafirði og Bol- ungarvík bæði fyrir fjárveitingar í vegaáætlun og lánsfé frá Fram- kvæmdastofnun, alls um 280 millj. kr. Endanlegt uppgjör hefur ekki farið fram. Við Bolungarvík var malbikaður 1400 metra kafli, 2.8 km. kafli utan þéttbýlismarka við ísafjörð og lögð var yfirlögn á Hnífsdalsveg. 50tonnahal. Ljósm. Kr. Jóh. Dýr uppfylling innan Suðureyrar SÚGANDAFJARÐARVEGUR ‘L- -Jj— f^Tl SUOUREVRAR ■>nnn PLANLEGA .... H 7-002 ÍFflSTÉÍGNAi j VIÐSKIPTI j | Seljalandsvegur 67, 3ja g I herb. 107 ferm. íbúð á | I neðri hæð. Mjög skemmti- | 1 leg íbúð. Afhending eftir I [ samkomulagi. • Fitjateigur 3,100 ferm. ein- I [ býlishús í fokheldu standi | I með gleri í gluggum. I Góuholt 8, 136 ferm. ein- I I býlishús með tvöföldum I I bílskúr. ! M.b. Hamraborg, GK 35, ! ■ 39 smálesta úthafsrækju- ■ | bátur, smíðaður 1975. Ný | | 360 ha. Cummings vél. | I Skipti óskast á 20-30 tonna I I bát. I Seljalandsvegur 81, 620 | | ferm. lóð fyrir einbýlishús | I til afhendingar strax. I Túngata 18, 2ja herb. ca. ■ I 65 ferm. íbúð í góðu standi. | | Afhending eftir samkomu- I I lagi. I Strandgata 19a, 5 herb. f- | I búð á tveimur hæðum. | I Laus til afhendingar strax. I ■ Urðarvegur 50 — 52, tvö ■ I glæsileg raðhús í bygg- | | ingu. Afhendast til inni- I I vinnu fljótlega en verða • ■ endanlega afhent fullfrá- ! ■ gengin að utan næsta sum- ■ | ar. Teikningar fyrirliggj- | M andi. I Stakkanes v/Seljalands- • J veg. Lítið einbýlishús á ! ■ tveimur hæðum og með ■ | kjallara. Stór lóð. Gott út- | I sýni. I I Grunnar að raðhúsum við ! I Urðarveg 56 og Urðarveg | | 74. Komnar plötur. | | Tryggvi ! ! Guðmundsson, | I lögfr. ! Hrannargötu 2, ísafirði ■ sími 3940 Þá var unnið í Djúpvegi fyrir innan Arngerðareyri fyrir 75 millj. kr. og þar gerður nýr kafli og einnig var unninn vegarspotti fyrir innan Súðavík. hjá Langeyri, fyrir 40 millj. kr. Á Hólmavíkurvegi var unnið á tveimur stöðum: í Hrútafjarðar- botni, á kaflanum frá Brú út und- ir Fjarðarhorn. Þar var veginum breytt á longum kafla og 22 metra brú byggð yfir Selá. Fjárveiting til þessa verks nam 88 millj. kr., en fjárveiting til brúargerðarinnar var 65 millj. kr. Þá var einnig byggð 22 metra brú yfir Miðdalsá utan við Hólmavík. Á þjóðbrautum var unnið á Ketildalavegi í Arnarfirði fyrir 40 millj. kr. Nýr kafli var lagður um Bakkadal og síðan var vegurinn lagfærður áfram úteftir firðinum. Á Strandavegi, nánar tiltekið fyrir botni Reykjafjarðar skammt innan við Djúpuvík, var unnið fyrir lánsfé úr Jaðarbyggðasjóði Evrópuráðsins að upphæð 60 millj. kr. Loks má nefna eina stofnbraut- arframkvæmd, sem væntanlega verður ráðist í innan tíðar, en það er lagfæring á Óshlíðarvegi utan við Seljadal. Til þessa verks hefur verið veitt 50 millj. kr. Verður Vegagerðin að bíða frosts til þess að geta hafið framkvæmdir í Ós- hlíðinni. etj- VKtfirsi I rP.ETTABLADIS

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.