Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 8
1NÆSTU VIKU IBÓKHLÖÐUNNI: Mikið af eldri bókum á góðu gömlu verði og sumar á lækkuðu gömlu verði. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar ísafirði - Sími 3123 PORTHLAÐAI Ysinn og uppboðsköllin minntu mann á útlönd. Veðrið líka. En þegar nær var komið sá maður að samlíking við útlönd átti ekki við — það er eitthvað svo íslenskt við kakó og lummur. Þvi verður heldur ekki neitað að svona torgsala lífgar mikið uppá bæjarbraginn, sérstaklega þegar vorvindar þýðir gæla við hárið á höfði manns. Og við höfum fregnað að byggingarsjóður tónlistarskólans hafi gildnað svolítið þennan dag, enda seldist allt upp. Tónlistarskólinn: Grunnurinn steyptur í sumar — teikningar tilbúnar Fyrirhugað tónlistarskóla- hús hefur veríð í um tvö ár á teikniborðinu, en nú er búið að ganga frá endanlegri teikningu og hefur hún verið send bygg- ingarnefnd bæjarins til um- sagnar. Arkitekt var Vilhjálmur Hjálmarsson hjá Teiknistof- unni Óðinstorgi. Nýja skólahúsið mun rísa á Þannig mun tónlistarskólinn Ifta út Torfnesi, rétt fyrir innan nýja sjúkrahúsið. og verður heildarfer- metrafjöldi 720. en grunnflötur 520 ferm. I húsinu verða 13 kenn- slustofur og tónleikasalur sem rúma mun 220 áheyrendur. Áætl- aður byggingarkostnaður er um 20 milljónir króna. Talið er að 6—7 milljónir þurfi til að gera húsið fokhelt. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu er stefnt að því að hefja framkvæmdir í sumar og steypa grunn hússins fyrir veturinn. Högni Þórðarson. formaður Tón- listarfélags fsafjarðar. sagði í sam- tali við blaðið að byggingarhraði hússins réðist af örlæti bæjarbúa og aðstoð bæjar og ríkis. Engin lög eru til um tónlista- skólabyggingar. þannig að erfitt getur reynst að sækja fjármagn til hins opinbera nú ..á þessum síð- ustu og verstu tímum.“ En við hjá Vf vonum að tónlistin eignist sem fyrst þak yfir höfuðið í þessum bæ. því hún á það fyllilega skilið. © PÓLLINIM HF Isafirði Sími3792 Sinclair Spectmm 48K tölvan Kostar aðeins kr. 6.500 Ný sending komin ásamt fjölda fylgihluta t.d. stýri- pinnar, Interface, prentarar, microdrif o.fl. Yfir 100 gerðir af forritum. Tölvublöð og tölvubækur ERNIR P Símar 3698 og 3898 l ISAFIROI BÍLALEKSA Riðuveíki í flestum hrepp- um V.-Barðastrandarsýslu — Einnig í á tveimur bœjum í V.-ísafjarðarsýslu Riðuveiki er orðin alvarlegt vandamál á sunnanverðum Vestfjörðum. Við athugun á heilasýnum úr fé sem slátrað var á Patreksfirði, Bíldudal og Þingeyri síðasta haust kom fram grunsemd um riðuveiki á nýjum bæjum og á svæðum þar sem riðuveiki hefur verið óþekkt fram að þessu. Þetta er mjög uggvænlegt, því fjárbú- skapur er veigamikil búgrein á Vestfjörðum. Við skoðun heilasýna komu fram grunsemdir breytingar í fé frá flestum hreppum V- Barðastrandarsýslu og auk þess mjög grunsamlegar breytingar frá bæjunum Ósi og Laugabóli í Arn- arfirði. Orðrómur um riðu í Dýra- firði hefur ekki verið staðfestur. Riðuveiki er hægfara veiru- sjúkdómur sem leggst á mið- taugakerfi. Fyrstu einkenni eru að rollurnar verða óeðlilega flóttalegar og hræðslugjarnar. Síðan koma fram gangtruflanir, einkum í afturfótum, uns kind- urnar leggjast loks alveg. Allan tímann halda þær eðlilegri lyst. Kláðaeinkenni hafa ekki sést með riðu á Vestfjörðum, eins og víðast hvar annars staðar. Frá smiti og þangað til kind sýnir riðueinkenni líða minnst 1 ár og allt upp í 6 — 7 ár. Smithætta er mest við burð á vorin en einnig getur smitun átt sér stað með munnvatni á húsi. í bréfi sem Sigurður Sigurðs- son, dýralæknir og sérfræðingur Sauðfjársjúkdómanefndar, sendi öllum hlutaðeigandi í febrúar s.l. kemur fram að hann telur væn- legustu leiðina til að hreinsa Vest- fjarðakjálkann af riðuveiki þá að lóga öllu fé í V-Barða- strandarsýslu og á bæjun- um Laugabóli og Ósi í Auðkúlu- hreppi. Hér er um yfir 20 þúsund fjár að ræða og stefnt að því að bændur verði fjárlausir í a.m.k. 3 ár, þannig að þetta yrði stórt bit. Nú hefur hins vegar verið ákveð- ið að fresta niðurskurði í eitt ár og verður tíminn notaður til frekari rannsókna. Flestir togaranna voru á I veiðum um páskana og | furðuðu sig sumir á því á I þessum kvótaskiptingar- tfmum. En hvað um það, Ifnu- I bátarnir hafa aflað sæmi- | lega af steinbít undanfarið I og rækjuveiðar á úthafinu ganga þokkalega. Sval- borg landaði t.d. 45 tonn- um í Bolungarvík á dögun- um. Þann afla fékk hún I vestur í Kollál, sem er stutt I útaf Snæfellsnesi. Þetta eru ný rækjumið og koma sér vel fyrir Vestfirðinga ef þau reynast áfram jafn I gjöful. Grásleppukarlar eru I farnir að róa og er það til staðfestingar því að vorið er að sigla f höfn. BESSI kom í gær með I 140—150 tonn af grálúðu. GUÐBJARTUR landaði á föstudag 148 tonnum, mest karfi og ýsa. GUÐBJÖRG landaði á | miðvikudaginn í síðustu viku 244 tonnum af grá- ■ lúðu karfa. PÁLL PÁLSSON kom í gær | með 160 tonn af þorski. DAGRÚN landaði 17. apríl 112 tonn og var uppistað- ■ an grálúða. HEIÐRÚN landaði daginn eftir 118 tonnum, mest | karfi. ELÍN ÞORBJARNARDÓTT- IR skilaði 142 tonnum á land á mánudag í síðustu viku og var væntanleg til | hafnar í morgun. GYLLIR kom með 130—140 tonn af grálúðu á miðvikudag í liðinni viku. FRAMNES I var í höfn um páskana. SLÉTTANES kom með 195 I tonn miðvikudaginn fyrir páska, mest grálúða. SÖLVI BJARNASON kom sama dag með 39 tonn. TÁLKNFIRÐINGUR land- aði 16. apríl 152 tonnum og stoppaði síðan um | páskana, en fór út á ann- I an. BJARNI BENEDIKTSSON kom úr fyrstu veiðiferð sinni fyrir Bfldælinga í gær | með 25 tonn af rækju eftir I fjóra daga. BÍLALEIGA Ncsvejji 5 — Snóavík — 94-6972-6932 C.rcnsásvegi 77 — Rcykjavík — 91-376«« Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.