Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Qupperneq 3
I vestfirska I
rRETTABLADlD
Nýjar bækur
ástir og örlög. — Þetta er fyrsta
skáldsaga höfundar, en áður hef-
ur hann gefið út tvær ljóðabækur.
Vinur vors og blóma er saga
Magnúsar verkamanns og ýmiss
konar reynslu hans af samfélag-
inu. bæði í einkalífi og á pólitísk-
um vettvangi sem raunar er býsna
nákomið hvað öðru. Eða eins og
segir á kápubaki: ..Hvernig fer
um kvennamál Magnúsar? Ræt-
ast draumar hans að lokum. eftir
ótrúlegar þrengingar. eða fer allt í
hund og kött? Hvernig skyldi
Magnúsi okkar ganga að fóta sig
á þjóðfélagssvellinu? — Vinur
vors og blóma er í fimmtán
köflum, tveimur hlutum. Bókin er
169 blaðsíður. Prentrún prentaði
Anke de Vries
NÝ UNGLINGABÓK: „LEYND-
ARDÓMUR GISTIHÚSSINS"
Út er komin hjá ÍÐUNNI ung-
lingabókin Leyndardómur gisti-
hússins eftir hollenska höfund-
inn Anke de Vries. Álfheiður
Kjartansdóttir þýddi. Efni sög-
unnar er kynnt á kápubaki á
þessa leið: ..Hvað var það sem
gerðist forðum í herbergi 16 í
gistihúsinu Belledonne? Róbert.
sautján ára piltur. hefur fundið í
fórum látins afa síns. minnisbók
frá 1944. skráða af manni að
nafni Róbert Macy. Hver var
hann og hver höfðu orðið örlög
hans? Þessar spurningar stríða á
hinn unga Róbert og þess vegna
er hann hingað kominn. í lítið
þorp uppi í frönsku Ölpunum.
Fólkið í þorpinu tekur honum
misjafnlega, sumt vel, en annað
af tortryggni og andúð þegar
hann fer að grennslast fyrir um
löngu liðna atburði. En hvað sem
þarna hafði gerst fyrir rúmum
þrjátíu árum og minnisbókin
veitti óljósar bendingar um. þá er
hitt víst að þeir atburðir hafa
orðið örlagaríkir ýmsum í þessu
friðsæla þorpi.
Höfundur sögunnar. Anke de
Vries, hefur unnið sér orðstír á
seinni árum fyrir barna- og ungl-
ingabækur sínar og hafa bækur
hennar verið þýddar á allmörg
tungumál. Þekktust þeirra er þessi
bók. Leyndardómur gistihúss-
ins, sem m.a. var sæmd viður-
kenningu dómnefndar um Evr-
ópsku unglingabókaverðlaunin.
Bókin er 132 blaðsíður. Prentrún
prentaði.
„HLUSTIÐ ÞÉR Á MOZART?“,
NÝBÓK EFTIRAUÐI
HARALDS
IÐUNN hefur gefið út nýja
bók eftir Auöi Haralds. Nefnist
hún Hlustið þér á Mozart?
Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar
konur og eldri menn. Þetta er
þriðja bók höfundar. Hinar fyrri.
Hvunndagshetjan og Læknamafí-
an vöktu báðar mikla athygli og
voru prentaðar tvívegis. Hlustið
þér á Mozart? er sagan af Lovísu
Jóns, húsmóður sem gift er heild-
salanum Þorsteini Þorsteinssyni.
En ævintýrinu er lýst á þessa leið
á kápubaki: ..Einu sinni var ung
stúlka. sem hét Lovísa. Hún hitti
prins og kyssti hann. Lovísa og
prinsinn giftust og lifðu ham-
ingjusöm þar til prinsinn tók að
breytast í frosk. Hann varð ekki
grænn. hann kvakaði ekki um
nætur, hann hoppaði ekki í garð-
inurn. Lovísu hefði þótt það
skemmtilegra. Hvað getur Lovísa
gert? Getur hún haft froskalæri í
forrétt? Eða getur hún fundið
annan frosk í afleysingar? Hvar
finnur hún þann frosk? Hvers
vegna lét hún taka fóstbróðir
Haralds hárfagra af lífi? Af
hverju myrti hún ekki tengdaföð-
ur sinn? Fær hún atvinnuleyfi í
Rio de Janeiro? Eða fer hún að
selja merki? Getur hún klippt
táneglurnar á sér sjálf? Tekst
Robert Redford að fá hana til að
fara í andlitslyftingu? Eru banda-
rískir sendisveinar kynóðir? Er
Lovísa vitskert? Er froskurinn
hennar kannski dulbúinn prins.
þó liann dreymi bréfaklemmur í
svart/hvítu? En, umfram allt. er
einhver sem hlustar á Mozart?
Hlustið þér á Mozart er í
tuttugu og tveim köflum. rúmlega
180 blaðsíður að stærð. Brian Pil-
kington gerði kápumynd. Bókin
er prentuð í Prentsmiðju Friðriks
Jóelssonar.
„Á LEIÐ TIL ANNARRA
MANNA ', BÓK UM FJÖLFATL-
AÐA STÚLKU
IÐUNN gefur út bókina Á leið
til annarra manna, undirtitill:
Hvernig fjölfötluð stúlka rauf
tjáningarfjötra sína. Höfundur er
Trausti Ólafsson kennari. Hann
starfar við Þjálfunarskóla ríkisins
við Kópavogshæli. Þar kynntist
hann Sigríði Ósk Jónsdóttur.
ungri stúku sem var afar mikið
fötluð, var nánast ófær um að tjá
sig og hafði af þeim sökum verið
talin vangefin. Hún hafði verið á
hælinu í sjö ár þegar Trausti kem-
ur til skjalanna og vill ekki fallast
á að stúlkan sé vangefin. Bókin
lýsir síðan tilraunum hans til að
rjúfa einangrun stúlkunnar, kom-
ast í samband við þær sálargáfur
sem hann taldi sig finna að hún
byggi yfir. eins og svo kom í ljós.
Bókin skiptist í nokkra kafla:
Fálmkennd skref og stutt: Losnar
um hönrlur; Ritlistin: Skáldskap-
ur; Enn nýjar námsaðferðir. I
bókinni eru nokkrar myndir. — I
inngangi kemst höfundur svo að
orði m.a..: ..Hérverða ekki skráð-
ar vísindalegar niðurstöður af
kerfisbundnum rannsóknunr á
mannshuganum og starfi hans.
Þetta er aðeins sagan af því
hvernig tókst að ná tengslum við
virkan hug og þroskaða sál í viðj-
um ákaflega fatlaðs líkama. Án
nokkurra áreiðanlegra kennileita
tókst mér alls óverðugum að rata
til móts við frjóa hugsun og mikla
hæfileika fatlaðrar ómálga stúlku
á sautjánda ári. Oft varð villu-
gjarnt á þeirri leið og fáir til að
vísa nrér veg. En búist ekki við
undrum og stórmerkjum. Að baki
frásögunnar er þrotlaus vinna...:;
Á leið til annarra manna er 68
blaðsíöur. Oddi prentaði.
„SPJÓTALÖG A SPEGIL,“ NÝ
LJÓÐABÓK ÞORSTEINS FRÁ
HAMRI
IÐUNN hefur gefið út nýja
Ijóðabók eftir Þorstein frá Hamri
sem nefnist Spjótalög á spegil.
Er þetta áttunda ljóðabók Þor-
steins. en auk þess hefur hann
samið þrjár skáldsögur og bók
Framhald ú hls. 5.