Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.01.1984, Blaðsíða 2
( vestfirska fRETTABLASIS i vestfirs ka I FRETTABLASID Vikublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka dagafrá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Vestfirðingar í forystu Um langan aldur hafa Vestfirðingar átt ýmsa mikilhæfa forystumenn í þjóðmálum og athafnalífi landsmanna. Meðal stjórnmálaskörunga ber að sjálfsögðu hæst Jón Sigurðsson. í sjálfstæðisbaráttunni naut Jón Sigurðsson ómetanlegs stuðnings Vestfirðinga á margvíslegan hátt, og má þar fremstan nefna Ásgeir skipherra Ásgeirsson frá Rauðumýri, sem um sína daga var einn umsvifamesti athafnamaður landsins. Á síðasta ári hófust ýmsir Vestfirðingar til metorða á landsvísu. Á stjórnmálasviðinu má benda á, að tveir þingmenn Vestfjarða urðu ráðherrar í hinni nýju ríkis- stjórn. Þótt forsætisráðherra verði vart talinn Vestfirðing- ur, er þess að gæta að hann hefur verið þingmaður Vestfirðinga í nærfellt tvo áratugi. Er hann gjörkunnugur málefnum Vestfirðinga og sjónarmiðum Vestfirðinga. Matthías Bjarnason varð aftur ráðherra, en hann er sá vestfirzkra stjórnmálamanna sem getið hefur sér hvað mest orð fyrir skörungsskap og málafylgju bæði sem þingmaður og ráðherra. Þriðji Vestfirðingurinn, Sverrir Hermannsson, var einnig skipaður ráðherra og enda þótt hann sitji á þingi fyrir Austfirðinga, er leitun á manni sem er jafn vestfirzkur í sinni og skinni. Fjórði vestfirzki þingmaðurinn er Þorvaldur Garðar Kristjánsson sem átt hefur langa setu á þingi og getið sér mjög gott orð í þingstörfum. Hann hefur oftsinnis verið deildarforseti á þingi, en var kjörinn forseti Sameinaðs þings er þing kom saman í'haust. Verður ekki annað sagt en Vestirðingar eigi verðuga og góða fulltrúa í æðstu stjórn landsins og er það fagnaðarefni fyrir landshluta sem þarf að heyja baráttu fyrir lífsbjörg- inni. En Vestfirðingar hafa víðar komið við sögu en á stjórnmálasviðinu á liðnu ári. I haust var Guðjón A. Kristjánsson kjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Guðjón er kunnur og fengsæll skipstjóri í togaraflotanum sem unnið hefur mikið að félagsmálum sjómanna. Er vestfirzkum sjómönnum mikill sómi að kjöri hans í þetta veigamikla embætti forystumanns í öflugum samtökum sjómanna. Á Fiskiþingi í haust er leið var Jón Páll Halldórsson kjörinn vara-fiskimálastjóri. Jón Páll hefur um langt skeið verið erindreki Fiskifélags íslands á Vestfjörðum og er gjörkunnugur fiskveiðum og sjávarútvegi landsmanna. Hann hefur um langt árabil verið framkvæmdastjóri Norðurtangans hf. á ísafirði, en það er rótgróið og mjög vel rekið frysti- og útgerðarfyrirtæki og eitt hinna stærstu á landinu. Jón Páll Halldórsson hefur haft margvísleg af- skipti af málefnum sjávarútvegsins og hafa greinar hans um sjávarútvegsmál í blöðum vakið mikla athygli. Hér hafa verið nefndir nokkrir Vestfirðingar sem fram úr sköruðu á síðasta ári og marga fleiri mætti nefna, en hér verður látið staðar numið. Vestfirska fréttablaðið óskar öllum þessum mönnum velfarnaðar í starfi og væntir mikils af heillaríkum störfum þeirra í þágu lands og þjóðar. Z r Smáauglýsingar —"[ BAHÁITRÚIN Upplýsingar um Baháá'trúna eru sendar skriflega, ef ósk- I að er. Utanáskrift: Pósthólf ■ 172, ísafirði. Opið hús að Sundstræti 14, sfmi 4071 öll I fimmtudagskvöld frá kl. | 21:00 til 23:00. TIL SÖLU Bronco árgerð 1973, 8 cyl. beinskiptur m/vökvastýri. Verð kr. 100.000 eða 80.000 staðgreitt. Upplýsingar í síma 4337. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu strax. Leiguskipti möguleg á íbúð í Mosfells- sveit. Upplýsingar í síma 4358 og 4048 og 91-66759. HEFUR EINHVER SÉÐ KÖTTINN MINN? Hann fór út á nýársdag en gleymdi að setja á sig háls- ólina og hefur ekki komið heim síðan. Hann er svartur með hvítt trýni, hvíta bringu og hvíta sokka, heitir Stein- grímur en þekkir ekki nafnið sitt. Vinsamlegast látiö vita í vinnusíma 3072. Bergur Orðið er laust --Lesendadálkur- , ,Eftirlitsstöðvar4 6 — Forystugrein svarað I forystugrein Vestfirska Fréttablaðsins (hér eftir skammstafaö VF) 24. nóv. s.l. er fjallað um ratsjárstöö á Vest- fjörðum. Þar er eindregið hvatt til uppsetningar slíkrar stöövar á Vestfjöröum, og í því sam- bandi skírskotað til hernaðar- legra öryggisþátta, og þess, aö slíkar ratsjárstöövar myndu koma að ómetanlegu gagni fyr- ir öryggi skipa og loftfara, og einnig til eftirlits meö fiskveiði- átt viö. Gefum ,, GIUK-hliðinu" orðið: ,,Grundvöllur loftvarna er rat- sjáin. Hún gefur varnarherafla viðvörun og upplýsingar um staðsetningu árásaraðila. Rat- sjárviðvörun í GIUK-hliðinu fer fram á tvennan hátt, annars vegar með aðstoð landratsjár- stöðva, og hins vegar fljúgandi ratsjárstöðva, þ.e. hinna svo- nefndu AWACS véla sem stað- settar eru í Keflavík og afla. Vélunum er ætlað að geta uppgötvað, fyigt eftir og borið kennsl á bæði herskip og flug- vélar og einnig stjórnað her- flugvélum NATO." VEIKLEIKI LOFTVARNA- KERFAÁ JÖRÐU Og enn höldum við áfram að blaða í riti Gunnars Gunnars- sonar. „Hugmyndin að baki fljúg- andi ratsjár- og stjórnstöðva „Landratsjár duga hins vegar skammt til að nema flugvélar í lágflugi..." lögsögu Islendinga. í greinarlok segir: ,,Hér eiga (slendingar að taka ákvörðun í samræmi víð íslenska hagsmuni og viö eig- um ekki að láta háværa minni- hlutahópa glepja okkur sýn í miklu öryggismáli." Það mál sem þarna er fjallað um, og sem VF hefur nú tekið til umfjöllunar í forystugrein, er mál, sem ábyggilega á eftir að setja mikinn svip sinn á umræð- ur manna hér á Vestfjörðum á næstunni. Jafnvel gæti hér ver- ið í uppsiglingu „mikið hitamál" eins og eitt dagblaðanna komst aö orði ekki alls fyrir löngu. Þá er horft á það, sem undirritaður neitar þó að trúa á, að íslensk stjórnvöld leyfi uppsetningu slíkra landratsjárherstöðva víðsvegar um land, þ.á.m. hér á Vestfjörðum. Af gefnu tilefni er því nauð- synlegt að lesendum VF gefist kostur á að kynnast öðrum sjónarmiðum en þeim sem koma fram í tilvitnaöri forystu- grein. Grein þessi er því skrifuð í trausti þess, að VF standi und- ir nafni, og Ijái hinum ólíkustu sjónarmiðum rúm sem varða vestfirsk málefni, enda tilefnið stórt. LANDRATSJÁR LÍTILVÆGAR SAMANBURÐI VIÐ AWACS- VÉLAR Það er oft réttilega kvartaö undan því, að við íslendingar höfum litla sérfræðilega þekk- ingu í varnar- og öryggismál- um, þannig að viö getum metið þau mál sjálfstætt og þá útfrá okkar eigin hagsmunum. Nú vill svo vel til, að einmitt á þessu afmarkaða sviði, ratsjármálun- um, er til íslenskt sérfræðirit, sem m.a. fjallar ítarlega um rat- sjármál á íslandi. Þetta er þekkt íslenskt sérfræðirit, sem Gunn- ar Gunnarsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, tók sam- an, og birt var 1981, undir nafn- inu ,,GIUK-hliðið.“ Þar sem rat- sjármálin gætu orðið mjög í brennidepli hjá okkur Vestfirð- ingum á næstunni, þá er vel til þess falliö hér, að blaða lítið eitt í þessu merka riti, svo að les- endum VF gefist kostur á að kynnast örlítið því sem þafna er Schackleton véla í Skotlandi. Landratsjárnar eru hluti hinna svonefndu DEW-línu (Distant Early Warning-Line) sem komið var upp á sjötta áratugnum og liggur þvert yfir norðanvert Kanada og heldur síðan áfram um stöðvar á Grænlandi, Islandi, Færeyjum og Hjaltlandseyjum. Upphaf- lega voru 57 ratsjárstöóvar í DEW-línunni en þeim hefur heldur fækkað og eru nú 31. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á DEW-línunni, en hún er í meginatriðum byggð á tækni frá sjötta áratugnum. Flestar ratsjánna geta uppgötv- að flugvélar í háflugi allt upp í 40.000 feta hæð og 370 km fjarlægö. Landratsjár duga hins vegar skammt til aó nema flugvélar í lágflugi þar sem fjöll og aðrar ójöfnur í landslagi skyggja á ratsjárgeislann. Einnig veldur lögun jarðar því, aö geislinn fjarlægist hana eftir því sem lengra dregur frá rat- sjánni. Venjulegar ratsjár upp- götva ekki flugvélar, sem fljúga mjög lágt, fyrr en þær eru um 50 km. undan. AWACS eru fullkomnustu fljúgandi ratsjár- og stjórn- stöðvar sem völ er á. í 30.000 feta hæð nemur ratsjáin vélar í lágflugi í 400 km radius og í háflugi yfir 550 km. Þetta þýðir að hvorvélin um sig geturfylgst með vélum í lágflugi yfir tæp- lega 500.000 ferkm. svæði og í háflugi yfir 950.000 ferkm. svæði. Samanborið við þær virðist DEW línan vera heldur lítilvæg.“ HLUTVERK AWACS-VÉLANNA Og við höldum áfram að blaða. ,,Á friöartímum eru AWACS- vélarnar hafðar til eftirlits og þjálfunar. Á ófriðartímum væri meginhlutverk þeirra stjórnun herafla. Myndu AWACS- vélarnar á íslandi m.a. vera not- aðar til þess að samræma loft- varnir í Noregi, Bretlandi og á íslandi. E-3A Sentry eða AWACS (Airborne Warning and Control System) er hönnuð til aö gegna þríþættu hlutverki til eftirlits, aðvörunar og stjórnunar her- eins og AWACS, á rót sína að rekja til veikleika loftvarnar- kerfa á jörðu. Hér er um að ræða þrjá meginveikleika. í fyrsta lagi geta landratsjár ekki „séð“ flugvélar, sem fljúga í mjög lítilli hæð fyrr en þær eru skammt undan vegna lögunar jarðkringlunnar. Ratsjá AWACS vélanna getur greint endurkast ratsjárgeisla af flug- vél sem ber við jörð eða hafflöt frá endurkasti í bakgrunni.Þetta veldur því, að þær geta nýtt sér flughæðina, og séð yfir miklu mun víðara svæði en landrat- sjár. í öðru lagi er sjónsvið land- ratsjárstöðva staðbundið.Að- vörun um árás t.d. meö stýri- flaugum frá flugvélum berst þar af leiðandi fyrirvaralítið. Hreyf- anleiki AWACS stækkar það svæði geysilega mikiö, sem loft- varnarþotur fá upplýsingar um, svo andstæðingum er unnt að mæta áður en hann kemur vopnum sínum við. I þriðja lagi eru LANDRAT- SJÁR VIÐKVÆMAR FYRIR ÁR- ÁSUM FRÁ SPRENGJUFLUG- VÉLUM OG ELDFLAUGUM. Fljúgandi rajárstöð er ekki eins auðvelt skotmark." í Ijósi þessara tilvitnana í ritið um „GIUK-hliðið, varðandi veikleika landratsjárstöðva samanborið við AWACS vélarn- ar í öllu því sem fellur undir venjubundna hernaðar- og eft- irlitsþætti, hlýtur að vakna sú spurning, hversvegna í ósköp- unum koma fram óskir einmitt núna um endurbyggingu slíkra landratsjárherstöðva hér á landi? Því ef þessar óskir eru ekki komnar fram vegna hern- aðarlegra þátta, þá eru þær tæplega komnar fram vegna sérstakrar umhyggju þeirra í Pentagon fyrir öryggi sjó- manna, flugumsjónar- og land- helgisgæslu á íslandi. Þarna hljóta því á að vera á ferðinni aðrir hernaðarþættir, sem ekki voru sjáanlegir og tilgreindir á sínum tíma í ritinu um „GIUK- hliðið." Hernaðarþættir, sem hljóta að vega mjög þungt í dag. Framhald á bls. 7

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.