Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 7
vestlirska FRETTABLADID , ,Eftirlitsstöðvar4 6 Framhald af bls. 2 HERNAÐARMANNVIRKI TENGD KJARNORKUVÍGBÍIN- AÐI? í virtu tímariti er nefnist Aviation Week and Space Technology, er sagt frá því 11. maí 1981 aö verið sé aö undir- búa áætlun sem gangi út á þaö, aö Kjarnorkusprengjuflugvél- arnar B-52 og Bl-B fljúgi yfir Kanada og Grænland, og svo í lágflugi rétt fyrir noröan ísland og norður yfir Skandinavíu, í árásarferðum sínum á Sovétrík- in og ríki A-Evrópu. í þessum árásarferöum gegna AWACS ratsjárvélar lykilhlutverki viö leiösögn árásarvélanna. Þarna er nauðsynlegt aö menn staldri við og ígrundi hvaö hér gæti verið á feröum. Gæti þaö t.d. verið hugsanlegt, að sá mikli áhugi sem nú skýtur upp um byggingu landratsjár- herstööva á Vestfjörðum og Norö-Austurlandi, tengist að verulegu leyti þessari kjarn- orkuárásaráætlun? Er þaö hugsanlegt, aö þessar landrat- sjárherstöövar séu hér hugsað- ar sem vara-ratsjárstöövar í stríði, ef AWACS flugvélarnar yröu fyrir árásum? Veröa þá ekki þessar landratsjárher- stöövar aö mjög eftirsóknar- veröu skotmarki ef til átaka kemur? Er það hugsanlegt, aö þessar stöóvar tengist svo- nefndu JTIDS kerfi sem tekur m.a. til AWACS flugvélanna bandarísku og Nimrad-þota Breta? Eiga þessar stöövar aö tengjast DEW-línunni eða NADGE línunni í Evrópu? — Allt eru þetta grundvallarspurn- ingar sem talsmenn þessara stööva veröa aö svara afdrátt- arlaust. Því öll þau not sem við hugsanlega gætum haft af stöðvum þessum til friðsam- legra nota, hljóta að hverfa í skugga þess að hér sé um að ræða háþróað hernaðarmann- virki sem þjóna skuli lykilhlut- verki í kjarnorkuvígbúnaði. „MIKILVÆG ÖRYGGISMÁL" HÁVAÐI MINNIHLUTAHÓPA í forystugrein í VF 24. nóv. s.l. er lögö áhersla á aö landrat- sjárherstöðvar þessar séu mik- ilvæg öryggismál og aö ekki eigi aö láta háværa minnihluta- hópa glepja okkur sýn í þessu ,,þjóðþrifamáli.“ Varðandi það „ómetanlega gagn" sem landratsjárher- stöövar þessar kæmu til með aö hafa fyrir öryggi skipa, loft- fara og landhelgisgæslu íslend- inga, forðast VF aö útskýra nánar. Skýringin er hins vegar eflaust sú, aö lægi þetta „órnet- anlega gagn" svona augljóst fyrir, væri utanríkisráöherra í dag varla aö láta kanna þaö mál. Sannleikurinn er nefnilega sá, aö notagildiö hlýtur aö vera bæöi staðbundið og því tak- markað fyrir okkur íslendinga, og margar aörar tækninýjungar væru ábyggilega mun fýsilegri valkostir, sbr. norska baujan, fyrir öryggisþættina á hafi úti. Þá er í forystugrein VF 24. nóv. kvartað undan háværum minnihlutahópi, sem ekki er skilgreindur nánar fremur en þaö „ómetanlega gagn" sem fælist í tilkomu landratsjárher- stööva. Væntanlega felst þessi minnihlutahópur í Prestafélagi Vestfjaröa sem skorar á ríkis- stjórnina aö reisa ekki ratsjár- stöö á Vestfjörðum? Eöa felst þessi minnihlutahópur þá í á- lyktunum kjördæmisþinga Al- þýöubandalagsins og Alþýðu- flokksins á Vestfjöröum gegn uppsetningu slíkra ratsjárher- stööva? Og kannski felst þá þessi minnihlutahópur líka í á- lyktun kjördæmisþings fram- sóknarmanna á Vestfjöröum, þar sem þingið sá ástæöu til að ítreka fyrri samþykktir sínar um takmörkun hernaðarumsvifa á íslandi? Teljast Mýrhreppingar í Dýrafiröi til þessa minnihluta- hóps, en hreppsnefnd þeirra ályktaði ákveöið gegn þessu fyrirhugaða hernaðarbrölti? — En fyrst talað er hér um minni- hlutahópa, hvar er þá MEIRI- HLUTINN, og í hverju felst hann? Hvaöa vestfirsk samtök, félög, eða hópur hefur látiö í Ijós áhuga á ratsjárherstöð á Vestfjörðum? SÝNUM FORDÆMI Við Vestfirðingar erum í dag blessunarlega lausir við allt sem tengist erlendum hernað- arumsvifum. Þaö á að vera metnaðarmál okkar, aö svo veröi áfram. Allt annaö hlýtur aö teljast tímaskekkja á tímum mikillar friöarbaráttu víösvegar um heim. Á þann hátt gætum viö einnig lagt okkar lóö á vog- arskál um stöövun hins brjál- aöa tilgangslausa vígbúnaðar- kapphlaups, samtímis því aö sýna öðrum landsmönnum gott fordæmi í því að vilja standa vörö um þjóölega reisn okkar og sjálfstæði. Þá viljum viö heldur ekki veröa sjálfsagt skot- mark í stríði, og gildir þá einu um hvort Baröi, eöa Straum- nesiö verói fyrir valinu. Allt eru þetta hugsjónir, sem ættu aö vera hafnar yfir flokks- pólitísk deilumál hér á Vest- fjöröum, og annað dægurþras. Þaö væri hörmulegt, ef mál sem hér hefur veriö gert aö umtals- efni, ætti eftir aö kljúfa okkur Vestfiröinga í stríðandi fylkingar einmitt á þeim tíma sem sam- staöa og samtakamáttur okkar um Vestfirsk hagsmunamál er mest þörf. — Látum slíkt alls ekki henda. Þar verða allir aö leggja sitt af mörkum. Líka Vestfirska Fréttablaöiö. Flateyri 1. desember 1983 Guðmundur Jónas Kristjáns- son ÍfasteTgna-S j VIÐSKIPTI j I ÍSAFJÖRÐUR: ■ Túngata 20, 2. hæð, 65 I J ferm. 2 herb. ibúð í fjölbýlis- J I húsi. I Stórholt 11, l.h.a., 85 I ■ ferm. 3 herb. íbúð í fjölbýlis- J J húsi. I Fjarðarstræti 59, 2. h., 3 — I I 4 herb. 100 ferm. íbúð i fjöl- I J býlishúsi. I Mjallargata 6, 4 herb. 100 | I ferm. íbúð á efri hæð, I ■ suðurenda. I Pólgata 5, 4 herb. 100 | I ferm. íbúð í þríbýlishúsi, I I sérinngangur. ■ Strandgata 5, n.h. 4 herb. ■ I 120 ferm. íbúð. I Skólagata 8, 3 herb. íbúð * J á 2 hæðum í tvíbýlishúsi. | Stekkjargata 40, 2 herb. I I einbýlishús á 2 hæðum. ■ ísafjarðarvegur 4, 2x50 | I ferm. 4 herb. einbýlishús, | | álklætt. I Fagraholt 9, 140 ferm. full- j ■ frágengið 5 herb. einbýlis- | I hús ásamt bílskúr. J Lyngholt 8, 138 ferm. j I steinsteypt einingahús 5 . I herb. ásamt bílskúr. J Pólgata 10, 263 ferm. íbúð J J á þremur hæðum ásamt J I bílskúr. Mjög rúmgóður J I kjallari. J Urðarvegur 56, 200 ferm. J J raðhús á þremur pöllum 5 j ■ herb. Er í byggingu. J Verslunar- og iðnaðar- j J húsnæði: Fjarðarstræti j J 16, (Rörverk) 110 ferm. ■ ■ verslunar- og verkstæðis- ■ J húsnæði á tveimur plötum. I Njarðarbraut 18, Súðavík, I • 200 ferm. iðnaðarhúsnæði J J byggt 79 — ’80, stein- J J steypt, einangrað. Húsnæði óskast tii leigu. Upplýsingarhjá Kaupfélagi ísfiröinga í síma 3266 ÞÓR WILCOX Tryggvi Guðmundsson hdl. Hrannargötu 2, ísafirði sími 3940 I vestfirska ~l FRETTABLADIS Frysti- gáma- flotí Fyrstu gámarnir í nýjum frysti- gámaflota EIMSKIPS eru vænt- anlegir til landsins í lok janúar 1984. Þessi frystigámakaup eru liður i aukningu gáma í eigu félagsins, en nú hefur EIMSKIP um 130 gáma í leigu af erlendunr aðilum sem skilað verður við komu hinna nýju gáma til lands- ins. Frystigámarnir sem hér um ræðir eru af fullkomnustu gerð í notkun í dag. Frystivélarnar eru með ýmiskonar öryggisbúnaði sem gerir það að verkum að hverfandi líkur eru á skemmdum á vöru vegna bilana í frystikerfi. Frystivélin er útbúin litilli tölvu sem auðveldar allar viðgerðir og viðhald á gámunum. Þess má geta að undirbúningur gámanna fyrir ferð mun nú taka um 15 — 20 mín. í stað 3 — 6 klst. áður. Zillertal í Austurríki er meðal þekktustu skíðasvæða í Evrópu. Þar eru bæirnir Mayrhofen og Finkenberg, áfangastaðir Flugleiða í vetur. Skíðaaðstaðan þarna er frábær og hentar öllum. Skammt frá er hinn tignarlegi Hintertux-jökull, þarer annaðaftveimurbestuskíðasvæðum Evrópu. Skíðalandslið Austurríkis, (slands og Noregs hafa verið þar við æfingar. Fararstjóri í skíðaferð- unum verður Rudi Knapp, fæddur og uppalinn í Tíról. Hann er kunnur skíðakennari og talar ágæta íslensku. Fjöldi lyfta sjá um að flytja þig í þína óskabrekku, bratta eða aflíðandi, í troðna slóð eða lausamjöll. Að loknum góðum degi á skíðum er gott að láta líða úr sér á einhverju veitingahúsinu, í sundi eða sauna. I skíðaferð safna menn kröftum og koma endurnærðir heim. Dæmi um verð: Finkenberg: Sporthotel Stock, frá kr. 25.531Verð miðað við gist ingu pr/mann í 2 manna herbergi. Hálft fæði. Ibúðir. Verð frá kr. 19.744.- pr/mann. Miðað við 4 í íbúð. Mayrhofen: Café Traudl, verð kr. 22.619.-Verðið er miðað við gist- ingu pr/mann í 2 manna herbergi. Hálft fæði. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um skíðaferðirnar í vetur skaltu hafa samband við einhverja söluskrifstofu Flugleiða, umboðsmann eða ferðaskrifstofu. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Verðútreikningar miðaðir við gengi 30.10. 1983.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.