Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 2
vestfirska I mETTABLAClD Opnum á morgun föstudaginn 30. mars 1984 bílaryðvörn í nýju húsnæði bifreiðaverkstæðis okkar. Worldwide guarantees from six vears to a lifetime. Th» Waw)>1 CcwioBRy •nsurei its amtineent haMrty wth ttK v*ot id's iara«t nsurar.ct tOfppany v«u:isin« m ths type of invjraiK* Broke'S Lononn — W«»ond Scwman N«w Varii — Scnitf i ettíune GARANTIE FEETTABLADID Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr: 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. undirritaður kosinn til starfans ásamt Ólafi Þórðarsyni, Rauða- mýri. Ekki þarf að fara í grafgöt- urmeð:sárindiJóns vegna þessa emþættismissis og ekki þá síð- ur hinu að tveir svörnustu óvinir útigangshrossa-,,búskapar” voru þarna settir honum til höf- uðs. ,,Allt var þó vandræðalítið er við komum að Laugabóli í ásetningsferð, en tregt var hreppstjóra tungu að hræra er hann var spurður um hrossa- eign og eitthvað skammaði hann mig fyrir skens og níð um sig og sín hross, ,,því ekki á- reittu þau mig?“ Ég sagðist að vísu vera svo heppinn að búa í 45 km fjar- lægð frá Laugabóli, en engu að síður kæmi mér það við hvort mestöll sveitin logaði í ófriði og illdeilum vegna stóðhrossa. Okkur var greint frá að til stæði að reka allstóran hóp hrossa á Hólmavík til slátrunar. Af því varð ekki vegna ófærðar á fjöll- um eins og Jón greinir réttilega frá, og annarra tilburða til fækk- unar stóðs varð ekki vart af hálfu eiganda haustið 1982. Það skal tekið fram að Jón á Laugabóli hefur ekki skort hús eða hey fyrir sín hross, a.m.k. ekki hin síðari ár. þann hrossahóp sem hvað al- ræmdastur hefur verið um ára- bil fyrir ágengni og túnsækni á Laugadalsströnd nánar tiltekið frá Rauðamýri og út að Hamri. Fyrir flokki þessum fer meri sú er Laugabóls-Skjóna er nefnd og er gædd þeim hæfileika að finna á sér ef túnhlið opnast eða önnur smuga gefst að sumrinu, en gengur á vetrum með hópinn yfir kaffenntar girð- ingar. Eru þessi hross auðvitað þar um slóðir í fullkominni ó- þökk bænda og hefur hrepp- stjóra verið margsagt til hrossa sinna með litlum árangri og þá sjaldan að hann hefur drattast eftir þeim, koma þau jafnan um hæl. Við þessum stefnuvargi var alls ekki haggað í haust og hafa þau barið gaddinn á og við tún á fyrrgreindu svæði í allan vetur. Rétt er að vekja athygli á því sem eftir Jóni er haft hér í Vf 3. nóv. s.l. en þar segir eftir að greint hefur verið frá smölun og fækkun stóðs: ,,Hann (þ.e. J.G.) taldi að vel mundi verða séð um það sem eftir er í vetur.“ Með þessi ummæli í huga verður hneykslan Jóns á mér fyrir að segja frá í Vf. hrossum brottflutts Laugdælings sem voru í reiðileysi í haust og hreppsnefnd hafði gefið við- komandi skamman frest til að ráðstafa, ærið spaugileg. Við- komandi var búinn að fá allt það svigrúm sem með nokkurri sanngirni var hægt að krefjast, Framhald á bls. 6 Smáauglýsingar 1 BAHÁ‘1 TRÚIN Upplýsingar um Bahá'i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, rsafirði. Opið hús að Sund- stræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. ALANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánu- dagskvöldum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. AAFUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími3411. AA DEILDIN (BÚÐÁLEIGU óska eftir 2—3 herb. íbúð á leigu. Upplýsingar í síma 4049. TIL SÖLU Bifreiðin í—126, Volvo 244 árg. 1980 sjálfskiptur. Ekinn 51 þús km. Upplýsingar í síma 3448. TIL SÖLU Subaru árg. 1980, fjórhjóla- drlfinn. Upplýsingar í síma 4081 á kvöldin. TILSÖLU Mazda 323 árg. 1979. Ekinn 55 þús. km. Bíll í góðu standi. Upplýsingar í síma 4187 á kvöldin. TILSÖLU Chevrolet Malibu Classic árg. 1978 í mjög góðu standi. Skipti á minni bfl. Upplýsingar í síma 4049. TILSÖLU Toyota Mark II árg. 1974. Á sama stað er til sölu Lafvella utanhús plastklæðning. Upplýsingar í síma 8139 milli kl. 7—8 á kvöldin. oátö"? Hringið og pantið tíma sem fyrst hjá verkstjóra í síma 3711. Indríði Aðalsteinsson, Skjaldfönn: ögn meira af tófum, útigangshrossum og hreppstjóra í Nauteyrarhreppi HROSSAPLÁGAN Þá skal vikið að því málinu sem hvað sárast hefur brunnið á Jóni á Laugabóli undanfarið ár, en það er sú almenna at- hygli sem beinst hefur að úti- gangsstóði hér í innanverðum hreppnum. Þegar Jón Guðjónsson flyst að Laugabóli fyrir bráðum 20 árum var vitað að hann mundi ekki hyggja á neinn kotbúskap, enda hefur hann nú um margra ára skeið verið fjárríkastur bóndi á Vestfjörðum með hátt á áttunda hundrað á fóðrum. En svoleiðis hokur dugði honum engan veginn, mera- kóngur skyldi hann verða líka. Hrossunum fjölgaði því ört, enda lítil rækt lögð við að gelda fola og fáu eða engu fargað. Rénuðu vinsældir Jóns í jöfnu hlutfalli við hrossafjölgun- ina, því fæst gengu þau í Laugabólslandi og graðfolar hans sínntu ekki síður merum Laugdælinga en hryssum hreppstjórans. Urðu grannar hans því hrossmargir án þess að fá rönd við reist. Fljótlega fór að sjá á landinu því hrossafjöldi á útigangi allan ársins hring tekur mikið til sín og það komið niður á afurðum sauðfjárins. Þrjú af síöustu fimm árum hafa verið þau köldustu á öld- inni með löngum jarðbönnum að vetrinum og alltaf fjölgaöi hrossunum, þau gerðust nær- göngul við tún og brutu niður girðingar og fóru eins og logi yfir akur. Aðspurðir því þeir ekki fækk- uðu stóði sínu svöruðu Laugar- dalsbændur, að þeir ættu nú ekki annað eftir, en að fara að rýma til fyrir helv. stóðinu hans Jóns á Laugabóli. Þar sem Jón sýndi enga viðleitni í að hemja sín hross voru þessi viðbrögð skiljanleg. Bændur beggja vegna Laugabóls vörðu tún sín orðiö með haglabyssuskothríð og ábyrgur aðili lagði það til við hreppstjórann að seld yrðu veiðileyfi í stóðið, svipað og gert væri með hreindýrin, en ekki tók Jón vel í það. Kærur og kvartanir til sýslumanns og sýslunefndar báru engan ár- angur. EMBÆTTISMISSIR Síðsumars 1982 lá fyrir ný- kjörinni hreppsnefnd að kjósa forðagæslumann, en því starfi haföi Jón á Laugabóli gegnt undanfarið kjörtímabil. Ná- grannar hans sem eru í meiri- hluta í nefndinni aftóku að end- urkjósa Jón og bentu á grein í lögum um forðagæslu, en þar segir orðrétt. ,,Skal þess jafnan gætt að velja til (forðagæslu) þá menn sem þekktir eru að gæti- legum ásetningi og góðri með- ferð búfjár.” Fyrir þessum rök- um hlutum við sem fjær bjugg- um að beygja okkur og var STÓÐIÐ KEMST [ VF. Síðastliðinn vetur var með fá- dæmum harður og snjóþungur, jarðbönn langtímum saman og ill- eða ófært milli bæja, svo vikum skipti hvað þá um endi- langa sveit. í aprílbyrjun fer Reynir Berg- sveinsson bóndi og oddviti í Gufudal í Gufudalssveit, A- Barð. á vélsleða um innanverð- an Nauteyrarhrepp og er á tófu- veiðum. Þær vísa honum á þrjú hrosshræ, og folaldsmerar og ungviði í stóðinu er þannig á sig komið að hans mati, að hann sér ástæðu til að vekja athygli á málinu í viðtali við Vf. Jón á Laugabóli brást við á sinn hátt og skrifaði samstundis grein í Vf., þar sem hann bendir á að hross geti nú dáið af öðr- um orsökum en harðrétti, ná- granni hans sunnan heiðar hafi augljóslega ekkert vit á holdar- fari þeirra og sé þaráofan sletti- reka. En nú var skriðan komin af stað og varð ekki stöðvuð. Ungur og ódeigur sýslumaður tók við embætti í maíbyrjun og gerði hark. Dýraverndunarfé- lagið lét málið til sín taka og krafðist könnunar. í sumar sendi sýslufundur Norður- ísafjarðarsýslu frá sér hvassyrta samþykkt, þar sem stóðbændur í Nauteyrarhreppi eru alvarlega áminntir. Það er af þessum sökum sem Jón gekkst fyrir stóösmölun og nokkurri fækkun í haust. Nú hefði mátt ætla að hreppstjór- anum þætti það þá siðferðilega sjálfsagt að losa sig fyrst við Orðið er lanst — Lesendadálkur-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.