Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 8
■ i Verslunin Skemman opnar dyr sínar Nýverið var verslunin Skemman opnuð á efri hæð Ljónshússins á Skeiði. Er þar verslað með vinnufatnað, nærfatnað og óléttufatnað. Eigendur versiunarinnar eru þau Jón Friðrik Jóhannsson og Sigurrós Sigurðardóttir. Nú er verið að ljúka við að stúka efri hæð Ljónshússins niður og er reiknað með að á næstunni verði opnaðar þar nokkrar smáverslunir. Munu þær hafa á boðstólum ým- isskonar varning, og má þá segja að þarna verði kominn vísir að verslunarmiðstöð. Þessi mynd var tekin í Skemmunni á dögunum og sýnir Sigurrós Sigurðardóttir í hinni nýju verslun sinni. L J Skíðafélag ísafjarðar 50 ára — gengst fyrir Vestfjarðamóti í göngu um helgina Skíðafélag ísafjarðar verður 50 ára 4. apríl næstkomandi. Af því tilefni mun félagið um næstu helgi halda Vestfjarða- mót í göngu, öllum flokkum. Keppendum og starfsmönnum mun síðan verða boðið til verð- launaafhendingar og kaffi- Fyrsta bikar- mótið ígöngu Fyrsta bikarmót vetrarins í göngu fór fram á Siglufirði um þar síðustu helgi. Veður var gott, um tveggja stiga hiti, og færi ágætt að sögn Guðmundar R. Kristjánssonar, sem tók þátt í 10 km göngu 17 — 19 ára. Hann sagði að ísfirðingum hefði ekki gengið eins vel og vonast var eftir, því sumir hefðu verið komnir ,,yfir toppinn”, í Framhald á bls. 7 drykkju í Skíðaskálanum til há- tíðabrigða á þessum merku tímamótum. Stofnfundur Skíðafélagsins var haldinn á kaffihúsinu Heklu 4. apríl 1934. Fyrsti formaður og aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var Ólafur Guðmundsson, en aðrir í stjórn voru kosnir: Guðmundur frá Mosdal, ritari, Sigurður Jónsson (Þórólfs) gjald- keri, og Sigurður Guðmundsson og Ása Guðmundsdóttir, með- stjórnendur. I lögum félagsins segir að við- fangsefni þess sé að vinna að eflingu skíðaíþróttarinnar, eink- um í Isafjarðarkaupstað og ná- grenni. Þessum tilgangi skuli náð með því að hvetja sem flesta til þátttöku, sjá fyrir kennslu með námskeiðum eða öðrum aðferð- um, gangast fyrir kappmótum og útbreiða þekkingu í skíðaíþrótt- inni á annan hátt. Félagið hefur nú sinnt þessum tilgangi sínum í hálfa öld-og ýms- um markmiðum verið náð. Árið 1935 lagði Gunnar Andrew til að komið yrði á skíðaviku og hefur hún verið haldin árlega síðan, eins og bæjarbúum er kunnugt. Þá reisti félagið nýjan skíðaskála á Seljalandsdal árið 1939, og gegndi hann sínu hlutverki þang- aðtil hann eyðilagðist í snjóflóði í mars 1953. Ekki létu þeir Skíðafé- lagsmenn slíkt mótlæti buga sig og réðust strax um haustið í að reisa nýjan skála. Var hann fok- heldur í nóvember sama ár, en síðan var næstu árin unnið að því að fullgera hann. Skálinn var síð- an gefinn Iþróttabandalaginu og stendur enn þann dag í dag fyrir sínu. Skíðafélagið beitti sér fyrir ýmsum góðum málum öðrum. s.s. námskeiðshaldi, uppsetningu raf- Ijósa í Stórurð í lok fimmta ára- tugarins, og vann að því, ásamt öðrum félagasamtökum, að reisa skíðalyftur þær sem nú tróna á Seljalandsdal. Það má því með sanni segja, að Skíðafélag Isa- fjarðar hafa átt drjúgan þátt í að gera skíðaíþróttina að vinsælustu almenningsíþrótt á Isafirði. Núverandi formaður Skíðafé- lagsins er Halldór Margeirsson. Afli i f HROGNATAKA HAFIN I BOL- UNGARVlK. I fyrrinótt var byrjað að taka hrogn til frystingar f Bolung- arvfk, og reiknað er með að melra verði gert af því. Enn er verið að bræða af fullum krafti. Gæftaleysi hefur hrjáð vestfirska sjómenn undan- farna daga og því litlar fréttir að segja af línubátum. Mikið er nú orðið um steinbft í afla þelrra þegar gefur. Farlð er að síga á seinni hluta rækjuveiðanna. Þó heyrum við að vonir standi til að hægt verðl að auka kvót- ann í Djúpinu. Þá höfum við heyrt að einhverjir ætli sér á skel þegar rækjuvertíðinni lýkur. — Af úthafsrækjuveiði er það m.a. títt að Sveinborg landaði á dögunum 25—30 tonnum í Bolungarvfk. Þá er Hafþór farinn á veiðar. TOGARARNIR BESSI landaði 140 tonnum á þriðjudag. DAGRÚN landaði sömuleiðls 140 tonnum, á mánudag. HEIÐRÚN kom með 60 tonn í síðustu viku. PÁLL PÁLSSON landaði 164 tonnum á þriðjudag. GUÐBJARTUR losaði 100 tonn á þriðjudag og var helm- ingurinn karfi, hltt þorskur. JÚLfUS GEIRMUNDSSON landaðl um 120 tonnum á þrlðjudag. GUÐBJÚRG landaði sama dag um 150 tonnum. ELlN ÞORBJARNARDÓTTIR kom með 130 tonn á sunnu- dag, þar af 100 tonn af karfa. Elín er með bilað spil og er til viðgerðar á Isaflrði. Reiknað er með að hún komist á veið- ar aftur í vikulokin. GYLLIR landaði 107 tonnum á laugardaginn, þar af 75 tonnum af karfa. FRAMNES I. landaði um 80 tonnum af karfa í gær. SLÉTTANES losaði á mánu- dag 190 tonn, þar af111tonn karfl. TÁLKNFIRÐINGUR landaði sama dag 137 tonnum, 112 tonn karfl. SIGUREY kom með 83 tonn á sunnudaginn, uppistaðan karfi. SÖLVI BJARNASON er ennþá f slipp í Reykjavfk, og hefur dvalist lengur en ætlað var. Búist er við honum til Bfldu- dals um helgina. vostíirska FRETTABLAÐIÐ Hið nýja slvsavarnahus: Sigurðarbúð Nýja slysavarnarhúsið á Skeiði var vígt á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Var húsinu gefið nafnið Sigurðar- búð til heiðurs Sigurði heitnum Bjarnasyni, skipstjóra á Orra, en hann var einn af helstu hvatamönnum að byggingu hússins. Þá var fundarherbergi kvennadeildarinnar gefið nafn- ið Guðrúnarstofa til heiðurs Guðrúnu heitinni Jónsdóttur, fyrrverandi formanni deildar- innar. Við athöfnina flutti séra Jakob Hjálmarsson blessunar- orð. I tilefni af 50 ára afmæli sínu heiðraði kvennadeildin 9 konur fyrir störf sín að slysavarnamál- um. Það voru þær Anna K. Björnsdóttir, Anna Ó. Helgadótt- ir, Björg Jónsdóttir, Guðbjörg Hermannsdóttir, Magnúsína Olsen, Sigríður Jónsdóttir, Sigrún Finnbjörnsdóttir, Soffía Löwe og Ásta Eggertsdóttur. Fengu þær allar skrautrituð heiðursskjöl Slysavarnafélagsins. Kvennadeildinni bárust margar höfðinglegar gjafir í tilefni 50 ára afmælisins. Þannig gáfu Bæjar- sjóður Isafjarðar, Hrönn hf. og íshúsfélag ísfirðinga 50 þús. kr. hver, og Hjördís Óskarsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir gáfu 10 þús. kr. til minningar um Ólaf og Valdimar Össurarsyni, sem fórust með mb. Gullfaxa 25. febrúar 1980. Þá gaf Olíusamlag útvegs- manna deildinni 10 stóla að gjöf og létu konurnar svo um mælt að nú gætu þær setið á friðarstólum. Margir aðrir gáfu deildinni höfð- inglegar gjafir, en of langt mál yrði að telja þær allar upp hér. I tilefni 55 ára afmælis síns fékk karladeildin einnig margar góðar gjafir. Þannig fengu þeir 50 þús. kr. frá Hrönn hf., utanborðs- mótor, 10 snjóflóðastangir og 10 stóla frá kvennadeildinni, talstöð og leitara (scanner) frá Slysa- varnafélagi Islands o.fl. Þá gáfu Böðvar Sveinbjörnsson, Bergljót Böðvarsdóttir, Eiríkur Böðvars- son og Kristín Böðvarsdóttir sveitunum sameiginlega 150 þús. til. minningar um mæðginin Ið- unni Eiríksdóttur, fyrrverandi formann kvennadeildarinnar, og son hennar Hauk Böðvarsson, skipstjóra, er fórst með mb Eiríki Finnssyni á Isafjarðardjúpi 25. febrúar 1980. Skyldi þessum fjár- munum varið til kaupa á björgun- arbifreið. Formenn deildanna báðu okk- ur að koma á framfæri þökkum fyrir allar þessar höfðinglegu gjafir, sem glöggt sýna hug fólks til slysavarnastarfsins. I greininni um kvennadeildina 50 ára í blaðinu fyrir hálfum mánuði vantaði í myndatexta að Ásta Dóra Egilsdóttir var að gefa ræðupúlt til minningar um afa sinn, Kristján Kristjánsson, lóðs. en hann hefði orðið 100 ára 5. júlí s.l. Lára Helgadóttir, form. Kvennadeildarinnar heiðrar Ástu Eggertsdóttur Þad er skemmtun um helgina Jæja krakkar, nú getiö þiö farið aö hlakka til. Þaö verður nefnilega barnaskemmtun í Al- þýöuhúsinu á laugardaginn og líka á sunnudaginn. Viö hérna á Vestfirska erum alveg handviss um aö þaö verður ofsa gaman og viö mundum alls ekki sleppa þessu tækifæri í ykkar sporum. Vitiö þiö hvaö verður til skemmtunar? Nei, þaö vitið þiö ekki og viö vitum það reyndar ekki almennilega heldur. En okkur er sagt að þau í Litla leikklúbbnum, sem sjá um skemmtunina, ætli til dæmis aö sýna atriði úr Hans og Grétu, þiö hafið heyrt um þau, er það ekki? En þaö veröa fleiri þarna heyrum viö, Múmínálfarnir ætla víst aö koma í heimsókn, og svo verður dans, ábyggilega voða skemmtilegur dans, og svo verður flutt og leikiö Ijóð sem heitir ,,Þaö var einu sinni drengur.” Og þaö verður ör- ugglega fleira til skemmtunar, því þetta á að standa í i'/2 klukkutíma. Hugsiö ykkur það! Þaö kostar hundraö kall á skemmtunina, sama hvaö maö- ur er gamall. Æ, við gleymdum aö segja klukkan hvaö skemmt- unin byrjar, hún byrjar klukkan tvö. Leggiö þaö á minnið! BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súöavík — 94-6972-6932 Grcnsásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bfllnn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.