Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 1
ADIDAS og HENSON íþróttabúningar f og íþróttaskór ^ ■pr VÖRUR , FISHER og ATOMIC skíði / DACHSTEIN og SALOMON skíðaskór í TYROLA og ^ SALOMON bindingar fifiLiðfciWSSOn H £ínti 1200 - ///5 Soluncja’iOílz Gleðilegt nýár! Gamla árinu hefur verið skotið uppí himininn og er ekki vitað til að slys hafi hlotist af þvf. 1984 mætti síðan til leiks á tilsettum tíma, hlaðið skír- skotunum til samnefndrar bókar. Fá ár hafa löngu fyrir daga sfna hlotið jafn mikla frægð. Hvort sem sú frægð gerði gæfumuninn eða ekki, þá gengu áramótin ásamt til- heyrandi hátíðahöldum óvenju vel fyrir sig að sögn kunnugra. Þótti mörgum Skaupið slappt, en það er önnur saga. Veður gerði okkur Vest- firðingum ekki átakanlega gramt í geði um hátíðarnar svo vitað sé, nema það kom í veg fyrir að sumir elskend- ur næðu saman. En víst er um það að oft hefur landið okkar sýnt af sér verri þokka en nú um háti'ðarnar. Við hjá Vestfirska fréttablaðinu bjóðum gleðilegt ár. 1-tbl. 10. árg. vestfirska 5. janúar 1984 FRETTABLADEÐ Alla leiö metí Sími 3126 [uin 400 ] i inanns yfir-i | gáfii hús i i sín í nótt i | Um 400 manns munu I | hafa yfirgefið hús sín í I I Holtahverfi, Hnífsdal og I I við innanverðan Selja- I I landsveg í gærkvöldi að J [ ráði Almannavarnanefnd- J I ar. Þetta gerðist í kjölfar I I snjóflóðsins sem féll úr ■ J Kubbanum uppúr hádegi í * I gær og lenti á húsi Stígs | | Sturlusonar, Kjarrholti 4. g | Töluvert tjón varð, m.a. | I stórskemmdist bíll Stígs. I I Mikil mildi var að ekki I J urðu slys, því fólk var í I jj húsinu þegar flóðið féll, ■ ■ bæði börn og fullorðnir. Rauði krossinn á ísafirði J I undir forystu séra Jakobs ■ ■ Hjálmarssonar setti upp ■ ■ hjálparmiöstöðvar á ■ ! heimavist Menntaskólans ! ■ og í Félagsheimilinu í ! I Hnífsdal. íbúar í Holta- g I hverfi þurftu ekki á aðstoð ■ I að halda við að finna sér g I svefnpláss í öðrum hús- g I um, en tiltölulega fleiri g I þurftu að yfirgefa hús sín í g | Hnífsdal og kom á þriðja | I tug manna í Félagsheimil- I I ið þaðan sem þeim var síð- I I an ráðstafað í önnur hús. Séra Jakob sagði að J j undir svona kringumstæð- J j um væri rétt að fólk léti J ! hjálparmiðstöðvarnar vita _ ■ þegar það yfirgæfi hús sín. g Hótel ísaf]örður: Tilraun með nýtt rekstrarfyrirkomulag Jón Grétar og Guðmundur Kristinsson í afgreiðslu Hótelsins Sem kunnugt er hefur Hótel ísafjörður verið rekið með halla s.l. tvö ár, — 1,6 milljónir 1982 og líklega um 1 milljón á ný- liðnu ári. Vegna þessa hefur stjórn hótelsins í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins ákveð- ið að gera þriggja mánaða til- raun með nýtt rekstrarfyrir- komulag. Með nýja fyrirkomulaginu. sem tók gildi 1. janúar. verður tekjum skipt niður eftir ákveðn- urn reglunt. Þannig rennur ákveð- inn hundraðshluti til launa- greiðslna og bera hótelstjórarnir ábyrgð á honum. ..Það má líkja þessu við aflahlut sjómanna. nenta þeir fá enga aflatryggingu." sagði Ólafur Halldórsson. for- maður stjórnar hótelsins í viðtali við Vf. ..Þeir taka áhættu og verða að standa og falla með henni." Annar hluti teknanna fer síðan í annan rekstur. en þann þriðja fá húseigendur til að borga rekstur fasteignarinnar. áhvílandi lán o.fl. Um það hvort þetta nægði til að koma rekstrinum á réttan kjöl sagðist Ólafur ekkert geta sagt ennþá. en benti á að þetta fyrir- komulag hefði verið reynt í Borg- arnesi og gefist vel. Hann gat þess og að sér virtust tilþrif nýju hótel- stjóranna fyrsta mánuðinn iofa góðu. ..Það getur enginn sætt sig við að reksturinn sé bara á núlli." sagði Ólafur síöan. ..Hann verður að skila hagnaði af ntatseld og gistingu." Um ástæður hallans fengust viðmælendur blaðsins ekki til að tjá sig. en Ólafur Halldórsson sagði að hann hefði valdið ntörg- unt góðviljuðum ntanninum von- brigðum. En var ekki hægt að sjá þetta fyrir fyrr? ..Það var erfitt." sagði Ólafur. ..vegna þess að rekstrarlegar upp- lýsingar lágu alltof seint fyrir." Að lokum gat Ólafur þess að forráðamenn Ferðaskrifstofu rík- isins hefðu sýnt málinu mikinn skilning og samvinna við þá verið til fyrirmyndar. Við leituðum til Jóns Grétars Kjartanssonar, annars hótelstjór- anna. og spurðum hvort þeir mundu verða með einhverjar sér- stakar nýjungar sem setja mundu svip á bæjarlífið. ,,Já. vafalaust," sagði Jón Grét- ar. ..Okkur hefur bara ekki gefist ráðrúm til að hugsa um það enn- þá. Við höfum verið I því síðan við komunt að gera hóteliö í stand." Varðandi það hvernig tilraunin legðist I hann sagðist Jón ekkert geta sagt. því þeir hefðu engar upplýsingar um reksturinn frá fyrri hótelstjóra og væru ekki enn búnir að sjá hvernig niðurstaða desembermánaðar yrði. ..En þetta er erfiður árstími fyrir hótel." sagði Jón Grétar að lokunt. Álfadans á þrettándanum Álfar hafa í hyggju að lífga uppá mannlífið á Isafirði á þrettándanum ef veðurguðirnir fæla þá ekki burtu. Þó skal tekið fram að álfar kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum og ku þurfa ansi mikinn veðra- ham til að fresta dansi þejrra. Nú, ekki /ná gleyma Grýju gö'tlÚÍÍKíMHffimPN á svæðjð með Leppalúða og er aldrei áð vita nema hún hafi einhver brögð í frammi. Öll hersingin mun leggja upp frá Skátaheim- ilinu klukkan 20 annað kvöld og ganga fylktu liði uppá Sjúkrahústún. Það eru skátarnir og Kvenfé- lagið Hlíf sem eru fulltrúar álf- anna I mannheimum og alls eru það hátt í hundrað manns sem þátt taka I undirbúningi þessarar hátíðar. Og allt er þetta gert I sjálfboðavinnu, eins og svo marg- ir góðir hlutir í voru landi. og því væri kannski ekki illa til fundið að gauka einhverju að konunum nteð kassana. sem væntanlega verða þarna á vappi annaðkvöld. Svo er bara að mæta á staðinn. Hver veit nema við getum eitt- hvað lært af álfunum. 378042 f r íf:í ANf)S

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.