Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Síða 1
42. tbl. 8. árg. vestfirska 22. des. 1982 FRÉTTABLASIS Gleðileg jól, farsœlt komandi ár. Þökkum sam- starf og viðskipti á líðandi ári. FLUGLEIDIR HERRA FLA UELSBUXUR OG VESTl DÖMUPEYSUR Síðasta sending fyrir jól! Verslunin ísafiröi sími 3507 Tvœr milljónir til f lugsins -Póstflug hófst aftur í dag Veitt hefur verið tveggja mill- jóna króna framlag úr ríkis- sjóði á fjárlögum til styrktar sjúkra- og póstflugi á Vest- fjöröum. Orðrétt er greinin um þessa fjárveitingu svona: „Rík- isstjórninni er heimilt að veita í samráði við fjárveitinganefnd, fjárhagsaðstoð allt að tvær milljónir króna, til að tryggja rekstrargrundvöll sjúkra-, neyðar- og póstflutninga á Vestfjörðum, að undangeng- inni ítarlegri athugun." Þorvaldur Garðar Kristjáns- son alþingismaöur, sem þing- menn kjördæmisins kusu úr sínum hópi til að taka sæti í nefnd þeirri, sem sett var á laggirnar til að kanna mögu- leika á að leysa fjárhagserfið- leika Ernis h.f., var spurður hvort þessar tvær milljónir mundu fara til að styrkja Ernir. „Þetta er afgreiðsla á beiðni frá Flugfélaginu Ernir og Fjórð- ungssambandi Vestfjaröa um styrk til flugsamgangna innan Vestfjarða og til sjúkra- og neyðarflugs þar,“ svaraði Þor- valdur Garðar. í framhaldi af þessari fjárveit- ingarheimild boðaði Erling Sör- ensen umdæmissijóri Pósts og síma á Vestfjörðum Hörð Guð- m u ndsso n f ra m k væ m d ast j ó ra Ernis á sinn fund á mánudaginn var. Þeir urðu ásáttir um að póst- flug skyldi hefjast aftur á vegum félagsins í dag. miðvikudag 22. desember. Hörður sagði blaðinu að margir póstflutningsaðilar. bæði í iofti og á landi. hefðu óskað eftir hærri laxta fvrir póst- flutninga og væri samgönguráðu- neytið nú með þær beiðnir í at- Inigun. Þar til niöurstaða liggur fyrir nnin Ernir flytja póstinn á gamla taxtanum og verður ferð- um háttað á sama veg og var áður en þær voru stöðvaðar. ,.Þaö hefur verið unnið að þessu máli hörðum höndum. síð- an í sumar og árangurinn er að skila sér núna." sagði Hörður Guðmundsson um þetta mál. sv Torgsala fyrir Tónlistarskóla Torgsala Styrktarsjóðs til byggingar tónlistarskóla gekk æfintýralega vel, að því er torg- sölunefndin tjáði blaðinu. Allt sem á boðstólum var, seld- ist upp á einum klukkutíma og fengu færri en vildu. Tekjurnar urðu um 25 þúsund krónur. Meðan á torgsölunni stóð söng Sunnukórinn undir stjórn jóla- sveinsins og danshópur frá Barnaskóla ísafjarðar sýndi skemmtilega dansa. Stofnuð hefur verið fjáröflun- arnefnd hjá sjóðnum og er Kristján Haraldsson orkubússtjóri formaður hennar. Hlutverk þeirr- ar nefndar verður m.a. að gangast fyrir almennri söfnun sem að lík- indum verður gerð í mars. Þá hefur einnig verið sett á laggirnar ..Kabarett"- nefnd og er í ráði að hún annist uppsetningu fjöl- skylduskemmtunar eða ..kaba- retts". væntanlega I febrúar. Fyrir utan þetta tvennt eru ýmsar hugmyndir á sveimi meðal sjóðsstjórnarinnar og sagði Gelr- þrúður Charlesdóttir blaðinu að vel gætu komið upp einhverjar uppákomur með litlum fyrirvara. jafnvel áður en kabarettinn kem- ur upp. SV Afli Að undanförnu hefur bræla að mestu ráðið löndunardögum togaranna hér á Vestfjörðum og komu þeir flestir inn þann 14. og aftur þann 19. Aflinn hefur yfirleitt verið að lang mestu leyti þorskur. SÚÐAVÍK Bessi landaði 67 tonnum 19. des. (SAFJÖRÐUR Guöbjartur landaði 50 tonnum 15. des. og 55 tonnum 20. des. Páll Páls- son landaði 14. des. 49 tonnum og 19. des. 78 tonnum. Júlíus landaði 14. des. 58 tonnum og 19. des 90 tonnum. Guðbjörg land- aði 14. des 46 tonnum og 19. des. 93 tonnum. BOLUNGARVÍK Dagrún landaði 14. des. 33 tonnum og 19. des 52 tonnum. Heiðrún landaði 14. des. 23 tonnum og 20. des. 50 tonnum. SUÐUREYRI Elín Þorbjarnardóttir land- aði 9., 14., og 20., des. samtals tæplega 160 tonn- um. FLATEYRI Gyllir landaði 14. des. 43 tonnum og 19. des um 40 tonnum. BILDUDALUR Sölvi Bjarnason landaði 19. des. 50 tonnum. TÁLKNAFJÖRÐUR Tálknfirðingur landaði 14. des. 35 tonnum og 19. des 60 tonnum. PATREKSFJÖRDUR Sigurey landaði 16. des. um 50 tonnum. Veður Guðmundur Hafsteins- son veðurfræðingur varð fyrir svörum á Veðurstof- unni, þegar við spurðumst fyrir um horfur á veðri um jólin. Hann spáði að á Þor- láksmessu muni fara að hlýna með SA átt og um nóttina fari svo að hvessa með snjókomu og síðar slyddu. Og þegar kemur fram á aðfangadaginn hef- ur trúlega hlýnað svo mik- ið að úrkoman verði orðin að rigningu. Á jólanóttina snýst hann svo til S og SV áttar með éljagangi. Guð- mundur bjóst ekki við miklum vindi á jóladag, en gæti orðið nokkuð hvasst á annan. En hann tók fram að töluverð óvissa væri enn um veðrið jóladagana, en þetta þykir honum trú- legast nú.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.