Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 5
vestfirska FRETTABLflHID fyrir fólkið og má þar nefna leirmunagerð, vefnað, bók- band, dans og fleira. Þótt meirihluti félags- starfsins fari fram í Hlíf, er þó í fleiri hom að líta. Hluti af starfi Möllu er unninn á sjúkrahúsinu og elliheimil- inu. Þar leiðbeinir hún í föndri og öðru sem vistfólki á þeim stofnunum kemur til góða. Við spyrjum Möllu hversu mikil þátttaka sé í þessu starfi. „Hér á Hlíf hafa verið flestir í föndri 28 en allt að 40 í spilunum. Á skemmti- kvöldunum er svo enn fleira en um þau sjá ýms félaga- samtök. Það er reyndar kos- in nefnd til þess að sjá um þessi kvöld og í henni sitja sex fulltrúar eldri borgar- anna og fimm fulltrúar fé- laganna og hússins. Við hvetjum fullorðna fólkið til að vinna eins mikið við skemmtanirnar sjálft og hægt er, t.d. er kynnir úr þeirra röðum, sumir lesa upp eða gera eitthvað ann- að til skemmtunar.“ — Hvernig er starfið á sjúkrahúsinu og elliheimil- inu? „Þeir sem þar eru, eru látnir vita af öllu sem hér fer fram og þeir koma eftir því sem þeir geta komið því við. En svo kenni ég föndur þar tvo daga vikunnar, á mánudögum á sjúkrahúsinu og fimmtudögum á elli- heimilinu. Þar koma allir sem geta og hinir sem ekki geta koma niður og sitja hjá og horfa á, eru með. Á sjúkrahúsinu er fámennt. Fólkið er illa farið þar, en því þykir gott að vita að maður er að koma þeirra vegna, fá aðstoð við það sem það er að gera og bara að fá að vera með, vera virkur. Getan er oft lítil, en viljinn bætir það upp.“ Malla er í fullu starfi við félagsstarfið og við spyrjum hana hvort hún fái eitthvað annað en launin út úr starf- inu. „Ég væri löngu hætt í þessu ef það væri ekki vegna ánægjunnar sem ég fæ út úr starfinu, hún er það sem heldur manni við þetta fyrst og fremst, það að finna að maður getur borið einhverja birtu inn þar sem hennar er kannski mest þörf.“ — Er þetta erfitt starf? Malla verður hálf vand- ræðaleg við þessa spum- ingu, en hlær svo eins og dálítið afsakandi og segir: „Jú, ætli ég verði ekki að segja það. Þetta er eiginlega starf sem tekur mann al- gjörlega. Svona starf er ekki hægt að vinna nema gefa sjálfan sig að fullu í það.“ — Hvernig taka nemend- ur þínir kennslunni? „Ég hef aldrei orðið fyrir öðru en að þeir taki því vel. Mér finnst að ég eigi hér fullt af foreldrum. Það sem mér þykir best er þegar fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og lokar sig inni og heldur að það geti ekki verið innan um fólk, fæst til að koma og það finnur að það getur verið með í öllu. Bara eitt slíkt tilfelli getur fengið mann til að gleyma þreyt- unni, það borgar allt.“ Halldór Guðmundsson er yfirmaður þessa félags- starfs. Hann segir okkur að upphafið að því hafi í raun verið sjálfboðastarf Möllu og að Kvenfélag kirkjunnar hafi haft opið hús í safnað- arheimilinu og einnig hafi það lagt til hársnyrtingu, fótsnyrtingu o.fl. Síðan hafi þetta þróast í það sem nú er og sagt hefur verið frá hér að framan. Stórt skref til framfara var tilkoma Hlífar og aðstöðunnar sem þar skapaðist. Þau Halldór og Malla eru sammála um að aðstaðan sé allgóð, þótt þau dragi ekki fjöður yfir að enn megi bæta. Það sem helst vantar í þá veru er aðstaða fyrir menn sem vilja fást við smíðar. Halldór segir þó að hægt sé að fá pláss fyrir það í húsinu, spumingin sé um vilja og getu, öðru nafni fjárveitingu, hvenær af því geti orðið. Og þá er spurt um fjár- veitingar. Halldór segir að með frekju takist þeim að halda sig innan þess ramma sem þeim er settur. Hann vekur þó athygli á að kostn- aður af þessu starfi sé varla annar en launakostnaður- inn, því að fólkið borgi allt sem það fær. „Það er ekki verið að borga neitt með þessu fólki, það er ekki verið að gefa því neitt nema vinnulaun leiðbeinendanna,” segir hann. — Færð þú líka ánægju út úr þessu starfi? „Já,“ svarar Halldór af sannfæringu. „Ég væri ekki héma annars, það eru alveg hreinar línur. Það þýðir ekkert að vinna þetta eftir erindisbréfi eða starfslýs- ingu eða neinu slíku, maður verður að vera í kallfæri þegar fólkið þarf á að halda. Þetta er mjög eril- samt og snúningasamt starf, en meðan maður hefur góð- an vilja fólksins á bak við sig, þá er hægt að gera þetta og það metur það sem gert er. Ég vil meina að þetta starf sem Malla kom af stað sé ekki enn fullmótað, það á eftir að verða miklu meira,“ segir Halldór og Malla hlær örlítið og segir: „Maður hefur þá ekki lifað til einsk- Olafiir Þórðarson Ólafur Þórðarson vann lengi hjá Olíusamlagi út- vegsmanna og hann var líka afgreiðslumaður í Neista. Hann hló bara þegar við báðum hann að segja okkur svolítið frá því sem hann er að gera, en sagði þó: „Ég get ekkert, elskan mín.“ — Jú, ég sé þú ert að mála. Gerðir þú eitthvað af því áður fyrr? „Nei, nei, ég er bara að leika mér að reyna þetta, ég hef aldrei snert.á því fyrr.“ — Og hvernig finnst þér það? „Bara gaman,” segir hann og lítur til Möllu hlæj- andi og bætir við: „Hún hjálpar mér.“ „Óli er nefnilega mjög duglegur við þetta,“ skaut Malla inní samtalið. Hann aftekur alveg að hann hafi nokkurntíma fundið hjá sér nokkra löng- un til að mála og hlær mik- ið og innilega þegar haft er orð á því að nú sé snilligáf- an að koma fram í dagsljós- ið og lítur á svoleiðis hjal sem gamanmál ein. Én handbragðið á myndinni hans er ekki slæmt. ÚTSALA r A HUÓMPLÖTUM 25% — 75% afsláttur Margar nýjar og nýlegar plötur Komið og gerið góð kaup!!! Sería **

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.