Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 3
vesttirska rRETTABLAClD Hallgrímur Sveinsson, skólastjórí: Námsstjóm vantar í vestfirsku grunnskólana Skólamenn og foreldrar hér á Vestfjördum hafa haft af því áhyggjur nokkrar síöan sam- ræmdu prófin upp úr 9. bekk voru lögleidd, hve vestfirskir unglingar koma yfirleitt illa út úr þessum margræddu prófum, miöaö viö önnur fræðsluum- dæmi. Vestfiröingar viröast yfir- leitt vera í lægsta kantinum í þessum landsprófum, ef ekki langlægstir. Þaö þarf því eng- um aö koma á óvart þótt Vest- firska fréttablaðinu þyki ástæöa til aö slá þessu myndarlega upp á síðum sínum 2. febrúar síö- astliðinn. Nokkrir spakir skólastjórar, meö nýja fræðslustjórann okkar í broddi fylkingar, skilgreina þetta vandamál nokkuð í blað- inu áöurnefndan dag. í stuttu máli virðist eftirfarandi það helsta sem þessir ágætu menn telja höfuöástæðurnar fyrir hinu hraklega gengi vestfirskra ung- menna í prófum þessum. 1. Mælingagildi prófanna ekki algilt. 2. Tíö kennaraskipti. 3. Kennarar hafa ekki efni á aö búa úti á landi. 4. Skertur starfstími skólanna. 5. Kennarar ,,dubbaöir“ upp í aö kenna fög sem þeir hafa hvorki vilja, getu né áhuga til aö sinna. 6. Einangrun kennara. 7. Önógur tækjakostur. 8. Neikvæð afstaða almenn- ings. 9. Margir skólar á Vestfjörö- um hafa ekki 9. bekk. 10. Kennarar í Reykjavík farnir að þekkja prófin. 11. Erfiöar samgöngur. Þetta sem hér hefur verið taliö upp eru allt meira og minna frambærilegar ástæöur fyrir hinni slöku útkomu Vest- fjarðaskólanna. Undirrituðum viröist þó vanta í þessa upptaln- ingu einn höfuðþáttinn, en það er skortur á faglegu eftirliti og tilsjón meö starfi skólanna. í gildandi grunnskólalögum segir svo um hlutverk fræöslu- stjóra m.a.: „Hann (fræöslu- stjórinn) hefur meö höndum al- menna námsstjórn í grunnskól- um umdæmisins og fylgist meö árangri nemenda, hvort tveggja í samráöi viö Skólarannsókna- deild Menntamálaráöuneytis- ins, og kynnir sér starfsskilyröi skóla, þ.e. aöstööu til kennslu og náms, svo og aðbúnað nem- enda.“ Allir sem til þekkja vita, aö hin almenna námsstjórn hef- ur verið í molum hér á Vest- fjörðum allar götur frá því grunnskólalögin tóku gildi áriö 1974. Lög þessi gera ráö fyrir því að hver skóli sé sem sjálf- stæðastur í starfi og er þaö út af fyrir sig mjög gott og blessað. En til þess aö skólarnir þoli þetta sjálfstæði, þá þurfa ýmsar þær forsendur aö vera fyrir hendi sem gert er ráö fyrir í þeim góðu lögum. Því fer víðs fjarri aö grunnskólalögin séu komin til framkvæmda hér í Vestfjarðakjördæmi þótt þau eigi nú 10 ára afmæli. Er þar aö endurtaka sig nákvæmlega sama sagan og var meö fræðslulögin frá 1946. Þau komust aldrei til framkvæmda nema aö litlu leyti eins og menn muna. En nóg um þaó aö sinni. Maöur var nefndur Þórleifur Bjarnason. Hann var námsstjóri Vesturlands aö atvinnu í mörg ár. Mér er sagt aö hann hafi á hverju einasta ári komið í alla skóla í sínu umdæmi og fylgst meö starfi þeirra, gert sínar at- hugasemdir, fundiö aö og leið- beint. í dag er annað skipulag á þessum hlutum. Þaó skortir ekki ýmiskonar ráögjöf og leió- beiningar frá mörgum aðilum í menntakerfinu, en þessu er ekki fylgt nógu vel eftir í mörg- um tilvikum, og missir því oft marks. Eins og áöur sagði er þaö í verkahring fræðslustjóra aö sjá um þessa hluti í samráöi viö fagnámsstjóra Menntamála- ráðuneytisins, sem sitja suður í Reykjavík. í framkvæmd er þaö svo, aö fræðslustjóri hefur fyrst og fremst verið skrifstofumaö- ur, önnum kafinn í pappírsvinn- unni. Starfsfólk hefur vantaö til aö fræöslustjóri gæti sinnt öll- um þeim gífurlegu störfum sem honum eru ætluð samkvæmt lögum, en vonandi stendur þaö til bóta. í þessa veru má alls ekki gleyma aö geta þess aö tvær ágætar konur hafa tekiö aö sér að leiðbeina kennurum í ís- lensku og stærðfræöi og hafa þær unnió gott starf, svo langt sem þaö nær. Þær eru þó aö- eins í hlutastörfum og gegna kennslu hvor í sinni grein og geta þar af leiðandi ekki sinnt mikið feröalögum. Námsmat (próf) er einn af föstum punktum í öllu skóla- í velmegunarþjóðfélagi voru lenda margir í því að safna utan á sig meiru en gott hóf þykir. Þetta er sérstaklega vont mál nú á dögum, því mjög er í móð að vera slank og spengi- legur, einkum og sér í lagi ef maður er kvenkyns. En ekki eru hinum of-feitu allar bjargir bannaðar. Kona nokkur kom að máli við blaðamann og Gamall siður endurvakinn: Flengikústar seldír fvrir bolludaginn Hér kemur ánægjuleg frétt: Styrktarsjóður húsbyggingar Tónlistarskóla ísafjarðar hefur ákveðið að selja flengikústa fyrir bolludag og endurvekja þar með að mestu aflagðan sið. Áformað er að selja kúst- ana f ýmsum verslunum bæjar- ins og á torginu ef veður leyfir. Ekki er að efa að þetta framtak mun verða bæjarbúum, og þá sérstaklega yngstu kynslóðinni, mikið gleðiefni. Sammála? Vetrarstarfið er greinilega í fullum gangi, — haldin var torg- sala I desember og klattar, kökur og kaffi selt á torginu 17. febrúar. Svona nokkuð hressir uppá bæj- arbraginn. Þá er þess að geta að fyrirhug- að er að halda kabarett í mánuð- inum. og er okkur sagt að hann verði frumsýndur í Félagsheimil- inu Hnífsdal 22. mars. Við hlökk- um til að sjá hann. Svo hvetjum við sem flesta til að kaupa sér flengikúst. en vörum við að misnota hann! starfi. Þaö fer fram meira og minna allan veturinn. Sam- kvæmt núverandi fyrirkomulagi ber hverjum skóla fyrir sig aö sjá um þetta námsmat algjör- lega á eigin ábyrgö fram aö 9. bekk, sbr. þaö sem aö framan var sagt um sjálfstæöi skól- anna. Áður en þetta var tekiö upp þurftu flestir nemendur aö þreyta svokallað barnapróf upp úr 6. bekk og unglingapróf var þaö kallað þegar menn luku viö nám í 8. bekk. AÖ hluta til voru þetta landspróf, samræmd próf, sem Menntamálaráðuneytið sendi frá sér í alla skóla. Hér skal ekki fullyrt eitt eöa neitt, en getur ekki hugsast aö síðan þessi próf voru lögö niður, hafi það haft slæm áhrif á festu í skólastarfi hér á Vestfjörðum og ef til vill víöar? Nemendur þurfa aö fá aö vita hvar þeir standa þegar eðlileg skil veröa í námi þeirra, t.d. upp úr 6. bekk. Skólarnir geta fengiö svokölluö viðmiðunarpróf frá Mennta- málaráöuneytinu. Síðan er ætl- ast til aö þeir sjóði þetta saman sjálfir meira og minna. Grunur minn er sá, aö sumir skólar, sérstaklega þeir minni, ráöi kannski ekki alveg við þetta hlutverk sitt. Gömlu barna- og unglingaprófin veittu aöhald og var keppikefli nemenda aó standa sig sem best í þeim. Nú er þetta einhvernveginn allt lausara í reipum og skortir festu hinna samræmdu prófa. Það er ekki fyrr en í 9. bekk sem fár- viðrið skellur yfir og þá eru ýmsir vanbúnir aö mæta örlög- um sínum. vildi vekja athygli fólks á samtök- um til hjálpar þessu fólki. Það eru samtökin Overeaters Anonymous (OA). sem á íslensku útleggst ó- nefnd átvögl. Þetta eru samtök kvenna og karla, sem eiga við sama vandamál að stríða — al- varlegt ofát. Þau samhæfa reynslu meðlima sinna, styrk og vonir á einn eða annan hátt til að leysa þetta vandamál og til að hjálpa öðrum til að gera það sama. OA trúir að ofát sé veikleiki, vaxandi veikleiki, sem ekki sé hægt að lækna, en eins og með marga aðra sjúkdóma sé hægt að Vestfirðir hafa sérstöðu um margt í okkar ágæta landi. Þeir eru t.d. einangraóasti lands- hlutinn aö vetrarlagi. Þeir skól- ar eru til á Vestfjörðium og það nokkuö margir, þar sem kenn- ararnir vinna svo aö segja al- einir úti á ,,akrinum.“ Langur og einmanalegur vetur getur liðið svo, aö nánast enginn af forráðamönnum fræðslumála skipti sér af starfi þeirra í reynd. Þaö er vel hægt aö ímynda sér hversu gagnlegt þaö gæti verió og uppörvun í starfi fyrir reynslulitla og í sumum tilvikum próflausa kennara á afskekkt- um stööum hér á Vestfjörðum, að fá í heimsókn reyndan skólamann til skrafs og ráöa- geröa og leiðbeininga í starfi í nokkra daga. Slíkt gæti verið ómetanlegt fyrir viðkomandi skóla. Eins og hér hefur komiö fram aö ofan viröist enginn vafi á því aö þaö eru hinir minni og afskekktari skólar sem eru veiki hlekkurinn í skólakerfinu hér á Vestfjörðum. Ef þessir skólar eiga áfram aö gegna því hlut- verki sem þeim er ætlaö þurfa forráðamenn aö veita þeim meiri athygli en gert hefur veriö nú um sinn. Og er þá komið aö lokapunkti þessa pistils, en þaó eru samgöngurnar. Góðarsam- göngur eru upphaf og endir alls hér á Vestfjörðum, eins og víöa annars staöar. Eins og mál horfa við í dag, dugar ekkert minna en bylting í þeim málum. Takist Vestfirðingum að standa saman í þeirri byltingu mun þeim veitast flest annaö aö auki, jafnt í skólamálum sem öörum málaflokkum. Þingeyri 17. febrúar 1984 Hallgrímur Sveinsson Skólastjóri. halda honum I skefjum. En fólk verður að viðurkenna hreinskiln- islega fyrir sjálfu sér veikleikann og notfæra sér þá hjálp sem möguleg er. I bæklingi frá sam- tökunum segir m.a. að þau hafi hjálpað mörgum átvöglum sem raunverulega vildu hætta, en hjálpi sjaldnast þeim sem ekki eru alveg vissir um að vilja hætta. I apríl í fyrra náðu OA til ísafjarðar og síðan hefur verið starfandi hér ein deild samtak- anna. Fundir eru haldnir vikulega í Safnaðarheimilinu. á mánudög- um kl. 20:00 og þangað geta allir snúið sér sem telja sig eiga við einhver ofáts vandamál að etja, og er mjög líklegt að þeir fái þar þann móralska stuðning sem nauðsynlegur er til að ná árangri í baráttunni gegn aukakílóunum. I |ií I iii liii itl 1111 iiii iiii iiiiiiil iíi iii | iii iii Hjá okkur fáið þið saltkjöt og baunir fyrir sprengidaginn SUNDSTRÆTI 34*4013 Bátur til sölu Til sölu er 2,2 tonna Færeyingur, hvítur að lit, mjög vel útbúinn, t.d. með 52 ha. vél, 4 manna björgunarbáti, 3 handfærarúllum o. fl. Eitt sumar á sjó. Upplýsingar í síma 3679 um helgar eða um borð í Orra ÍS. SKIÐAMENN Veitingasalan Skíðheimum býður upp á: Nestispakka Heita og kalda drykki Heimabakaðar kökur Smurt brauð Góðar veitingar — Hóflegt verð SKÍÐHEIMAR Greinarhötundur er skólastjóri á Þingeyri Áttu við ofát að stríða? — þá eru OA samtökin þér opin

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.