Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Síða 6
6
„Við köllum þessa nýju
dælu Arkimedes, í höfuðið á
manninum, sem fann hana upp
fyrir tuttugu og tveim öldum.“
sagði Börkur Akason fram-
kvæmdastjóri Frosta h.f. í
Súðavík, þegar hann var að
sýna fréttamanni Vestfirska
nýju rækjuvinnsluna, sem tek-
in var í notkun hjá fyrirtækinu
um mánaðamótin nóvem-
ber/desember í ár. Frosti h.f.
keypti Niðursuðu- og rækju-
verksmiðjuna Langeyri árið
1973 og rak þar rækjuvinnslu
og saltfiskverkun. Saltfiskverk-
unin er enn þar, en rækju-
vinnslan hefur flutt í nýtt hús-
næði í „aðalstöðvunum“ og
fengið flest tæki ný, og þau
fullkomnustu sem völ er á um
þessar mundir, þar á meðal
dæiuna Arkimedes.
Rækjuverksmiðja í nýtt hús
Það var danska fyrirtækið Mat-
con, sem skipulagði verksmiðj-
una, hannaði tækin og sá um
uppsetningu þeirra. Fyrirtæki
þetta er gamalreynt í greiniiini og
af mörgum talið eitt það
fremsta á sínu sviði. sem er verk-
smiðjur í fiskiðnaði og þá
sérstaklega rækjuverksmiðjur.
sem fyrirtækið hefur sett upp
margar á Norðurlöndum og á
Grænlandi.
Það nýjasta af því nýja í tækja-
búnaðinum er dælan, sem fundin
var upp á þriðju öld fyrir Krist.
Dæla þessi flytur rækjuna úr mót-
tökunni upp á næstu hæð. þar
sem vinnslan fer fram. Núna á
tækniöld hafa menn ekki fundið
aðra vél betri en Arkimedesar-
Dansleikir
Dansleikir í Gúttó fimmtudag 30. des-
ember frá 22:00 — 2:00
Og nýársdag (laugardag)
frá kl. 23:00 — 3:00
Ásgeir og félagar
dæluna til þessara hluta. þrátt
fyrir tilraunir með annað, en dæl-
an I Frosta er sú fyrsta sinnar
tegundar, sem Matcon setur upp.
Ailar vélar í verksmiðjunni eru
nýjar, nema rækjupillunarvélarn-
ar, sem voru fluttar frá Langeyri.
,,Við reynum að gera þetta
huggulegt og eftir þeim kröfum
sem nú eru gerðar til slíkra verk-
smiðja og byggja fyrst og fremst á
rneira hreinlæti en áður var."
sagði Börkur. og við skoðun verð-
ur ekki annað séð en það hafi
tekist ágætlega. §v
Svínakjöt á gamla verðinu
Byonsskinka
Gleðileg jól,
heillaríkt komandi ár.
Þökkum viðskiptin
a árínu sem er að líða.
Jólakonfekt
Jólaávextir
Kertaúrval
Sjömsbúd
Silfurgötu 1. Sími 3032
Við opnuðum stórglæsilega sérvöruversl-
un um síðustu helgi. Við bjóðum fisk,
kjöt, fryst grænmeti, kryddvörur o.fl.
í hátíðarmatinn
bjóðum við m.a.:
London lamb
og kjúklingar
eru a sérstöku
opnunarverói
yfir hátíðarnar
— Svínahamborgarahryggi ... á kr. 245,00 kg.
— Svínalæri reykt ..........á kr. 152,00 kg.
— Svínalæri reykt, úrb......á kr. 228,00 kg.
— Svínabógur reyktur úrb....á kr. 174,60 kg.
— Svínabógur reyktur hringsk .. á kr. 115,00 kg.
— Svínabógur nýr hringsk....á kr. 107,10 kg.
— London lamb...............á kr. 126,90 kg.
— Lambahamborgarhryggur ... á kr. 105,70 kg.
— Kjúklingar ...............á kr. 102,70 kg.
— Rjúpur óhamflettar .......á kr. 85,00 kg.
ErituiiuiiíJituii
nnuiiuiiunuii
Iþcssari verslun
starfar
I kjötiónaöarmaður.
"J Félag íslenskra Kjötiðnaóarmanna
lUitUFiUitUitUitUilUilUitUilUitUitUitUilU
Verslunin verður framvegis opin frá kl.
9:00 — 12:00 og 13:00 — 18:00 alla
virka daga. 22. og 23. desember verður
opið til kl. 20:00 báða dagana. 24.
desember verður opið frá kl. 9:00 —
12:00.
Á gamlársdag verður opið
frá kl. 9:00 — 12:00. Síminn er4013