Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 4
4 Isafjarðarkaupstaður Viðtalstímar Föstudaginn 30. mars verða bæjarfulltrú- arnir Reynir Adólfsson og Hans Georg Bæringsson til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrifstofunum að Austuvegi 2, frá kl. 17:00 til 19:00. Lausar stöður 2 starfsmenn vantar við Sundhöll og íþróttahús frá 15. apríl og 15. maí n.k. Umsóknarfrestur til 14. apríl. Upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfull- trúi f síma 3722. Könnun vegna lóðaúthlutunar Fyrirhugað er að opna fjölbýlishúsahverfi ofan Urðarvegar. Hér með er óskað eftir að þeir sem áhuga hafa á lóðum á þessu svæði hafi samband við tæknideild. BÆJARSTJÓRINN Einbýlishús í Bolungarvík Húseignin Hóll I, Bolungarvík, ertil sölu. Upplýsingar eru gefnar í síma 94-7114. ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 — Pósthólf 220 400 ísafjöröur Útboð Orkubú Vestfjaröa óskar eftir tilboðum í aö byggja verkstæðis- og rafstöövarhús á Suö- ureyri. ÚTBOÐSGÖGN: Verkstæöis- og rafstöðvarhús á Suöureyri. Útboösverkiö nær til þess aö koma húsinu í fokhelt ástand í samræmi viö útboösgögn. Verklok skulu vera 21. september 1984. Tilboö veröa opnuð þriöjudaginn 24. apríl 1984, kl. 11:00. Tilboðum skal skila til skrifstofu Orkubúsins á ísafirði fyrir þann tíma og veröa þau opnuð aö viöstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu Orku- búsins á ísafiröi frá og meö föstudeginum 30. mars 1984 gegn 600 kr. skilatryggingu. Orkubú Vestfjaröa Stakkanesi 1, 400 ísafirði, sími: 94-3211 — Bræðratunga stööugt inn frá einstaklingum, fyrirtækjum og félögum. Vest- firska var beðið að skila þakk- læti til alls þessa gjafmilda fólks. Bræðratunga mun við opnun hafa pláss fyrir átta til sóla- hringsvistunar en í dagvistun geta verið miklu fleiri. Fyrstu einstaklingarnir munu koma þangað eftir páska, en form- lega tekur miðstöðin ekki til starfa fyrr en 1. maí og verður vígð um miðjan maí. Verktaki við byggingu Bræðratungu var Eiríkur og Einar Valur s.f. vestfirska FRETTABLACIE Sigurjón Ingi Hilaríusson er forstöðumaður Bræðratungu. Við báðum hann lýsa fyrirhug- aðri starfsemi þar. „Bræðratunga er þjálfunar- og þjónustumiðstöð fyrir fatl- aða (þroskahefta),“ sagði Sig- urjón. ,,Þessi staður á að verða öðruvísi en til dæmis Kópa- vogshælið og Sólborg. Það er nefnilega misskilningur, bæði hjá ríkisvaldinu og öðrum, að halda að hér sé verið að byggja einhverja stofnun sem eigi að geyma og einangra þroskahefta frá fjöldanum. Þessi miðstöð á að verða til þess að hjálpa fólki sem er seinþroska og þroskaheft til að komast út í eðlilegt umhverfi, á meöal fjöldans. Svo er bara að sjá hvernig við sem erum kölluð normal bregðumst við. Og þar er víða pottur brotinn. Þeir sem telja sig vera andlega heil- brigða kasta oft steini í götu þeirra sem mega sín minna." ÞJÁLFAÐIR í AÐ VERA EINS EÐLILEGIR OG HÆGT ER ,,Þeir þroskaheftu einstak- lingar sem hingað koma veröa þjálfaðir með því að búa þessa þjónustumiðstöð góðum þjálf- unartækjum og leitast við að fá til starfa fólk sem vill vinna að þessu meö þeim sem hingað koma. Maður gæti hugsað sér að hingað kæmu einstaklingar sem fengju þjálfun í almennu hreinlæti, í að elda einfaldasta mat o.s.frv. Síðan verða þeir þjálfaðir bæði andlega og lík- amlega. Hér verður lögð mikil áhersla á líkamlega þjálfun, sem er undirstaða þjálfunar á " ■« - Verður hjálpað tíl að lífa eðlilegulífi meðal Qöldans — segir Sigurjón Ingi Hilaríusson, forstöóumaóur Bræóratungu andlega sviðinu. Svo verður auðvitað lögð áhersla á að þeir sem hingað koma læri um- gengnisreglur, sem síðan gerir þeim léttara að umgangast fólk utan heimilisins. Þeir verða líka þjálfaðir í aö fara niður í bæ og vera meðal fólksins þar, fara á veitingastaði, verslanir og skemmtistaði. Semsagt að vera eins eðlilegir og hægt er, eins og ég og þú. En það er einstak- lingsbundið hvernig sú þjálfun gengur. Það verður stefnt að því aö þetta verði ein fjölskylda, eitt heimili. Og það stendur opið öllum sem koma vilja og það er vel þegið að fólk komi í heim- sókn og taki þátt í því sem fram „Það eru ekki allir hlutir gefnir” — segir Hildigunnur Högnadóttir sem á þroskaheft bam „Halldór er andlega og líkam- lega fatláður og orsakir þess eru f rauninni ókunnar. Þegar barnið sýndi ekki þær framfarir sem við mátti búast, var mikið seinna í öllum hreyfingum og gat ekki gert það sem hin börn- in mín gátu á hans aldri þá fór okkur að gruna að eitthvað væri að. Ég fór margoft með hann til lækna hérna, en þeir vildu lítið gera úr þessu. Síðan fór ég með barnið suður og þá var það umsvifalaust sett í viðamikla rannsókn sem tók um 6 vikur. Þessi rannsókn staðfesti okkar grun. Halldór reyndist þó ekki vera með neinn sjúkdóm, var ekki spastískur eða neitt annað. Læknirinn sagði mér að hann væri, eins og 40% af þroska- heftum börnum, spurningar- merki, það er ekki vitað hvað hefur skeð.“ Viðmælandi okkar er Hildi- gunnur Högnadóttir, en hún og Hans Georg Bæringsson eiga sjö ára gamalt fatlað barn, Halldór. Hildigunnur hefur mikið starfað að máiefnum fatl- aðra síðan hún eignaðist Hall- dór, sem er yngsta barn hennar af þremur, og er núverandi for- maður Styrktarfélags vangef- inna á Vestfjörðum. Við spyrj- um hvernig henni hafi orðið við þegar fötlunin kom í Ijós. FENGUM AÐLÖGUNARTÍMA ,,Ég tel okkur hafa verið heppin því við fengum aðlögun- artíma. Fötlun hans kom ekki í Ijós fyrr en við 6—7 mánaða aldur. Þá vorum við reyndar búin að ganga með ákveðinn grun, en ég held að þetta hafi verið miklu léttara heldur en ef maður fær þetta einsog ein- hvern skell við fæðingu barns- ins. Þegar þetta var orðið Ijóst var annaðhvort að duga eða drepast. Það er ekki hægt að vera meö neina hálfvelgju og enginn millivegur til, það er annaðhvort að taka alfarið á „Haustið sem ég gekk með Halldór gengu kvenfélagskon- ur í hús og söfnuðu styrktarfé- lögum fyrir Styrktarfélagið og komu meðal annars til mín. Ég hugsaði eins og allir: það er alveg sjálfsagt að styrkja þetta, þetta er auðvitað mál sem snertir mig ekkert, hugsaði ég. Við hjónin gerðumst að sjálf- sögðu styrktarfélagar. Síðan æxluðust nú málin þannig að maðurfórað beita kröftum sín- um í þágu þessa félags.“ þessum málum, eins og ég held við höfum gert, eða láta aðra sjá um þetta. En í raun og veru er það samt ekki hægt. Tímarnir hafa breyst þannig að foreldr- um er leiðbeint æ meir til að taka þátt í uppeldi barnanna, sem er auðvitað miklu eðlilegra en að koma þeim inná einhverj- ar stofnanir. Við fórum reglulega suður og dvöldum í Kjarvalshúsi, sem er greiningarstöð ríkisins, og fengum þar leiðbeiningar og barnið þjálfun. Það voru reynd- ar erfiðustu tímarnir, því maður var svo lengi í burtu, kannski 3—4 mánuði á ári. Þetta var erfitt fyrir alla fjölskylduna. En þarna fékk Halldór alla þjálfun og mér var kennt að fara meö hann og hvað ég þurfti að leggja áherslu á. Þeg- ar hann fór svo inn á leikskól- ann hérna lagaðist þetta enn frekar. Þar fengum við til sam- vinnu stúlku sem er með hann alfarið. Hún hefur svo farið með okkur suður einu sinni tvisvar á ári og fengið leiðbeiningar og áætlun fyrir strákinn. Bærinn hefur komið mjög til móts við okkur með því að greiða henn- ar kostnað." EKKERT ÓYFIRSTÍGANLEGT ,,Að eiga fatlað barn gétur breytt lífi manns heilmikið. En ef fötlunin er ekki mjög sérhæfð og alvarlegir sjúkdómar sam- fara henni þarf þetta ekki að breyta miklu. Ef maður einsetur Halldór Hansson, sonur Hildlgunnar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.