Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 2
I vestlirska I TRETTABLASIS Vikublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaöamaöur Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurösson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verö í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Fiskveiðikvótinn Viðbrögð manna við fiskveiðikvótanum í verstöðvunum allt í kringum landið hafa mjög verið á einn veg. Óttinn við að atvinna dragist saman síðari hluta ársins kemur fram meðal sjómanna, útgerðarmanna, fiskverkenda og fisk- verkafólks hvenær sem rætt er um fiskveiðistefnuna og á- hrif hennar. I blaðinu í dag er rætt við útgerðarmenn á svæðinu frá Bol- ungarvík og suður á Patreksfjörð. Allir eru mjög uggandi um hag sinna byggðarlaga og svartsýnir á atvinnuástand, þegar líða tekur á árið. Afli 14 togara á þessu svæði mun samkvæmt kvótanum, verða um 6500 tonnum minni á þessu ári, en hinu síðasta, og var það þó miklu lakara en árin tvö þar á undan. Það er óvíst, að þeir, sem ekki búa við hið einhæfa at- vinnulíf sjávarplássanna geti skilið hvað hér er í húfi fyrir þau. í hinum stærri byggðarlögum, þar sem atvinnulíf byggist meira á ýmiskonar úrvinnslu- og þjónustugreinum þá koma áhrif aflasamdráttarins ekki líkt því eins harka- lega niður, eða eins fljótt. Auðvitað kemur aflaminnkun niður á öllu þjóðarbúinu, en það eru sjávarplássin, sem verða fyrir þyngsta áfallinu og það nú þegar á þessu ári. Það áfall verður mikið, ef ekk- ert sérstakt kemur til, sem dregið getur úr því. Menn líta mjög til rækjuveiða og vinnslu, með von um að aukning þar geti hjálpað upp á sakirnar. Allmörg af hinum afkastamiklu togveiðiskipum landsmanna hyggja nú á rækju- veiðar og eftir vinnsluleyfum hefur verið sótt og þeim út- hlutað í ríkum mæli. Þetta er mjög skiljanlegt, frá sjónarhóli forráðamanna at- vinnulífsins á hverjum stað. En þar sem þjóðin hefur þurft að súpa seyðið af stjórnleysi í síldveiðum og loðnuveiðum og nú er verið að reyna að koma skipulagi á þorskveiðarn- ar með mikilli baráttu og fórnum, þá er það tímaskekkja og ófyrirgefanlegt kæruleysi sjávarútvegsráðherra, ef hann ætlar að láta þróunina í rækjunni afskiptalausa. Sú aukning, sem þar kemur til greina á fyrst og fremst að koma til góða þeim verstöðvum, þar sem rækjuveiðar og vinnsla eru þegar snar þáttur í atvinnulífinu og sem hafa að eigin frumkvæði byggt upp þessa atvinnugrein um.áratuga skeið. r-— Smáauglýsingar—■■ BAHÁ'I TRÚIN Upplýsingar um Bahá'i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, Isafirði. Opið hús að Sund- stræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. | AL ANON FUNDIR | fyrir aðstandendur fólks, sem I á við áfengisvandamál að I stríða, eru kl. 21:00 á mánu- I dagskvöldum að Aðalstræti ■ 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. ■ Upplýsingar veittar í síma ■ 3411 á sama tíma. AAFUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími3411. AA DEILDIN AA FUNDIR BOLUNGARVÍK kl. 20:30 á fimmtudögum í Kiwanishúsinu á Grundum. AA DEILDIN TIL SÖLU er Simó kerruvagn rauður á litinn og einnig er til sölu örbylgjuofn. Upplýsingar í síma 3579 og 4287. TRÉSMÍÐAVÉL Til sölu er Eyzi sambyggð trésmíðavél. Upplýsingar gefur Daði í síma 3806. TIL SÖLU I lokaður Shetland-bátur, 16 J feta með Mariner-vél. Selst ! með vagni. Nýupptekin | Chrysler-vél fylgir, driflaus. | Verð 150—170 þús., eftir I samkomulagi. Upplýsingar í síma 3184 eftir I kl. 17:00. ■ TIL SÖLU Til sötu bifreiðin I—777 Mazda 323, framhjóladrifin, árgerð 1981. Upplýsingar í síma 3720 og 3221. Orðið er kmst --Lesendadálkur- Þakkir til Hlífarkvenna Fyrir skömmu varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera gestur þeirra Hlífarkvenna á „Hlífarsamsætinu" og þarf vart að kynna þá skemmtun fyrir bæjarbúum, en þar sem það hefur alltaf þótt góður siöur að þakka fyrir sig langar mig til að gera það með örfáum orðum. Þegar sól fer að hækka á lofti hér á ísafirði má segja að hægt sé að fara að hlakka til þessa árvissa atburðar, og veit ég að margir bíða með óþreyju eftir þessum degi. Ég var nú í fyrsta skipti gestur á þessum fagnaði, og er mér óhætt að segja að allt var þetta félagskonum til mikils sóma, skemmtiatriði öll og veit- ingar allar, að ég tali nú ekki um hlýlegt viðmót og alúðlega framkomu. En það vill svo vel til að ég þekki svolítið gang mála í þessu félagi og veit hve gífurlega vinnu þetta allt kostar og tíma, en ég veit líka hve Hlífarkonur vinna að þessu með mikilli gleði og eftirvæntingu því það er leit- un að öðru eins þakklæti og hlýhug sem streymir til þeirra kvenna á samsætinu sjálfu, og þó oft hafi verið erfitt að finna tíma fyrir þetta og hitt verkefn- ið, og inn hafi slæðst sú hugs- un að réttara hefði nú verið að vera ekkert að gefa sig í þetta, þá uppskera allir ríkulega sín laun, þegar ánægja skín út úr andlitunum, hendur eru þrýstar og allir þakka með fölskvalausu þakklæti. Það má segja að það sé með eindæmum hverju hægt er að koma í framkvæmd við erfiðar aðstæður, og þar sannast það, að með sameiginlegu átaki er hægt að lyfta Grettistaki, og það er hreint ótrúlegt hvað leynist mikið af leiklistarhæfi- leikum í þessu félagi, og þær munar nú ekki um það Hlífar- konurnar að bregða sér í hin ýmsu hlutverk eins og sjá mátti á þessari skemmtun. Kæru Hlífarkonur ég þakka ykkur kærlega fyrir ógleyman- lega skemmtun og óska ykkur farsældar í starfi. Fyrrverandi Hlífarkona. Frosti Jóhannsson, þjóðháttafræðingur: Safiiar upplýsingum iiin atvinnu- og heim ilishættí á Isafirði í byrjun aldarinnar Frosti Jóhannsson, þjóð- háttafræöingur, hefur undan- farna 6 mánuði unnið að því á vegum þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafnsins að afla upplýs- inga um atvinnu- og heimiiis- hætti á ísafirði. Hefur hann gert það með því að ræða við fólk í bænum, en þeirri aðferð hefur lítið verið beitt áður við slíka upplýsingasöfnun. Frosti Jóhannsson stundaði í 6 ár nám í Svíþjóð, lauk fíl. kand. prófi frá háskólanum í Uppsala. en stundaði síðan framhaldsnám í Stokkhólmi. 1980 kom hann heim og hóf störf hjá þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins við að undir- búa söfnun upplýsinga um þétt- býli á íslandi, en síðastliðin 25 ár hefur verið unnið að upplýsinga- söfnun um sveitalíf í landinu. Frosti sagði að erfiðlega hefði gengið að fjármagna verkefnið, þjóðháttadeildin væri í fjársvelti, og væri hann aðeins búinn að fá greitt fyrir tvo mánuði af þessum sex sem hann hefur verið við verkið. „Ég afmarka mig við alþýðu- fólk. þ.e.a.s. landverkafólk,” sagði Frosti í spjalli við blm. „Og þar sem þjóðháttafræðin leggur á- herslu á hið almenna, það sem einkennandi er, hlýtur saltfisk- verkunin að verða mitt meginvið- fangsefni hér. Mér hefur tekist að fá mjög góða heimildarmenn og hef til dæmis fengið allgott yfirlit * Isafjarðarmót í skák (safjarðarmót í skák hefst í Sjómannastofunni miðvikudaginn 7. mars kl. 19.30. Tefldar verða 7 um- ferðir eftir Monradkerfi og er búist við harðri keppni. Mótlð stendur yfir í 7 vikur og verður alltaf teflt á mlð- vlkudagskvöldum. yfir gang saltfiskverkunarinnar, alveg frá því fiskurinn kom á land þangað til honum var skipað út. Samhliða hef ég unnið kerfis- bundið að því að fara í gegnum gömul blöð hérna á bókasafninu, einkum Þjóðviljann gamla og Vestra.” — Hvernig hefur þér gengið að komast í samband við heimildar- menn? „Það hefur gengið mjög vel. Yfirleitt finnst fólki gaman að spjalla um þetta. Annars hef ég ekki rætt við mjög marga heim- ildarmenn, en fer hins vegar oft til sama heimildarmanns, algengt er að ég sé 2—3 vikur hjá sama manni. Ég er með ákveðna spurn- ingalista sem ég hef til hliðsjónar, og tek síðan samtölin uppá band, nema ef fólki er illa við segul- bandið, þá skrifa ég. Síðan reyni ég að vinna úr þessu jafnóðum. en það hefur ekki verið gert áður við svona upplýsingasöfnun, en komið hefur í ljós að erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að vinna úr upplýsingum sem aðrir hafa safn- að. Við sveitalífskönnunina voru sendir út spurningalistar og þegar svörin voru síðan lesin yfir vökn- uðu ennþá fleiri spurningar. Með því að tala sjálfur við fólkið og vinna úr upplýsingunum jafnóð- um get ég frekar komið í veg fyrir að gloppur verði í heimildasöfn- uninni. — Ég er nú búinn að fá ákveðna heildaryfirsýn og byrjað- ur að skrifa saman, en reikna með að verða við þetta að minnsta kosti frammá haustið.” — Verður þetta síðan gefið út á bók? „Það er nú ekkert ákveðið um það, en það má kannski benda á það að þessar upplýsingar sem ég er hér að safna eru grundvallar- upplýsingar sem varða til dæmis mjög byggðasafnið hérna. Safnið er fyrst og fremst útvegsbænda- safn, en þar er lítið sem ekkert um saltfiskverkun að finna. Þar gætu mínar upplýsingar komið að notum. Þá væri einnig hægt að nota þær í sambandi við átthaga- fræðikennslu í skólunum hérna, og stuðla þannig að því að brúa kynslóðabilið að einhverju leyti. Við þurfum einnig að læra að meta betur velmegun okkar, og það gerum við meðal annars með samanburði við okkar eigin for- tíð.” „Upplýsingar sem varða Byggðasafnið hérna"

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.